Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 62
62 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 DREIFARAR • SNJÓTENNUR • SNJÓBLÁSARAR • SLITBLÖÐ A. Wendel ehf | Tangarhöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 551 5464 | wendel.is Tæki til vetrarþjónustu Stofnað 1957 Peking. AFP. | Um 2.400 manns voru tekin af lífi í Kína á síðasta ári, að því er fram kemur í nýrri skýrslu mann- réttindahreyfingarinnar Dui Hua- stofnunarinnar sem er með aðsetur í Bandaríkjunum. Aftökunum fækkaði um 20% frá árinu áður. Alls voru um 12.000 manns tekin af lífi í Kína árið 2002 og aftökunum hefur fækkað mjög á síðustu árum. Kína er þó enn það ríki sem tekur flesta af lífi og aftök- urnar þar eru fleiri en í öllum öðrum löndum heims samanlagt, að sögn mannréttindahreyfingarinnar. Alls voru að minnsta kosti 778 manns tekin af lífi í öðrum löndum en Kína á síðasta ári, að því er fram kom í skýrslu sem mannréttinda- samtökin Amnesty International birtu fyrr á árinu. Yfirvöld í Kína veita engar upplýsingar um aftökur í landinu og líta á þær sem ríkis- leyndarmál. Telur líklegt að aftökum fjölgi í ár Dui Hua-stofnunin segir að niður- stöður skýrslunnar byggist á upp- lýsingum frá embættismanni í kín- verska dómskerfinu sem hafi aðgang að gögnum um aftökur í landinu. Hún telur að þrátt fyrir fækkunina á síðustu árum sé líklegt að aftök- unum fari að fjölga að nýju í ár, með- al annars vegna þeirrar stefnu stjórnvalda í Peking að taka hart á sjálfstæðisviðleitni Uighura í Xinji- ang-héraði. Hundruð manna hafa verið dæmd sek um aðild að hryðjuverka- starfsemi í héraðinu. Dui Hua-stofnunin segir að aftök- unum hafi fækkað eftir að hæstirétt- ur landsins fékk aftur vald til að endurskoða alla dauðadóma árið 2007. Hæstirétturinn hafi hnekkt um 39% dauðadóma sem hann endurskoðaði á síðasta ári og vísað málunum aftur til undirdómstóla. bogi@mbl.is Aftökur Íran 369+ Írak 169+ Kína þúsundir Upplýsingar um aftökur eru ríkisleyndarmál í Kína og talið er að aftökurnar þar séu fleiri en í öllum öðrum löndum heims samanlagt Mannréttindahreyfingin Dui Hua-stofnunin segir að 2.400 manns hafi verið tekin af lífi í Kína á síðasta ári Aftökur í heiminum A.m.k. 778 aftökur voru staðfestar á síðasta ári, að sögn Amnesty International Sádi- Arabía Banda- ríkin 3979+ 13+ Sómalía 34+ Súdan 21+ JapanJemen 8 Víetnam 7+ Taívan 6 Kúveit 5 Indónesía 5 Botsvana Indland1 1 Nígeria 4 Malasía 2+ Afganistan 2 Bangladess 2 Gaza- svæðið 3+ Suður- Súdan 4+ Norður- Kórea Fregnir herma að minnst 70 manns hafi verið teknir af lífi. Amnesty telur að aftökurnar hafi verið miklu fleiri + sýnir að um lágmarks- tölu er að ræða Hálshöggning Aftökuaðferðir RafmagnsstóllBanvæn lyfjagjöf HengingAftökusveit Sádi- Arabía BandaríkinBandaríkin, Kína, Víetnam Afganistan, Bangladess, Botsvana, Indland, Íran, Írak, Japan, Kúveit, Malasía, Nígería, Gaza, S-Súdan, Súdan Kína, Indónesía N-Kórea, Taívan, Sádi-Arabía, Sómalía, Jemen Heimild: Dauðadómar og aftökur árið 2013, Amnesty International/Dui Hua-stofnunin 2.400 manns tekin af lífi í Kína Vopnaður maður skaut á hermann við stríðsminnisvarða í Ottawa í gær og réðst síðan inn í kanadíska þinghúsið í borginni. Hermaðurinn lést skömmu síðar af sárum sínum. Til skotbardaga kom í þinghúsinu og var árásarmaðurinn skotinn til bana. Einnig var hleypt af byssum í nálægri verslunarmiðstöð og nokkrum byggingum á svæðinu var lokað. Talið var að einn eða tveir aðrir hefðu tekið þátt í árásinni. Hún var gerð nokkrum klukkustundum eftir að yfirvöld í Kanada vöruðu við hættu á hryðjuverkum í landinu eft- ir að maður, sem hafði snúist til ísl- amskrar trúar, ók af ásettu ráði á bíl tveggja hermanna og varð öðr- um þeirra að bana. Á myndinni er hermaðurinn borinn í sjúkrabíl, áð- ur en hann lést. AFP Hermaður skotinn til bana Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa farið lofsamlegum orðum um fram- lag Kúbu til baráttunnar gegn ebólu- faraldrinum í Vestur-Afríku og svo virðist sem framlagið hafi ýtt undir þíðu í samskiptum ríkjanna eftir ára- tuga fjandskap. Þrátt fyrir efnahagserfiðleika hef- ur kommúnistastjórnin á Kúbu nú þegar sent 165 lækna og hjúkrunar- fræðinga til Síerra Leóne til að að- stoða í baráttunni við ebólu. 83 læknar og hjúkrunarfræðingar voru í gær á leiðinni til Líberíu og Gíneu og stjórnin í Havana hefur lofað að leggja til meira en 200 heilbrigðis- starfsmenn til viðbótar. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hrósaði Kúbu fyrir „skörulegt“ framlag til baráttunnar gegn ebólu. „Kúba, land með aðeins ellefu milljónir íbúa, hefur sent 165 heilbrigðisstarfsmenn og hyggst leggja til nær 300 í viðbót,“ sagði Kerry þegar hann ræddi við stjórnarerindreka í Washington. Framlagi Kúbumanna var einnig hrósað í forystugrein í The New York Times sem sagði það sýna að kostir þess að Bandaríkin tækju aft- ur upp stjórnmálasamband við Kúbu væru miklu stærri en ókostirnir. Mikilvæg tekjulind Leiðtogar Kúbustjórnar hafa endurgoldið hrósið. Fidel Castro, sem settist í helgan stein árið 2008, sagði í grein sem birt var á laugar- dag að Kúbumenn myndu „með glöðu geði vinna með bandarískum starfsmönnum“ í baráttunni við ebólu. Bróðir hans og eftirmaður, Raúl, tók í sama streng á fundi um ebólu í Havana á mánudaginn var. Stjórnin á Kúbu er mjög stolt af heilbrigðiskerfi sínu og hefur sent um 135.000 heilbrigðisstarfsmenn til annarra landa frá árinu 1960, m.a. til að taka þátt í neyðaraðstoð. Um það bil 50.000 læknar og hjúkrunarfræð- ingar starfa nú í 66 löndum í Róm- önsku Ameríku, Afríku og Asíu. Kúba byrjaði að taka greiðslur fyrir þjónustuna árið 2004 og hún er orðin mikilvæg tekjulind. AFP Fræðsla Fyrirlesari á fræðslufundi í New York fyrir starfsfólk bandarískra sjúkrahúsa um öryggisráðstafanir við umönnun ebólusjúklinga. Framlagi Kúbu- manna hrósað  Leggja til hundruð manna gegn ebólu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.