Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 87

Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 87
MINNINGAR 87 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 ✝ Ingibjörg ÓskÓskarsdóttir fæddist á Gunn- arsstöðum í Þist- ilfirði 1. ágúst 1936. Hún lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans við Hring- braut 11. október 2014. Foreldrar henn- ar voru Sigurbjörg Jósíasdóttir, f. 4. maí 1914, d. 23. mars 2010, og Óskar Stefánsson, f. 16. nóv- ember 1911, d. 28. maí 1997. Systkini Ingibjargar eru Stefán Agnar, f. 25. júlí 1938, d. 20. nóv- ember 2011, Guðný Ósk, f. 16. október 1939, Pétur Ævar, f. 9. september 1946, og Þröstur Valdimarsson, f. 4. desember 1960. Ingibjörg giftist Gunnari Har- aldssyni frá Borg í Grímsnesi, f. börn eru Björgvin Bragi, f. 28. janúar 2000, Silja Sjöfn, f. 10. september 2003, Daníel Ellert, f. 18. september 2008. Jóna Petra, f. 28. júní 1982, maki Kristinn Páll Pálsson. Börn þeirra eru Anton Máni, f. 8 júlí 2003, Júlía Rós, f. 9. júní 2009, Atli Hrafn, f. 27 apríl 2011. Magnús Þór, f. 8. nóvember 1983, maki Benta Magnea Briem. Hólmfríður Ósk, f. 18. ágúst 1989, maki Elvar Sig- urðsson, og Elís Barri, f. 11. des- ember 1994. 3) Haraldur Ragnar Gunnarsson, f. 18. apríl 1965, maki Ragna Ársælsdóttir, f. 10. júní 1965. Börn þeirra eru Þor- steinn Andri, f. 22. júní 1990, Inga Björk, f. 7. júlí 1994 og Ragna Björg, f. 19. apríl 2001. Ingibjörg ólst upp á Stað í Borgarfirði, flutti ung að árum til Reykjavíkur og hélt heimili með Óskari föður sínum á Laugavegi 161. Flutti síðan í Skipasund 46 og bjó þar alla tíð. Ingibjörg starfaði hjá Ál- heimabakaríi, síðar Myllunni, allt til starfsloka. Útför Ingibjargar fer fram frá Áskirkju í dag, 23. október 2014, og hefst athöfnin kl. 15. 3. apríl 1935, þau skildu. Sambýlis- maður Ingibjargar er Hörður Smári Hákonarson múr- arameistari, f. 16. janúar 1938 í Reykjavík. Börn Ingibjargar eru: 1) Anna María Gests- dóttir, f. 20. febrúar 1956, maki Ellert Þór Hlíðberg, f. 28. ágúst 1954. Synir þeirra, Brynjar Örn Hlíðberg, f. 17. september 1974, d. 18 ágúst 2001, Daníel Bragi, f. 25. mars 1980, unnusta hans er María Helgadóttir, f. 17. nóvember 1985. Börn þeirra eru Victor Breki, f. 10. júní 2006, og Nadía Ýr, f. 5. maí 2010. 2) Óskar Guðni Gunnarsson, f. 10. apríl 1963, maki Sjöfn Magnúsdóttir. Börn Sjafnar eru Ellen Dana, f. 22 ágúst 1978, skilin, hennar Mig langar að minnast hennar Ingu, konunnar hans pabba, í ör- fáum orðum. Það var mikil gæf- ustund fyrir pabba minn þegar hann kynntist Ingu sinni fyrir meira en þrjátíu árum. Síðan þá hafa þau verið óaðskiljanleg og búið saman í litla húsinu í Skipa- sundi. Þangað var gott að koma. Ingi- björg, sem alltaf var kölluð Inga, tók manni alltaf eins og langþráð- um gesti. Hún var listagóður kokkur og snilldarbakari og alltaf var eitthvað gott komið á borðið næstum á samri stundu og maður kom inn fyrir dyrnar. Hún hafði líka gefandi nærveru og átti alltaf góð ráð handa manni í vanda- málum lífsins. Við hana var hægt að tala um allt. Hún hefur reynst mér og börnunum mínum vel enda einstaklega góð manneskja, hjartahlý og hreinskilin. Hún var mikill friðarsinni og kom alltaf fram til sátta og samlyndis í sam- skiptum sínum við alla. Talaði vel um samferðafólk og hélt fremur á lofti því góða sem hjá því var að finna. Síðustu árin átti Inga við veik- indi að stríða en það var alltaf stutt í húmorinn hjá henni. Hún sá alltaf broslegar hliðar á tilverunni og gleðin var aldrei langt undan. Hún kvartaði aldrei og bar sig vel þótt hún væri stundum sárþjáð. Allt fram á síðustu stund trúðum við því að hún myndi ná sér en nú hefur hún yfirgefið okkur, allt of snemma að mér finnst. Öll nær- vera hennar gerði mig að betri manneskju og ég vil þakka henni fyrir að hafa fengið að vera henni samferða þennan áfanga á lífsleið- inni. Við Inga vorum mjög nánar, sérstaklega þetta síðasta ár. Það hefur gefið mér mikið að fá að vera með henni í þessari baráttu og þá ekki síst ferðalagið okkar pabba, Ingu og Guðnýjar systur hennar um Vestfirði í sumar. Þetta var skemmtileg ferð og Inga naut þess að vera með okkur á ferð um landið. Ekki vissum við þá að þetta yrði síðasta ferðin en minningarnar geymi ég í hjarta mér. Elsku Inga okkar, þín verður sárlega saknað. Farðu í guðs friði og þakka þér fyrir allt og allt. Guðný Svana Harðardóttir. Elsku Inga mín, mikið er sárt að kveðja þig. Þú vildir öllum svo vel og með góðmennsku þinni heillaðist fólk af þér. Notalegt var að koma í Skipasundið þar sem maður var ætíð velkominn, þú sast iðulega við eldhúsborðið með Rás1 á, að hekla listaverk, glugga í mataruppskriftir eða við eldavél- ina að malla eitthvað gómsætt. Bakaðir bestu pönnukökurnar og kransakökurnar, varst snillingur að grafa fisk. Enginn fór svangur frá þínu borði og fólk hafði á þér matarást. Þér fannst gaman að ferðast, þið systur ljómuðuð í bíltúrnum um æskuslóðir ykkar í Borgarfirði á afmælinu þínu fyrir þremur ár- um. Fórum að gamla íbúðarhús- inu og þið bönkuðuð á dyr, keyrð- um svo um allar sveitir. Sumarbústaðaferðir og ferðir til Spánar. Njóta góðs matar en víni varstu ekki hrifin af, einstaka lí- kjör með kaffinu var ágætt. Hlóg- um oft að því þegar amma drakk heila flösku á leiðinni til Benidorm og lét flugfreyjuna selja sér sund- bol sem sólin átti að skína gegn- um. Flaskan var bara „miniature“ og ekki passaði bolurinn. Fórum til Calpe þegar þú varst sjötug. Gaman var að sjá ykkur Smára leiðast og fara í göngutúra þegar þið voruð búin að ná áttum og treystuð ykkur til að villast ekki. Sjötug skelltir þú þér í fyrsta sinn í tívolítæki og hlóst mikið þegar við svifum um loftin, spáðir í hvað mamma gamla myndi segja ef hún sæi til þín. Brunch í Turninum á 75 ára afmælinu þér fannst útsýn- ið og maturinn dásamlegur enda sátum við í rúma tvo tíma, svona gjafir þóttu þér bestar. Þú áttir nóg af ást, umhyggju, kærleika, þolinmæði og tíma, reyndist okkur yndisleg alla tíð. Varst elskuð af foreldrum mínum, systrum og fjölskyldum. Varst börnum okkar yndisleg amma, þið Smári boðin og búin öllum stund- um að sækja og skutla þeim í leik- skóla, skóla, á æfingar eða hvað sem var. Fylgjast með þeim í íþróttum, fótbolta, ballett og fim- leikum og dugleg að koma á sýn- ingar. Bjóða næturgistingu eða koma og gæta þeirra. Sá tími er nú enn dýrmætari að hafa átt og geyma í minningunni. Nafna þín var dugleg að plata ömmu til að kaupa eitt og annað í Kolaportinu eða annars staðar. Stundum var spurning hvort hún hafði platað þig eða þú hana, „amma bara varð að gefa mér þennan kjól, ég er svo fín í bláu segir hún“. Hún spurði eitt sinn á Spáni hvort það væri ekki hægt að kaupa visakort handa ömmu, vorkenndi þér að eiga ekkert visakort. Þú varst stolt af þeim og fylgdist vel með þeim í námi, leik og starfi. Gaman þótti þér koma og skoða myndir í tölvunni frá heimsreisu Þorsteins og félaga sl. vetur. Þú ætlaðir sannarlega að fylgjast með kom- andi heimsreisu Ingu, nöfnu þinn- ar, og taka þátt í komandi ferm- ingu Rögnu. Verðum að standa okkur í kransa- og rice krispies- kökugerð án þín. Nú er komið að leiðarlokum sem urðu mjög óvænt þrátt fyrir veikindi. Óraði ekki fyrir að síð- asta stundin okkar með þér yrði 8. október þegar við nöfnur komum að heimsækja þig á Landspítal- ann, hún með fermingarskóna sína beint af pósthúsinu, til að sýna ömmu og spígsporaði fyrir okkur um stofuna, amma alveg með blik í augum. Við tekur að aðlagast lífinu án þín, við munum hlúa vel að Smára. Ég vona að þú sért á besta stað sem hægt er að vera á, það átt þú skilið og þar hafi verið tekið vel á móti þér af ástvinum sem bíða í röðum og sért að horfa á Downton Abbey. Elsku Inga mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Þín tengdadóttir, Ragna. Elsku amma, ég á ávallt eftir að sakna þín svo innilega. Það er voða leiðinlegt að þú skulir missa af fermingunni minni og getir ekki gert frægu kransakökuna þína og annað gotterí sem þú gerðir best af öllum. En ég veit að þú átt eftir að gefa mér lukku á fermingar- daginn minn og þú átt alltaf eftir að eiga stað í hjarta mínu ásamt Rögnu ömmu. Getur þú skilað kveðju til allra þarna uppi og sagt þeim að ég elski þau og sakni þeirra og þín líka. Eins og við sögðum alltaf þegar við vorum að kveðjast, „lovjú“. Ég samdi lítið ljóð til þín: Elskuleg amma mín Ingibjörg Ósk. Svo sárt ég sakna þín, að þér líði vel er mín helsta ósk. Við gerðum svo margt saman allt það skemmtilega. Það var sko gaman, minningar svo fallegar. Elsku amma, ég þakka þér fyr- ir allt. Þín Ragna Björg (rús). Elsku amma mín. Ég sit og skrifa með tárin í augunum, hlusta á lagið okkar Umvafin englum sem þér fannst svo fallegt, baðst mig að spila það aftur og aftur. Þú varst svo mikið meira en amma mín, fyrirmynd mín í lífinu. Hugsaðir um alla fremur en þig sjálfa. Varst yndisleg, óeigingjörn og góðhjörtuð. Sárt, elsku fallega amma, að geta ekki hringt í þig þegar eitthvað bjátar á, þú pass- aðir svo vel upp á mig, fylgdist með ég fengi örugglega næga hvíld. Þótt þú kveldist hugsaðir þú bara um líðan annarra. Þið afi haf- ið verið mér ómetanleg. Litla frekju nammigrísnum sem þið dekruðuð. Þú tilbúin með mat fyr- ir mig eftir skóla og afi skutlaðist með mig fram og til baka á æfing- ar og annað. Þetta voru mín bestu ár og get ég þakkað ykkur fyrir það. Þú varst grínisti og ófá skiptin sátum við og hlógum okkur mátt- lausar yfir alls konar vitleysu. Síð- ast þegar ég kom í heimsókn á spítalann var ég með fullt af Snic- kers, það var það með því síðasta sem þér tókst að koma ofan í þig. Sátum og spjölluðum, þú sagðir mér að þú hefðir fengið örlítið hjartaflökt. Sagðir að þú værir nú meiri konan að leggja það á þig, þú sagðir „svona er ég athyglis- sjúk, verð að láta alla vita af mér hérna“. Á margar góðar minningar um þig og með þér. Spánarferðir, Frostrósatónleika, skötuboð. Erf- itt að hugsa til þess að fá ekki ömmupönnsur, grjónagraut og rice krispies-kökur eða búa til laufabrauð og smákökur fyrir jól- in. Sitja og spjalla um allt milli himins og jarðar, smjatta á mangó og súkkulaðibrauði. Hafðir alltaf áhyggjur af að ég væri svöng, passaðir að ég væri vel nærð áður en ég færi á æfingu eða að þjálfa. Þér fannst brauð með súkkulaði fínasta máltíð, en ég varð að fá margar sneiðar. Flink í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Hekl var þín sérgrein og á ég mikið af fallegum hlutum eftir þig. Börnin á Barnaspítala Hringsins fengu blóm í hárið frá þér og þú varst svo ánægð að geta glatt þau. Mér tókst að smita þig af jóla- gleði um miðjan október, báðar mikil jólabörn. Nánast öll jól hef ég verið með ykkur afa, besti tími ársins. Gleymi ekki fyrsta skipt- inu sem við bökuðum Sörur, svo spenntar en smáklúður. Þú hand- viss um að það ætti að nota kaffi- duft, ekki pressað kaffi. Ég sam- þykkti, þú varst snillingurinn. Þetta endaði fullkomlega að okkar mati, enginn vildi sjá kökurnar, það var svo mikið kaffiduft í krem- inu. Við fengum að borða þær í friði. Þetta fannst okkur fyndið. Ætlaði að baka með þér fyrir jólin, engar áhyggjur ég baka nóg handa afa líka. Þú varst alltaf stolt af mér, montaðir þig þegar mér gekk vel í skólanum eða hvað ég væri dugleg. Alltaf að hrósa mér, passa upp á að ég myndi klára að mennta mig, það væri fyrir öllu. Elsku amma mín, það er svo margt að þakka þér. Kveð þig með ljóðinu sem ég, þú og afi sömdum þegar ég var rúmlega þriggja ára sem okkur fannst svo skemmti- legt og átti vel við okkur. Þú að baka, ég að reyna að herma á meðan að afi var svangur að bíða. Amma notar ýmis tól, ekki er því að leyna. Inga stendur uppi á stól, og allt vill þetta reyna. Afi er með garnagól, og glefsar því í steina. Takk, amma mín, fyrir allt sem þú hefur kennt mér, verndaðu mig og leiðbeindu mér í lífinu. Veit að þú vilt að ég sé sterk og stend við loforð mitt og passa upp á afa og alla. Á marga fallega engla sem taka á móti þér og nú getið þið amma Ragna passað upp á okkur öll. Kveð þig eins og síðast. Ég elska þig. Þín nafna Inga Björk. Hún Inga er farin frá okkur og mig langar að minnast þeirrar góðu konu. Henni kynntist ég þegar hún og Smári vinur minn rugluðu saman reytum fyrir meira en þrjátíu árum og fóru að búa saman í Skipasundi 46. Ósjaldan lagði maður leið sína þangað og alltaf var manni jafn vel tekið. Nærvera Ingu andaði frá sér hlýju og góðvild og alltaf lagði hún gott til mála hvort sem var í orði eða verki. Inga var snillingur í matargerð og alltaf var eitthvert ljúfmeti komið á borðið um leið og maður var kominn inn fyrir dyrnar. Inga var sífellt veitandi og góðsemi hennar við aðra átti sér lítil tak- mörk. Það fann ég best þegar ferming dóttur minnar stóð fyrir dyrum. Þá bauðst Inga til að baka kransaköku fyrir veisluna og tók ekkert fyrir sína fyrirhöfn. Þetta hefðu ekki margir vandalausir gert en þannig var Inga, sífellt að gefa af sér til samferðafólksins. Þegar ég varð nágranni þeirra Ingu og Smára, fyrir nokkrum ár- um, hafði hún þegar kennt þess sjúkdóms sem varð henni að ald- urtila en alltaf bar hún sig vel. Svo vel að endalokin komu okkur öll- um í opna skjöldu. Hún var ekki ein af þeim sem kvarta þótt lífið hefði stundum farið um hana óm- júkum höndum. Hún var mikill húmoristi og sá alltaf bjartari hlið- arnar á tilverunni og það var stutt í hláturinn og gleðina sem hún dreifði í kringum sig af miklu ör- læti. Ég minnist þess þegar við Inga fórum í gönguferð í sumar niður í Laugardal. Bæði vorum við ný- komin úr læknismeðferð og fórum okkur hægt. Inga réð ferðinni og svo vildi hún líta inn í Húsdýra- garðinn. Hún sagði að eldri borg- arar fengju ókeypis aðgang og benti mér á að bera mig hrumlega því enn vantaði mig nokkur ár til að uppfylla skilyrðin. Ég gerði svo en hélt mig þó við hlið Ingu fjær hliðverðinum. „Eldri borgarar!“ tilkynnti Inga og við gengum inn viðstöðulaust. Þá var Ingu skemmt. Það var leitun að jafn heiðarlegri og hreinskiptinni manneskju og Ingu en svona sak- laust glens fannst henni bara skemmtilegt. Inga var mikill hannyrðasnill- ingur og litlu gripirnir sem hún heklaði, hálsmen og armbönd, voru hreinustu listaverk. Hún hafði engar fyrirmyndir en hann- aði gripina í huga sér jafnóðum og hún bjó þá til. Fólk undraðist hvernig hún gat unnið þetta fal- lega smágerða handverk eftir að sjónin var farin að gefa sig en Inga hafði einhverja innri sjón sem fáum er gefin og útkoman var sannarlega aðdáunarverð. Inga var heilsteypt og góð kona og við hana var hægt að ræða um allar hliðar tilverunnar. Það var mannbætandi að kynnast henni. Ég vil þakka henni fyrir góðar samverustundir og votta Smára, börnum hennar og allri hennar fjölskyldu mína innilegustu sam- úð. Jón M. Ívarsson. Ingibjörg Ósk Óskarsdóttir ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN RAGNARSDÓTTIR, Dverghömrum 42, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 7. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fjölskyldan þakkar auðsýnda samúð og vináttu. Matthías Helgason, Lovísa Matthíasdóttir, Reynir Matthíasson, Lone Hedtoft, Lúðvík Matthíasson, Elínar Arnardóttir, Baldvin Smári Matthíasson, Jóna Gylfadóttir, Ragnar Matthíasson, Sólrún Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, SIGURÐUR BALDURSSON læknir, varð bráðkvaddur mánudaginn 20. október í Svíþjóð. Útför verður auglýst síðar. Jóhanna Ingvarsdóttir, Jóhanna María Sigurðardóttir, Arnar Þórisson, Erna Guðrún Sigurðardóttir, Jón Axel Jónsson, Baldur Sigurðsson, Hera Líf Liljudóttir, Ingvar Sigurðsson, Helen Jónsdóttir, Selma Sigurðardóttir, Sigurveig Þórarinsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær, yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, dóttir og amma, GUÐRÍÐUR ÁSGRÍMSDÓTTIR, Keilufelli 15, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 18. október. Útför hennar fer fram frá Guðríðarkirkju þriðjudaginn 28. október kl. 13.00. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á líknardeild Landspítalans og hjúkrunarþjónustu Karitas. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeild Landspítalans eða Minningarsjóð Karitas. Ása Lára Þórisdóttir, Sigurður Hervinsson, Erla Súsanna Þórisdóttir, Freyr Alexandersson, Lára Guðnadóttir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir og amma, KRISTRÚN STEFÁNSDÓTTIR, til heimilis að Víðihlíð 18, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeildinni í Kópavogi mánudaginn 20. október. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. október kl. 15.00. Garðar Árnason, Kristrún Lísa Garðarsdóttir, Nils Johan Torp, Vilborg Anna Garðarsdóttir, Þorgrímur Hallsteinsson, Selma Rún, Garðar Helgi, Knut Aleksander og Sara Marlen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.