Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 42
FÓTBOLTI Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Þeir sem horfðu á landsleik Íslands og Hollands í undankeppni EM í knattspyrnu nutu væntanlega hverr- ar mínútu hvort sem það var á vell- inum eða heima í stofu. Punkturinn yfir i-ið var lýsing vallarins en glæný flóðljós Laugardalsvallar voru tekin í notkun fyrir þessa Evrópukeppni. Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, styrkti KSÍ við að koma ljós- unum upp en fyrri ljós höfðu lýst knattspyrnumönnum og konum frá 1992. Þau voru úr sér gengin og jafnvel talin hættuleg því ekki var hægt að styðjast við öryggisbúnað í þeim grindum sem ljósin hvíldu á, auk þess sem framleiðandinn útveg- aði ekki lengur varahluti. „Gömlu ljósin voru vígð þegar við spiluðum gegn Grikkjum í und- ankeppni HM í október 1992. Það má því segja að þau hafi verið komin á tíma,“ segir Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, og bætir við að uppsetningunni sé ekki enn lokið. Enn eigi eftir að birta til í Laug- ardal. „Við erum enn að vinna að uppsetningunni, þó að hún sé langt komin. Við stefnum að því að ljúka framkvæmdum næsta vor. Við höf- um ekki enn náð kröfum UEFA en það styttist,“ segir Geir. UEFA setti KSÍ afarkosti Kröfur UEFA eru að vellirnir nái ljósflæði upp á svokallað 1.500 lúx en leikmenn Íslands gegn Hollandi böð- uðu sig í rúmlega 1.000 lúx. „Það er gríðarlegur munur á þess- ari lýsingu og þeirri sem var. Því miður var það þannig að við vorum langt á eftir að uppfylla skyldur okk- ar og UEFA setti okkur stólinn fyrir dyrnar í því.“ UEFA styrkti KSÍ til að fara í framkvæmdirnar en Reykjavík- urborg mun eignast ljósin. „Allar meiriháttar framkvæmdir sem við förum í á vellinum eignast borgin.“ Augljós breyting í Laugardal  Nýju flóðljósin skinu skært í leiknum gegn Hollandi  Kostuðu 75 milljónir sem UEFA styrkti KSÍ  Gömlu ljósin höfðu lýst síðan 1992 og voru úr sér gengin  Næstu framkvæmdir eru upphitun Morgunblaðið/KSÍ Ekki fyrir lofthrædda Starfsmenn uppi í hæstu hæðum að koma ljósunum fyrir. Alls eru 32 kastarar í hverju mastri í staðinn fyrir 28. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bjart og fagurt Nýju flóðljósin voru vígð í Evrópuleik Stjörnunnar gegn Inter frá Mílanó í forkeppni Evrópudeildarinnar. Þau kostuðu 75 milljónir króna sem UEFA greiddi. Svona leit Laugardalsvöllur út séð frá Suðurlandsbraut þegar Ísland spilaði við Holland á dögunum, sællar minningar. Morgunblaðið/Golli Taktískur sigur Arjen Robben komst lítt áleiðs gegn íslenska liðinu frekar en hinar hollensku stjörnurnar, enda birtan falleg á haustkvöldi. 42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino Ef íslenska landsliðið heldur áfram að standa sig vel í undankeppninni gæti opnast möguleiki á að spila svokall- aða umspilsleiki um laust sæti á Evr- ópumótinu í Frakklandi sumarið 2016. Þeir leikir fara fram í nóvember og eru spilaðir heima og að heiman. Geir segir að næsta verkefni KSÍ verði að koma hita í völlinn. „Ég var að hugsa til þess að sem betur fer kom þetta veður ekki fyrir viku þegar við spil- uðum við Hollendinga. Veðrið núna sýnir hvað það er mikilvægt að fá yf- irbreiðslukerfi og upphitun á völlinn. Við erum búin að fá vilyrði frá UEFA um að styrkja okkur í því.“ Geir segir enga leið að ná hita í völlinn fyrir síðasta leik í riðlakeppn- inni næsta haust en óskir KSÍ eru þær að fara í framkvæmdir eftir loka- flautið hinn 10. október á næsta ári. „Þá þarf að ryðja grasinu burt og setja nauðsynleg hita- og vökv- unarkerfi í völlinn. Það er komið að því.“ Morgunblaðið/Kristinn Frosin Árið 2008 þurfti að moka snjó af Laugardalsvelli tvisvar sinnum. Upphitun næsta mál  Umspilsleikir fara fram í nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.