Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 68
68 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014
Fyrr á árinu var
kynnt tíu ára áætlun
um uppbyggingu evr-
ópska flutningskerf-
isins fyrir raforku frá
ENTSO-E (The Euro-
pean Network of
Transmission System
Operators for Electri-
city). Þar er minnst á
hugmyndir um sæ-
streng milli Íslands og
Bretlands.
ENTSO-E fer að ýmsu leyti
svipaðar leiðir í áætlunum og
Rammaáætlun um nýtingu vatns-
orku og jarðvarma og notar að-
ferðafræði með mörg markmið eða
viðmið (MCDM Multi Criteria Dec-
ision Making).
Markmið í skýrslu ENTSO-E
eru nokkur, enska heitið og ein-
ingar fylgja með en [.] stendur fyr-
ir [án einingar]:
B1 Afhendingaröryggi (SoS
Security of Supply) [MWh/ári]
B2 Þjóðhagsleg velferð (SEW
Socio-Economic Welfare) [/ári]
B3 Tengimöguleikar við virkjanir
sem framleiða græna orku (RES
integration) [.]
B4 Töp í flutningskerfinu (var-
iation in Losses) [MWh/ári]
B5 Breyting í útblæstri koltví-
sýrlings CO2 (Variation in CO2
emissions) [kT/ári]
B6 Tæknilegt þan-
þol og kerfisöryggi
(Technical resilience/
System Safety) [.]
B7 Sveigjanleiki
(Flexibility) [.]
C1 Stofnkostnaður
mannvirkja (Project
Costs) []
S1 Umhverfisáhrif
(Environmental imp-
act) [.]
S2 Þjóðfélagsleg
áhrif (Social Impact)
[.]
Þessi aðferðafræði hefur vafist
fyrir mönnum í Rammaáætlun.
Menn hafa gjarnan hengt sig í eitt
eða örfá atriði til að slá ákvörð-
unum á frest t.d. vegna umhverf-
issjónarmiða. Rammaáætlun hefur
átt undir högg að sækja vegna
þessarar misnotkunar.
Eldri aðferðir tóku bara tillit til
atriða, þar sem mælikvarðinn var
fjárhagslegs eðlis. Hinir liðirnir
komu síðan inn í formi lágmarks-
krafna eða því um líkt. Að ýmsu
leyti var það einföld og heppileg
leið.
Það var hreint með ólíkindum að
lesa aðalviðskiptafrétt Morg-
unblaðsins (í Viðskiptamogganum)
fimmtudaginn 16. október 2014 um
sæstreng til flutninga á raforku
milli Íslands og Bretlands. Fyr-
irsögn fréttarinnar er: „65 millj-
Sæstrengur
til Bretlands og
aðferðafræðin
Eftir Skúla
Jóhannsson
Skúli Jóhannsson
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Ljós og hiti
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
SHA-207
Vinnuljóskastari
á telescope fæti
400W ECO pera
5.690
SHA-218-28E
Vinnuljóskastari ECO perur
2x400W tvöfaldur á fæti
6.890
SHA-0203
Vinnuljóskastari
m handf 400W ECO pera
1,8m snúra
3.490
T38 Vinnuljós
5.290
Rafmagnshita-
blásari 2Kw 1 fasa
6.990
Rafmagnshita-
blásari 3Kw 1 fasa
8.990
Rafmagnshita-
blásari 5Kw 3 fasa
12.990Rafmagnshita-blásari 2Kw
2.190
Það er áhyggjuefni
að RÚV með sinni
miklu hlustun og áhorfi
skuli gjarnan tileinka
sér að taka eigin skoð-
analeiðandi afstöðu, oft
með afar hættulegum
áherslum, sbr. t.d.
stuðningurinn við pot-
taárásina á Alþingi o.fl.
Ég verð oft sem fyrr
furðu lostinn yfir fram-
setningu og pólitískt
vilhallri túlkun frétta þess miðað við
það sem ég hef áður lesið eða séð t.d.
í útlendum miðlum og álykta að
fremur sé um ásetning að ræða en
kunnáttuleysi, enda hlýtur frétta-
stofan að fá sem næst sömu vitneskju
og ég geri sjálfur annars staðar frá.
Mér finnst að fréttastofan hafi þann-
ig brugðist trausti og að sann-
leiksfæð og hlutdrægni geti vart ver-
ið talin ásættanleg hjá opinberri
upplýsingamiðlun.
Hvað er RÚV eiginlega?
Það er mörgum vonbrigði að RÚV
skuli ekki hafa tekið breytingum með
nýjum stjórum sem einhverjar vonir
stóðu til að yrðu. RÚV er augljóslega
í afar föstum skorðum og starfsfólk
þess virðist ráða því að engu má við
hreyfa til þess að styggja ekki þær
venjur og hætti sem þar ríkja. Því er
réttmætt að velta því fyrir sér og
spyrja hvort RÚV sé atvinnu-
samtryggingarfélag, pólitísk uppeld-
isstöð eða sértrúarsöfnuður eins og
stundum mætti halda í stað þess að
vera sá almenningsþjónn, sem það
ætti að vera. Og hvað verður um hið
háa gjald sem skattgreiðandinn
greiðir fyrir? Skelfileg fjárhagsleg
saga fyrirtækisins og óheyrilegur
rekstrarkostnaður eru einmitt aðrar
ríkar ástæður fyrir því að taka verð-
ur allt batteríið til gagngerrar endur-
skoðunar frá grunni og líklega eina
leiðin að byrjað verði upp á nýtt má
segja. RÚV getur kennt sjálfu sér
um að það blasir auðvitað við að
skera þarf fyrirtækið stórlega niður,
m.a. með mikilli fækkun starfsfólks
og öðrum samdrætti og sparnaði. Því
ætti að ráða utanaðkomandi við-
skiptafræðinga til þess að fara yfir og
endurskipuleggja fyrirtækið frá
grunni með það fyrir augum að gera
það að nútíma straumlínulöguðu og
árangursríku rekstrarfélagi þar sem
verkferlar eru skýrir með stöðugum
markmiðasetningum, afkasta- og
tímamælingum, eftirfylgni og eftirliti
og reyndar ætti að gera
hið sama sem víðast hjá
hinu opinbera. Það væri
líklega hreinlegast að
segja öllum upp og
byrja upp á nýtt sem
áður sagði og end-
urráða svo eftir efnum
og ástæðum. Þetta er
þekkt aðferð og er oft
notuð þegar end-
urskipulagning fyr-
irtækis stendur yfir.
Hvert ætti hlutverk
RÚV að vera?
Flestum þætti það væntanlega
ótækt að hér væri ritskoðað ríkis-
rekið dagblað. Sögulega er það skilj-
anlegra að ríkið hafi komið á fót
hljóðvarpi og sjónvarpi á sínum tíma,
en er það réttmætt í dag að það
standi í slíku? Hvað er það sem rík-
isreknir ljósvakamiðlar gera umfram
það sem slík fyrirtæki í einkaeigu
geta uppfyllt? Hið opinbera gæti
auðvitað keypt þjónustu svo sem til-
kynningar ýmiss konar af öðrum
stöðvum, en það þarf reyndar einnig
að hugsa til sérstakra mennta- og
menningarmála, sem sumar einka-
reknar stöðvar hafa e.t.v. minni
áhuga á, en eru þjóðfélaginu mik-
ilvæg. Líklega er RÚV fyrir löngu
búið að týna tilgangi sínum, en mér
finnst að rökstyðja mætti að halda
því áfram í rekstri ef hlutverk þess
væri skilgreint svo til eingöngu að
vera:
1) Öryggistæki með veðurlýs-
ingum og spám, tilkynningum frá
hinu opinbera og tilkynningum í al-
mannaþágu vegna náttúruhamfara
o.þ.h.
2) Öryggistæki, m.a. með rekstri
langbylgjustöðvar vegna skipa o.fl.
3) Ljósvaki með víðtækan og al-
gjörlega óvilhallan flutning og grein-
ingu á fréttum og atburðum
4) Framleiðandi á innlendu
mennta-, menningar- og listaefni,
stuðningur við slíka framleiðslu inn-
lendra aðila og dreifing og sala á
slíku efni innanlands og utan
5) Sýning á erlendu menningar-,
vísinda-, fræðslu- og kennsluefni til
þess að auka lærdóm, þekkingu og
víðsýni landsmanna
6) Skráning og varðveisla á hvers
kyns innlendu hljóð- og myndefni,
þ.m.t. opinberum ræðum og Alþingi,
og veita almenningi gott aðgengi að
safni sínu
M.ö.o. þá ætti RÚV að draga sig
algjörlega frá erlendu dægur- og
skemmtiefni, sem lítill tilgangur er
hjá ríkinu að vera að brölta í við ær-
inn kostnað. Ef til vill væri hægt og
nær að gera RÚV að einhvers konar
lista- og menningarmiðstöð, en ég
hef ekki ennþá hugsað þá hugmynd
til enda. Mér dettur í hug að reknar
verði þrjár rásir, ein vegna hljóð-
varps og tvær vegna sjónvarps, önn-
ur þeirra eingöngu vegna íþrótta,
einkum innlendra.
Að lifa á því sem það hefur
Það er spurning hvort RÚV ætti
annaðhvort að fara af auglýsinga-
markaði til þess að hleypa lífi í einka-
rekstur eða þá að láta það lifa að
mestu á slíkum tekjum og a.m.k. að
fjárhagsaðstoð ríkisins verði skorin
alvarlega niður og skömmtuð naumt,
enda hafa ríkissjóður og skattgreið-
endur nóg annað við peningana að
gera. RÚV er eigandi flestra endur-
varpsstöðva og í stað ríkiseinokunar
væri eðlilegt að RÚV yrði gert að
leigja út aðgang að endurvarpskerfi
sínu undir opnum og heiðarlegum
samkeppnisreglum og fjármgana
þannig rekstur, viðhald, styrkingu og
öryggi kerfisins.
Ríkisútvarpið
(nú nefnt RÚV) ohf.)
Eftir Kjartan Örn
Kjartansson » Það blasir aug-
ljóslega við að skera
þarf fyrirtækið stórlega
niður, m.a. með mikilli
fækkun starfsfólks og
öðrum samdrætti og
sparnaði
Kjartan Örn
Kjartansson
Höfundur er fyrrverandi forstjóri.
Greiðslur til öryrkja
og eldri borgara skulu
breytast árlega og mið-
ast við launaþróun og
hækki aldrei minna en
neysluvísitalan, sem
hefur hækkað um 55%
frá 2008. Þá hefur
launavísitalan hækkað
um 60% á sama tíma.
Í 69. gr. laga um al-
mannatryggingar, nr.
100/2007, segir orðrétt:
„Bætur almannatrygginga, svo og
greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv.
22. gr., skulu breytast árlega í sam-
ræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörð-
un þeirra skal taka mið af launaþróun,
þó þannig að þær hækki aldrei minna
en verðlag samkvæmt vísitölu neyslu-
verðs.“
Samkvæmt skattframtali mínu frá
2008-13 hafa lífeyrisbætur mínar frá
TR og lífeyrissjóðnum hækkað um
22% og því vantar hækkun á þeim upp
á 32% samkvæmt neysluvísitölunni og
38% ef launavísitalan er notuð. Á
mannamáli eru þetta um 83.000 krón-
ur á mánuði fyrir skatt og um 98.000
krónur ef launavístalan er tekin inn í
dæmið. Þessi upphæð sem er einfald-
lega skert er frá einni milljón til
1.176.000 kr. á ári eftir hvorri vísitöl-
unni er farið. Þarna eru 50-60.000 kr.
eftir skatt á mánuði eða 600-720.000
kr. ári sem eru teknar af okkur lífeyr-
isþegum enn í dag. Hálaunahópur
fékk leiðréttingu upp á um 600.000 kr.
á mánuði eða um 360.000 kr. eftir
skatt á mánuði.
Vinstristjórnin svokölluð skerti líf-
eyrisgreiðslur með lögum og lofaði að
hennar fyrsta verk yrði að hækka þær
aftur. Þessi loforð voru svikin gróflega
og hennar fyrsta verk var að hækka
launin hjá sjálfri sér. Á árinu 2010
lækkuðu bætur mínar svo mikið að
þær voru lægri en 2008 og hækkuðu
síðan 2011 í sömu tölu og þær voru
2009. Á þessum tíma var óðaverðbólga
og matur, lyf og húsnæðiskostnaður
hækkaði mikið.
Núverandi rík-
isstjórnarflokkar lofuðu
fyrir kosningar að leið-
rétta skerðingar fyrri
stjórnar. Eygló Harð-
ardóttir félags- og hús-
næðismálaráðherra
sagði í Útvarpi Sögu að
það væri búið að leið-
rétta bætur til öryrkja
og eldri borgara frá
2008-13. Þetta var svar
hennar við fyrirspurn
Helga Hrafns Gunn-
arssonar þingmanns Pí-
rata um útgjöld vegna
almannatrygginga. Spurning Helga
var hversu há útgjöld ríkisins væru til
almannatrygginga sem og greiðslur
samkvæmt lögum á árinu 2014 og þá
hver væru útgjöldin ef greiðslurnar
hefðu tekið breytingum á hverju ári í
samræmi við 69. gr. laga um almanna-
tryggingar frá 2008.
Í svarinu er öllum bótaflokkum og
þar með meðlagsgreiðslum, sem eru
ekki hluti bótaflokkanna, blandað
saman og búið til meðalatal allra
flokka og þannig fengið að bæturnar
hefðu hækkað um 50-60% á tímabilinu
frá 2008 til 2014.
Hver býr til svona svar til ráðherra
og er tilgangurinn að plata ráðherra,
þingmanninn sem bar fram fyr-
irspurnina og þá einnig alþingismenn?
Við öryrkjar og eldri borgarar
borgum ekki af húsnæðislánum okkar
með röngu meðaltali um hækkanir á
bótum, sem aldrei voru hækkaðar,
sem er lögbrot. Við borðum heldur
ekki kökulínurit sem sýna að við séum
með hærri bætur í dag, en við höfðum
2008. Við tórum á smánarbótum sem
eru alltaf að lækka vegna keðjuverk-
andi skerðingar og þá er stór hlutur
lífeyrissjóðsgreiðslna okkar notaður
til að stöðva allar hækkanir. Notaður í
boði verkalýðsfélaganna til að stór-
lækka bætur okkar með verðtrygg-
inguna að vopni.
Veðtryggingin á að vera svo góð
fyrir okkur sem erum á lífeyri frá líf-
eyrissjóðum. En er þetta rétt? Nei,
því lífeyrissjóðsgreiðslur mínar hafa
bara hækkað um 23,5% frá 2008-13
eða bara um 3,5% umfram bætur frá
Tryggingastofnun ríkisins. Inn í þessa
tölu vantar skerðingu um 10% frá líf-
eyrissjóðnum vegna bankahrunsins.
Hver sér til þess að skattleggja og
skerða krónu á móti krónu barnabæt-
ur frá lífeyrissjóðum, en ekki barna-
bætur frá TR? Til hvers er verið að
borga þessar barnabætur frá lífeyr-
issjóðunum, sem eru eingöngu skatt-
ur fyrir ríkissjóð, en ekki bætur fyrir
börnin? Er ekki kominn tími til að
bera ábyrgð og hætta þessum keðju-
verkandi skerðingum hist og her um
alla bótaflokka?
Að það sé gott að fá ekki laun er
ekki bara fáránlegt fyrir öryrkja,
heldur hámark heimskunnar að setja
þannig skerðingarlög. Laun eiga að
vera fagnaðarefni, en ekki böl og hvað
þá refsing til að skerða þær litlu bæt-
ur sem fyrir voru. Skerðing á launum
öryrkja eftir rúmt ár er eignaupptaka
og því lögbrot. Hættum þessum lög-
brotum á eldri borgurum og veiku
fólki strax og gerum launtekjur fyrir
alla eftirsóknarverðar.
Lífeyrissjóðstekjur skerða leigu-
bætur, styrki, laun og koma í veg fyrir
lækkun fasteignagjalda. Þá er það
undarlegt að öryrki þarf að halda
áfram að greiða allt að 100-150 þús-
und krónur á ári af smánarbótum sín-
um í námslán til LÍN.
Þetta kerfi okkar í dag er einfald-
lega skert vitsmunalega og virkar full-
komlega sem refsing, ef það var og er
tilgangur þess. Öryrkjum og eldri
borgurum er refsað, það er staðreynd,
það eru einfaldlega teknar af mér um
50-60.000 kr. eftir skatt á mánuði eða
600-720.000 kr. á ári.
Leiðrétting bóta
Eftir Guðmund Inga
Kristinsson » Á mannamáli eru
þetta um 83.000
krónur á mánuði fyrir
skatt og um 98.000
krónur ef launavístalan
er tekin inn í dæmið.
Guðmundur Ingi
Kristinsson
Höfundur er öryrki og formaður
BÓTar.