Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 98

Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 98
98 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 Háholti 13-15 Mosfellsbæ, Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík, s 566 6145, mosfellsbakari.is KAHLÚAeftirréttir Við erum stolt af starfsmönnum okkar sem hrepptu öll verðlaunasætin í eftirréttakeppni Kahlúa sem haldin var í maí síðastliðinn. Við bjóðum allar þrjá vinningseftirréttina til sölu í verslunum okkar á Háaleitisbraut 58-60, Rvk. og Háholti 13-15, Mosfellsbæ. Fullkominn endir á góðu kvöldi... Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Við erum mjög heppnir að vera boð- ið aftur til Íslands,“ segir Wayne Coyne, forsprakki bandarísku rokk- sveitarinnar The Flaming Lips sem kemur til með að spila á Iceland Airwaves-hátíðinni sem stendur dag- ana 5. til 9. nóvember næstkomandi. „Um tíma leit jafnvel út fyrir að við myndum aldrei koma aftur til Ís- lands. Við höfðum mjög gaman af því þegar við spiluðum á Iceland Air- waves árið 2000 og ferðin er mjög eft- irminnileg. Þá spiluðum við meðal annars með Suede og Thievery Cor- poration, borðuðum rotinn hákarl sem var ógeðslegur, kíktum á eld- fjöllin og Bláa lónið. Það var töfrum líkast. Það var á þeim tíma er ákveðin dulúð umlukti enn Reykjavík. Það var mjög gaman að upplifa borgina þannig,“ segir Coyne en hann kveður Reykjavík hafa breyst talsvert út á við á þeim fjórtán árum sem liðin eru frá því sveitin steig síðast á svið á ís- lenskri grundu. Spila helstu slagarana Coyne segir að tónleikarnir í nóv- ember verði að öllum líkindum nokk- uð frábrugðnir þeim sem sveitin stóð fyrir um aldamótin en ákveðnir þætt- ir séu þó alltaf með svipuðu sniði. „Við munum eflaust spila vinsæl- ustu lögin af Yoshimi Battles the Pink Robots og The Soft Bulletin. Þar eru lög sem við spilum nær öll kvöld,“ segir hann en á þeim plötum má meðal annars finna lög á borð við „Do You Realize??“, „Race for the Prize“ og „Waitin’ for a Superman“. „Það eru samt engir tvennir tón- leikar nákvæmlega eins. Við reynum þó alltaf að vera eins háværir og kraftmiklir og við getum auk þess sem við reynum okkar besta til að tengjast hverjum viðburði tilfinn- ingalegum böndum. Okkur þykir einnig mikilvægt að vinna með áheyr- endum og mynda tengsl við þá. Við brúkum auk þess nær alltaf konfettí og hendum fullt af drasli út um allt,“ segir söngvarinn kíminn en sveitin er þekkt fyrir ansi skrautlega sviðs- framkomu. „Ég veit ekki hvort tónleikar okkar þykja svo tilraunakenndir í dag. Í kringum aldamótin vorum við ef til vill framúrstefnulegir og frumlegir en í dag eru mjög mörg bönd með svipaða sviðsframkomu og við,“ segir hann en kveðst þó mjög sáttur við að hljómsveitir líti til þeirra þegar kem- ur að því að halda uppi stemningu á tónleikum. Furðulega tengdir Bítlunum Áætlað er að fjórtánda breiðskífa The Flaming Lips, With a Little Help from My Fwends, komi út 28. október, aðeins nokkrum dögum áð- ur en sveitin stígur á svið í Vodafone- höllinni, sunnudaginn 9. nóvember. Á plötunni má finna þrettán lög sem öll eru unnin í samstarfi við annað tón- listarfólk, þar á meðal Moby og Miley Cyrus, en um er að ræða einskonar endurgerð plötunnar Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band með Bítl- unum sem kom út árið 1967. „Við höfum verið að spila „Lucy in the Sky with Diamonds“ á tónleikum að undanförnu. Við útfærum lagið á hægari og þyngri máta en það er vanalega og það kemur mjög vel út í bland við mikla ljósadýrð,“ segir Coyne en lagið vann sveitin einmitt með Moby og Miley Cyrus. Spurður út í það hví sveitin hafi lagst í að end- urgera Bítlaplötu segir hann það hafa ráðist af nokkurri tilviljun. „Við erum furðulega tengdir Bítl- unum. Fyrir tveimur vikum komum við til að mynda fram á tónleikum til heiðurs George Harrison ásamt syni hans. Við þekkjum einnig vel til Seans Lennons auk þess sem við höf- um unnið með Yoko Ono. Við erum í raun ekki að gera þetta meðvitað, við fylgjum bara eigin löngunum og það endar alltaf á því að við gerum tíu hluti á ári sem tengjast Bítlunum á einn eða annan hátt. With a Little Help from My Fwends varð í raun til fyrir slysni. Planið var aldrei að gera alla þessa plötu. Það var ekki fyrr en tveimur vikum eftir að við tókum upp lögin „Lucy in the Sky with Dia- monds“ og „A Day in the Life“ með Miley Cyrus að við ákváðum að slá til. Fólk ætlaði ekki að trúa því að við værum að vinna með söngkonunni en lögin hafa slegið í gegn hjá mörgum,“ segir Coyne. Konfettí og kúluferðir  The Flaming Lips heldur tónleika á lokadegi Iceland Airwaves  Hljómsveitin er þekkt fyrir skrautlega sviðsframkomu og tónleikagestir mega búast hávaða og kraftmiklum flutningi Töfrar „Þá spiluðum við meðal annars með Suede og Thievery Corporation, borðuðum rotinn hákarl, sem var ógeðslegur, kíktum á eldfjöllin og Bláa lónið. Það var töfrum líkast,“ segir Wayne Coyne, forsprakki The Flaming Lips, um Íslandsferð hljómsveitarinnar árið 2000 þegar hún lék á Iceland Airwaves.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.