Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 42
FÓTBOLTI
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Þeir sem horfðu á landsleik Íslands
og Hollands í undankeppni EM í
knattspyrnu nutu væntanlega hverr-
ar mínútu hvort sem það var á vell-
inum eða heima í stofu. Punkturinn
yfir i-ið var lýsing vallarins en glæný
flóðljós Laugardalsvallar voru tekin
í notkun fyrir þessa Evrópukeppni.
Evrópska knattspyrnusambandið,
UEFA, styrkti KSÍ við að koma ljós-
unum upp en fyrri ljós höfðu lýst
knattspyrnumönnum og konum frá
1992. Þau voru úr sér gengin og
jafnvel talin hættuleg því ekki var
hægt að styðjast við öryggisbúnað í
þeim grindum sem ljósin hvíldu á,
auk þess sem framleiðandinn útveg-
aði ekki lengur varahluti.
„Gömlu ljósin voru vígð þegar við
spiluðum gegn Grikkjum í und-
ankeppni HM í október 1992. Það
má því segja að þau hafi verið komin
á tíma,“ segir Geir Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri KSÍ, og bætir við
að uppsetningunni sé ekki enn lokið.
Enn eigi eftir að birta til í Laug-
ardal. „Við erum enn að vinna að
uppsetningunni, þó að hún sé langt
komin. Við stefnum að því að ljúka
framkvæmdum næsta vor. Við höf-
um ekki enn náð kröfum UEFA en
það styttist,“ segir Geir.
UEFA setti KSÍ afarkosti
Kröfur UEFA eru að vellirnir nái
ljósflæði upp á svokallað 1.500 lúx en
leikmenn Íslands gegn Hollandi böð-
uðu sig í rúmlega 1.000 lúx.
„Það er gríðarlegur munur á þess-
ari lýsingu og þeirri sem var. Því
miður var það þannig að við vorum
langt á eftir að uppfylla skyldur okk-
ar og UEFA setti okkur stólinn fyrir
dyrnar í því.“
UEFA styrkti KSÍ til að fara í
framkvæmdirnar en Reykjavík-
urborg mun eignast ljósin. „Allar
meiriháttar framkvæmdir sem við
förum í á vellinum eignast borgin.“
Augljós breyting í Laugardal
Nýju flóðljósin skinu skært í leiknum gegn Hollandi Kostuðu 75 milljónir sem UEFA styrkti KSÍ
Gömlu ljósin höfðu lýst síðan 1992 og voru úr sér gengin Næstu framkvæmdir eru upphitun
Morgunblaðið/KSÍ
Ekki fyrir lofthrædda Starfsmenn uppi í hæstu hæðum að koma ljósunum
fyrir. Alls eru 32 kastarar í hverju mastri í staðinn fyrir 28.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bjart og fagurt Nýju flóðljósin voru vígð í Evrópuleik Stjörnunnar gegn Inter frá Mílanó í forkeppni Evrópudeildarinnar. Þau kostuðu 75 milljónir króna
sem UEFA greiddi. Svona leit Laugardalsvöllur út séð frá Suðurlandsbraut þegar Ísland spilaði við Holland á dögunum, sællar minningar.
Morgunblaðið/Golli
Taktískur sigur Arjen Robben komst lítt áleiðs gegn íslenska liðinu frekar
en hinar hollensku stjörnurnar, enda birtan falleg á haustkvöldi.
42 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014
þegar þú vilt
kvarts stein
á borðið
Blettaábyrgð
Viðhaldsfrítt yfirborð
Slitsterkt
Bakteríuvörn
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is
By Cosentino
Ef íslenska landsliðið heldur áfram að
standa sig vel í undankeppninni gæti
opnast möguleiki á að spila svokall-
aða umspilsleiki um laust sæti á Evr-
ópumótinu í Frakklandi sumarið
2016.
Þeir leikir fara fram í nóvember og
eru spilaðir heima og að heiman. Geir
segir að næsta verkefni KSÍ verði að
koma hita í völlinn. „Ég var að hugsa
til þess að sem betur fer kom þetta
veður ekki fyrir viku þegar við spil-
uðum við Hollendinga. Veðrið núna
sýnir hvað það er mikilvægt að fá yf-
irbreiðslukerfi og upphitun á völlinn.
Við erum búin að fá vilyrði frá UEFA
um að styrkja okkur í því.“
Geir segir enga leið að ná hita í
völlinn fyrir síðasta leik í riðlakeppn-
inni næsta haust en óskir KSÍ eru
þær að fara í framkvæmdir eftir loka-
flautið hinn 10. október á næsta ári.
„Þá þarf að ryðja grasinu burt og
setja nauðsynleg hita- og vökv-
unarkerfi í völlinn. Það er komið að
því.“
Morgunblaðið/Kristinn
Frosin Árið 2008 þurfti að moka snjó af Laugardalsvelli tvisvar sinnum.
Upphitun næsta mál
Umspilsleikir fara fram í nóvember