Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 67
UMRÆÐAN 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014
Hrein
akstursgleði
BMW X3
www.bmw.is
BMW X3 ER TILBÚINN
Í NÆSTU ÁSKORUN.
PRUFUKEYRÐU NÝJAN BMW X3 Í DAG.
Meðan þú leitar að skemmtilegri upplifun, leitar BMW að tæknilegri fullkomnun. Allar aðstæður
eru kjöraðstæður fyrir BMW XDrive fjórhjóladrifskerfið í BMW X3. Þótt veðrið sé óútreiknanlegt
er akstursánægjan í X línunni eitthvað sem þú getur treyst á.
BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000
BMW X3 xDrive20d, verð frá:6.990.000 kr.
Miðað við uppgefnar viðmiðunartölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri.
Í fréttum RÚV 14. þessa mán-
aðar sagði forstjóri Samkeppniseft-
irlitsins eitthvað á þá leið að lítil
fyrirtæki ættu ekki í neinum vand-
ræðum með að átta sig á sam-
keppnislögum, en stjórnendur
stórra fyrirtækja ættu augljóslega
í miklu ströggli með að skilja regl-
urnar. Þessi ummæli eru allrar at-
hygli verð í ljósi þess hve óljós lög-
in eru og túlkun þeirra háð
mörgum matskenndum þáttum.
Samkeppnislög tóku fyrst gildi
hér á landi árið 1993, en þau
byggjast að verulegu leyti á lög-
gjöf frá Evrópusambandinu. Um er
að ræða almenn lög, þannig að ef
ákvæði sérlaga stangast á við
ákvæði samkeppnislaga þá ganga
ákvæði sérlaga framar.
Segja má að mikilvægustu
ákvæði laganna séu helst tvö, þ.e.
að því er möguleg brot gegn lög-
unum varðar. Um er að ræða 10.
gr. (ólögmætt samráð og samstarf
keppinauta) og 11. gr. (misnotkun
á markaðsráðandi stöðu). Orðalag
beggja ákvæðanna er afar mats-
kennt. Í 11. gr. laganna segir
þannig að „misnotkun eins eða
fleiri fyrirtækja á markaðsráðandi
stöðu er bönnuð“. Ákvæðið lætur
ekki mikið yfir sér, en í því felst í
raun krafa um afar flókna aðferða-
fræði til að staðreyna hvort hátt-
semi sé lögmæt.
Flókið og matskennt
Í fyrsta lagi þarf að skilgreina
þá markaði sem hlutaðeigandi að-
ilar starfa á og háttsemi varðar.
Þegar markaðir hafa verið skil-
greindir þarf í annan stað að meta
stöðu aðila á hlut-
aðeigandi mörkuðum.
Sé niðurstaða þess
mats sú að fyrirtæki
sé í markaðsráðandi
stöðu á skilgreindum
markaði þarf í þriðja
lagi að staðreyna
hvort hlutaðeigandi
fyrirtæki hafi misnot-
að þá stöðu.
Fyrrgreinda að-
ferðafræði þarf alltaf
að fara í gegnum áð-
ur en unnt er að stað-
reyna brot. Að því er fyrsta skoð-
unaratriðið varðar, þ.e.
framkvæmd markaðsskilgreininga,
þá er þar í raun um að ræða hag-
fræðilega nálgun á eðli samkeppn-
innar. Markaðsskilgreiningar geta
aldrei orðið nákvæm vísindi og
þær geta tekið breytingum frá
einum tíma til annars. Þá geta að-
ilar á markaði átt erfitt með að
afla sér upplýsinga sem nauðsyn-
legar eru til að unnt sé að skil-
greina markaði með sem nákvæm-
ustum hætti. Þeirra upplýsinga
geta samkeppnisyfirvöld oft og
tíðum aðeins aflað með þeim rann-
sóknarheimildum sem samkeppn-
islög veita þeim. Að þessu sögðu
má ljóst vera að framkvæmd
markaðsskilgreininga er ekki auð-
veld.
Að því er mat á stöðu aðila á
hlutaðeigandi markaði varðar, þá
þarf líkt og varðandi markaðs-
skilgreiningar að hafa aðgang að
nokkru magni upplýsinga, sem oft
og tíðum eru ekki aðgengilegar
aðilum. Við mat á stöðu skiptir
markaðshlutdeild verulegu máli,
en meginreglan er sú að meta
hlutdeild á grundvelli veltu aðila á
hinum skilgreinda
markaði. Upplýsingar
um þetta eru sjaldn-
ast opinberar. Þá þarf
að meta efnahags-
legan styrk mögulegs
markaðsráðandi fyrir-
tækis og keppinauta
þess, mögulegar að-
gangshindranir og
aðra þætti sem kunna
að hafa áhrif við mat
á stöðu. Líkt og varð-
andi markaðs-
skilgreiningar er mat
þetta aðallega byggt á sjón-
armiðum hagfræði en síður lög-
fræði.
Að lokum þarf að ganga úr
skugga um hvort háttsemi fyr-
irtækis, hafi niðurstaðan orðið sú
að hlutaðeigandi fyrirtæki sé
markaðsráðandi á hinum skil-
greinda markaði, feli í sér brot
gegn 11. gr. samkeppnislaga, þ.e.
er að staða fyrirtækisins hafi ver-
ið misnotuð. Samkeppnislög nefna
í dæmaskyni tilgreinda háttsemi
sem kann að fela í sér brot gegn
11. gr. samkeppnislaga, en sú
upptalning er ekki tæmandi. Að
því er verðmismunun varðar, svo
sú háttsemi sé nefnd sérstaklega,
þá þarf hið markaðsráðandi fyr-
irtæki að vera í vissu um hvaða
viðskiptavinir eru sambærilegir og
hvaða viðskipti eru sambærileg.
Líkt og gefur að skilja verður mat
á því hvað skal telja sambærilega
viðskiptavini eða sambærileg við-
skipti oft og tíðum örðugt og um
þetta greinir aðila og samkeppn-
isyfirvöld oft á.
Stór „bíll“ eða lítill?
Af fyrrgreindu leiðir að hin
matskenndu ákvæði laganna leiða
til töluverðrar óvissu í rekstri fyr-
irtækja. Það er m.ö.o. afar erfitt að
staðreyna allt fyrrgreint og vera
þannig í vissu um að fyrirhuguð
markaðsfærsla standist 11. gr.
samkeppnislaga. Ég tek stundum
dæmi um umferðarlög. Ákvæði
þeirra eru mjög skýr og umferð-
arskilti upplýsa ökumenn um það
hver sé leyfilegur hámarkshraði.
Ef umferðarlög væru hins vegar
áþekk samkeppnislögum, þá gæti
ákvæði um hámarkshraða verið á
þá leið að óheimilt væri að aka
stórum bílum of hratt. Lögin væru
hins vegar þögul um það hvað gæti
talist stór bíll og hvað gæti talist of
hratt – og til að auka á óvissuna
væru engin umferðarskilti. Til þess
að vera í vissu um að akstur væri í
samræmi við lög þyrftu borgarar
þannig að leita til lögmanna og
hagfræðinga til að leggja mat á
hvort tveggja. Áður gætu menn
ekki hafið akstur. Þetta dæmi sýn-
ir líklega ágætlega hversu torskilin
samkeppnislögin og inntak þeirra
er.
Vegna alls þessa skjóta ummæli
forstjóra Samkeppniseftirlitsins
skökku við og undirrituð telur þau
lítt sæmandi stjórnvaldi. Það
stenst raunar enga skoðun að
skipta litlum og stórum fyr-
irtækjum í andstæðar fylkingar, en
sú rökræða bíður betri tíma. Séu
samkeppnislög og túlkun þeirra
hins vegar svo skýr sem forstjóri
Samkeppniseftirlitsins telur, þá má
í fyrsta lagi velta fyrir sér hvers
vegna ákvarðanir stjórnvaldsins
þarfnist almennt rökstuðnings sem
telur tugi eða hundruð blaðsíðna
og í öðru lagi hljóta menn að
spyrja þess í hvora fylkingu stjórn-
valdið fellur. Stjórnvaldið er sann-
anlega ekki óskeikult í eigin
ákvörðunum og með sömu rök-
semdafærslu og forstjórinn beiti
má spyrja hvort stjórnvaldið skilji
ef til vill ekki alltaf lögin.
Við fyrrgreint bætist síðan að
samkeppnisyfirvöld hér á landi
hafa túlkað leiðbeiningarskyldu
sína afar þröngt. Þannig stendur
fyrirtækjum ekki til boða að leita
til Samkeppniseftirlitsins með fyr-
irspurnir um hvort fyrirhuguð
háttsemi standist samkeppnislög
og fá um það vissu hvort svo sé.
Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað
bent á að sú ábyrgð hvíli á fyr-
irtækjum að meta þetta sjálf.
Óhætt er að fullyrða að þessi af-
staða Samkeppniseftirlitsins er
ekki til eftirbreytni og hafa m.a.
Viðskiptaráð og Samtök atvinnu-
lífsins gagnrýnt þessa nálgun sam-
keppnisyfirvalda harðlega. Betur
færi á því að aðilar á markaði gætu
átt gagnlega og upplýsandi fundi
með Samkeppniseftirlitinu, þannig
að draga megi úr áhættu og óvissu
í starfsemi fyrirtækjanna – til
ábata fyrir samkeppni og neyt-
endur. Lagabreytinga er ekki þörf,
heldur hugarfarsbreytinga einnar
stofnunar.
Samkeppnislög eru torskilin án leiðbeininga
Eftir Heiðrúnu Lind
Marteinsdóttur
Heiðrún Lind
» Ef umferðarlög
væru áþekk sam-
keppnislögum, þá gæti
verið óheimilt að aka
stórum bílum of hratt.
Höfundur er lögmaður á LEX lög-
mannsstofu.