Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 105
MENNING 105
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014
BRÁÐSKEMMTILEG
MYND FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA
Ísl. tal
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
16
16
16
16
L
BORGRÍKI 2 Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:10
KASSATRÖLLIN 2D Sýnd kl. 5:50
GONE GIRL Sýnd kl. 10
DRACULA UNTOLD Sýnd kl. 8 - 10:20
TOMBSTONES Sýnd kl. 5:40 - 8
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND UM
EINKASPÆJARA SEM FLÆKIST INN Í
HEIM EITURLYFJASALA
LIAM NEESON
ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSON
-Empire
-H.S.S., MBL
-H.S., MBL
★★★★★
-T.V., biovefurinn
★★★★★
-V.J.V., Svarthöfði.is
Kammerpönktríóið Malneirop-
hrenia heldur tónleika í menning-
arhúsinu Mengi í kvöld kl. 21.
Hljómsveitin hefur leikið með
hléum í áratug, haldið nokkra
kvikmyndatónleika og gaf út plöt-
una M árið 2011. „Tónlistin er
frjálsleg blanda af nýrri og gam-
alli klassík, kvikmyndatónlist,
rokki, óhljóðum og melódramatík,“
segir um tónlist Malneirophreniu í
tilkynningu. Tónleikarnir í kvöld
verði þeir fyrstu frá ársbyrjun
2012 og hljómsveitinu vinni nú að
nýju efni auk þess að vinna að
endurhljóðblöndunarverkefni í
samstarfi við ólíka raftónlist-
armenn, m.a. Sigtrygg Berg Sig-
marsson.
Tónleikarnir í Mengi verða tví-
skiptir. Malneirophrenia mun
fyrst frumflytja nýtt efni og leika
brot úr verkum eftir Franz Schu-
bert og David Shire. Að því loknu
leikur hljómsveitin efni af plötunni
M undir völdum atriðum úr kvik-
myndinni Voyage to the Planet of
Prehistoric Women frá 1967 sem
er „nokkurs konar b-endurvinnsla
framleiðandands Rogers Cormans
og leikstjórans Peters Bogd-
anovich á sovésku vísindamynd-
inni Planeta Bur frá 1962 – und-
arlegt barn síns tíma sem mun
hljóta enn undarlegra yfirbragð
undir óvægnum kammer-
pönktónum“, eins og segir í til-
kynningu.
Hverjum seldum tónleikamiða
mun fylgja rafrænt niðurhal af
tveimur fyrstu hlutum endur-
hljóðblöndunarverkefnisins M-
Theory með verkum eftir raf-
tónlistarmennina Futuregrapher,
Lord Pusswhip, Buss 4 Trikk og
Sigtrygg Berg Sigmarsson.
Frjálslegt Malneirophrenia leikur frjálslega blöndu af nýrri og gamalli
klassík, kvikmyndatónlist, rokki, óhljóðum og melódramatík.
Tvískiptir tónleikar
Malneirophreniu
Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræð-
ingur með meiru, og listamaðurinn
og hönnuðurinn Sigga Rún Krist-
insdóttir, munu í dag, fimmtudag
klukkan 17, bera saman bækur sín-
ar á sýningunni Flögr sem stendur
yfir í Eiðisskeri, sýningarsal Sel-
tirninga við Eiðistorg. Á sýning-
unni hefur fágætum munum úr
Náttúrugripasafni Seltjarnarness
verið komið fyrir í sýningarsalnum
til að undirstrika fínlegar blek-
teikningar Siggu Rúnar af fuglum.
Í verkum sínum leggur hún áherslu
á að draga fram sérstök einkenni
viðfangsefnisins.
Sigga Rún er útskrifuð úr
Listaháskóla Íslands, hefur haldið
sýningar og er kunn fyrir verkefnið
„Líffærafræði leturs“.
Samtals listamanns og fuglafræðings
Teiknarinn Sigga Rún Kristinsdóttir.