Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 104

Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 104
104 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 Myndlistarmaðurinn Ásdís Spanó opnar í dag kl. 17 sýninguna Línu- leg aflögun í Gallery Bakarí, Skóla- vörðustíg 40. Á sýningunni eru ný verk eftir Ásdísi, vatnslitamyndir og málverk unnin með blandaðri tækni. Þrátt fyrir nýja efnisnotkun er viðfangsefnið hið sama – eig- inleiki og efniviður málverksins, segir um sýninguna í tilkynningu. Ásdís sé trú forminu en með vatns- litamyndum sínum slái hún nýjan tón, hreinni og lífrænni, öll vinnsla og vinna við verkin sé önnur. „Verk Ásdísar eru ekki bein yfirfærsla á náttúruna sjálfa heldur tilfærsla á eðli málverksins og umrótið í huga listamannsins. Baráttan við óreið- una og hinn fasta punkt sem línan – sem einkennt hefur list Ásdísar – skapar,“ segir m.a. í tilkynningu. Ásdís býr og starfar í Reykjavík. Hún lauk myndlistarnámi við Listaháskóla Íslands árið 2003 og hefur sýnt reglulega á sam- og einkasýningum. Hún á einnig að baki myndlistarnám við Central Saint Martins lista- og hönnunar- háskólann í Lundúnum og Acca- demia di Belle Arti í Bologna á Ítal- íu. Bakarí „Þrátt fyrir nýja efnisnotkun er viðfangsefnið hið sama,“ segir um verk Ásdísar á Línulegri aflögun. Línuleg aflögun í Gallery Bakarí Undanfarinn áratug hefur staðið yf- ir markvisst menningarsamstarf milli Austurlands og Vesterålen í Noregi. Síðar bættist Donegal á Ír- landi í samstarfið sem skipuleggj- endur segja hafa borið mikinn ár- angur. Í tilefni þess að samstarfið hefur staðið í áratug verður í dag, fimmtu- dag, haldin menningarráðstefna í Norræna húsinu í Reykjavík, undir yfirskriftinni „Óbeisluð orka/ Grenlos energi“. Hefst dagskráin kl. 13. Síðar í dag, kl. 17, opnar þar sýn- ingin „Flakkarar hugar og heims“ og um kvöldið kl. 20 hefjast tón- leikar IS N O + IR. Tvennir tón- leikar til verða haldnir af þessu til- efni; á föstudagskvöld kl. 22 leikur írska hljómsveitin The Henry Girls á Café Rosenberg, og á sunnudag kl. 15 kemur Sindre Myrbostad fram í Norræna húsinu. Morgunblaðið/Golli Frá Seyðisfirði Austfirðingar hafa átt í samstarfi við Norðmenn og Íra. Ráðstefna um tíu ára samstarf Íspennusögunni Í innsta hringheldur Viveca Sten sig viðSandhamm eins og í Svika-logni, fyrstu glæpasögu sinni um fólk í skerjagarðinum skammt frá Stokkhólmi. Andinn er svipaður og áður, yfirbragðið rólegt, en les- andi kynnist helstu persónum frekar og ekki er allt sem sýnist. Þessi saga fjallar ekki aðeins um glæpi sem slíka heldur fyrst og fremst um ríka fólkið í sumarleyfis- paradísinni, áhrif og völd, vænt- ingar og vonir, en sem fyrr eru það jarðbundnu ein- staklingarnir og æskufélagarnir Thomas Andr- easson rannsókn- arlögreglumaður og Nóra Linde lögfræðingur sem eru í aðalhlutverkunum. Viveca Sten skrifar svolítið sér- stakan stíl. Það er eins og maður sitji við eldhúsborðið og hlusti á tal um það sem efst er á baugi í fámenn- inu. Þessi umræða er öll á rólegu nótunum, að mestu án æsings, og eitt leiðir af öðru. Stundum er kafað djúpt undir yfirborðið en lengst af er þetta svona spjall, þar sem umræðu- efnið kemst áreynslulaust til skila. Þægileg saga, sem rennur vel og er allt í einu búin. Höfundur segir að þegar hann hafi lagt fléttuna niður fyrir sér hafi hann íhugað hvernig völd og metn- aður þróast í þröngum hópi. Viveca Sten þekkir vel umhverfið og skrifar út frá eigin reynslu. Það kemur henni til góða. Hins vegar er alltaf spurning hvort og hvað mikið á að rifja upp atriði úr fyrri bók eða bók- um. Sagan fjallar um glæpi en ekki síður um fólkið sem slíkt, vandamál þess í daglegu lífi og hvernig það bregst við mótlæti. Á yfirborðinu virðist þetta vera ósköp venjulegt fólk en þegar betur er að gáð virðast margir hafa sinn djöful að draga. Sú byrði dregur dilk á eftir sér og skilur eftir sig ör. Glæpasagan Í innsta hring er ágætis afþreying, rétt eins og fyrsta bók höfundar, og betri en hún. Viv- eca Sten kemur með nýjan tón inn í annars fjölbreytta flóru sakamála- sagna og er það vel. Nýr tónn Viveca Sten kemur með nýjan tón inn í annars fjölbreytta flóru sakamálasagna, að mati rýnis. Margir hafa sinn djöful að draga Í innsta hring bbbmn Eftir Vivecu Sten. Elín Guðmundsdóttir þýddi. Kilja. 432 bls. Ugla 2014. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Kvikmyndir bíóhúsanna Eftirsóttur lögfræðingur, þekktur fyrir að verja hvítflibba- glæpamenn, snýr aftur til heimabæjarins til að vera viðstaddur útför móður sinnar. Dvölin verður lengri en til stóð því að faðir hans er ákærður fyrir manndráp. Bönnuð innan 7 ára. IMDB 7,8/10 Metacritic 48/100 Sambíóin Álfabakka 17.40, 19.30, 20.40, 22.20, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00, 22.00 Sambíóin Kringlunni 18.00, 21.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 19.30, 22.20 Sambíóin Keflavík 20.00 The Judge Mbl. bbbbn Metacritic 79/100 IMDB 8,6/10 Smárabíó 16.45, 20.00, 22.10 LÚX, 22.30 Háskólabíó 17.45, 21.00 Laugarásbíó 22.00 Borgarbíó Akureyri 20.00 Gone Girl 16 Sjálfstætt framhald kvikmyndarinnar Borgríki eftir Ólaf de Fleur Jóhannesson. Lögreglu- maðurinn Hannes ræðst gegn glæpasamtökum og spilltum yfirmanni fíkniefnadeildar. Mbl. bbbbn Sambíóin Keflavík 20.00, 22.10 Smárabíó 15.30 LÚX, 17.45 LÚX, 17.45, 20.00, 20.00 LÚX, 22.10 Háskólabíó 17.45, 20.00, 22.10 Laugarásbíó 17.50, 20.00, 22.10 Borgarbíó Akureyri 18.00, 20.00, 22.00 Borgríki 2 16 Dracula Untold 16 Þegar Vlad Tepes kemst að því að kraftur hans og hug- rekki nægir ekki til að vernda fjölskyldu hans fyrir grimm- um óvinum ákveður hann að leita á forboðnar slóðir eftir styrk sem dugar. IMDB 7,1/10 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20 Smárabíó 22.45 Laugarásbíó 20.00, 22.20 Borgarbíó Akureyri 18.00 Annabelle 16 John Form hefur fundið full- komna gjöf handa ófrískri eiginkonu sinni, Miu – fallega og sjaldgæfa gamla dúkku í fallegum hvítum brúðarkjól. En gleði Miu vegna Annabelle endist ekki lengi. IMDB 6,6/10 Sambíóin Akureyri 22.20 Sambíóin Keflavík 22.50 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.10 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 22.20 Alexander and the Terrible, Horrible, No Good, Very Bad Day IMDB 4,7/10 Rotten Tomatoes 59/100 Sambíóin Álfabakka 18.00 Sambíóin Egilshöll 18.00, 20.00 Sambíóin Akureyri 18.00 The Equalizer 12 Fyrrverandi leynilögreglu- maður sviðsetur andlát sitt til að lifa rólegu lífi í Boston. Þegar hann hittir stúlku sem er undir hælnum á ill- skeyttum rússneskum glæpamönnum verður hann að koma henni til bjargar. IMDB 7,9/10 Metacritic 48/100 Smárabíó 20.00 Háskólabíó 22.15 A Walk Among the Tombstones 16 Matthew Scudder er fyrrver- andi lögga og einkaspæjari. Tilveran er býsna róleg þar til eiturlyfjasali ræður hann til að komast að því hverjir myrtu eiginkonu hans. Mbl. bbbnn Metacritic 51/100 IMDB 7,4/10 Laugarásbíó 17.40, 20.00 Afinn Eftirlaunaaldurinn blasir við Guðjóni á sama tíma og erfiðleikar koma upp í hjóna- bandinu og við undirbúning brúðkaups dóttur hans. Mbl. bbbmn Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.40 Sambíóin Kringlunni 17.40, 20.00 Sambíóin Akureyri 20.00 The Hundred-Foot Journey Indversk fjölskylda opnar veitingastað í Suður- Frakklandi. Keppinautarnir eru lítt hrifnir og hefst at- burðarás og barátta sem þróast í óvænta átt. Bönnuð innan 7 ára. Metacritic 55/100 IMDB 7,5/10 Sambíóin Kringlunni 17.20 Boyhood Nýjasta verk leikstjórans Richards Linklater lýsir upp- vexti drengs, en myndin er tekin á 12 ára tímabili. Metacritic 100/100 IMDB 8,7/10 Háskólabíó 21.00 The Maze Runner 12 Metacritic 58/100 IMDB 7,9/10 Smárabíó 17.30, 20.00 If I Stay 12 Metacritic 47/100 IMDB 7,1/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.20 París norðursins Mbl. bbbnn IMDB 7,4/10 Háskólabíó 17.45 Kassatröllin Mbl. bbbnn IMDB 7,2/10 Metacritic 63/100 Sambíóin Álfabakka 17.50 ísl., 20.00, 22.10 Smárabíó 15.30 3D ísl., 15.30 ísl., 17.45 ísl. Laugarásbíó 17.50 ísl. Smáheimar: Dalur týndu mauranna Smárabíó 15.30 ísl. Töfrahúsið Kettlingur á vergangi kemst í kynni við gamlan töframann. Með íslensku tali. Sambíóin Álfabakka 18.00 Sambíóin Akureyri 17.30 Vonarstræti 14 Mbl. bbbbm IMDB 8,1/10 Háskólabíó 18.00 Turist 12 Mbl. bbbbn Bíó Paradís 17.45, 20.00, 22.15 The Postman’s White Nights Bíó Paradís 18.00 A Streetcar Named Desire 16 Bíó Paradís 22.00 The Tribe 16 Bíó Paradís 18.00, 20.00, 22.30 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.