Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 102

Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 102
102 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 Stereo Hypnosis hefur jafntog þétt vakið á sér athygliundanfarin ár fyrir tónlistsína sem er í senn vönduð og aðgengileg. Músíkinni mætti helst lýsa sem sveimkenndri raftónlist sem krydduð er líf- rænum hljóð- færaleik ásamt alls konar um- hverfishljóðum og hliðarþruski. Flest sem und- irritaður hefur heyrt með þeim félögum hefur verið fyrirtaks efni en nýjasta platan setur þá þremenninga í þá stöðu að enn meiri væntingar verða gerðar til efn- is frá þeim héðan í frá. Helgast það af því að nýja platan, Morphic Ritual, er hreint fyrirtak. Það er ekki svo einfalt að ætla að setja tónlist Stereo Hypnosis á ein- hvern tiltekinn bás (sbr. lýsinguna hér að framan) en til að gefa áhuga- sömum hugmynd þá minnir upp- hafslag plötunnar sumpart á hið stór- kostlega lag Tongue með Underworld, af meistaraverkinu Dubnobasswithmyheadman frá 1993. Hnitmiðaðir rafgítartónar líða yfir undirliggjandi rafsveim í verulega vel sömdu lagi. Ekki amaleg byrjun á ferðalaginu, og það sem betra er, hún heldur dampi – eða réttara sagt sveimi – allt til enda. Þá er það vel til fundið að flétta lögin saman svo ekki komi þagnir á milli. Það hæfir þess- ari músík afar vel. Lögin sjö á plötunni eru hvert öðru betra og vandasamt að tína eitthvað framúrskarandi til. Silent Brother fer til að mynda af stað eins og eitt- hvað indælt úr smiðju The Stars of the Lid, áður en melódían, dásam- lega einföld og falleg í senn, byrjar að hljóma eftir rúma mínútu. Alveg ein- staklega smekkleg raftónlist hér á ferð og viðkomandi til hróss á alla kanta. Annað er eftir því og ætla ég að nefna Telescopic Eye sem annað uppáhaldslag. Með því að telja einnig til Subliminal Circus er ég búinn að nefna meira en helming laga plöt- unnar og þar með fallinn í upptaln- ingargildruna með stæl. En við því er ekkert að gera, plat- an er bara svo þrælfín. Stereo Hyp- nosis hafa hér sent frá sér fram- úrskarandi skífu sem jafnast á við það sem best gerist í lífrænt krydd- aðri og sveimkenndri raftónlist. Seiðandi sveimur með lífrænu ívafi Hljómdiskur Morphic Ritual bbbbn Morphic Ritual er 5. skífa raftríósins Stereo Hypnosis. Sveitina skipa Óskar Thorarensen sem leikur á hljómborð, hljóðgervla og leggur til umhverfishljóð, Pan Thorarensen sem leikur á trommur, forritar, leikur á hljóðgervla og leggur til umhverfishljóð, og Þorkell Atlason sem leikur á gítar og bassa. Sveit- armeðlimir semja öll lög, hljóðblanda og útsetja. JÓN AGNAR ÓLASON TÓNLIST Stereo Hypnosis Hljómsveitin hefur sent frá sér „framúrskarandi skífu.“ Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þessi diskur er beint framhald af tvöfalda geisladiskinum Hvar er tunglið? sem út kom árið 2006,“ segir saxófónleikarinn og tónskáldið Sig- urður Flosason um nýútkominn geisladisk sinn sem nefnist Í nóttinni. „Titlar diskanna tveggja kallast á, því sjá má titil þess nýja sem svar við þeim fyrri.“ Í nóttinni inniheldur, líkt og Hvar er tunglið?, tónsmíðar Sigurðar við ljóð Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar í flutningi Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu og Jazzkvartetts Sigurðar Flosasonar sem auk hans er skipaður þeim Eyþóri Gunnarssyni á píanó, Richard Andersson á kontrabassa og Einari Scheving á trommur. Gat hreinlega ekki hætt Aðspurður segir Sigurður að sam- starf þeirra Aðalsteins og Kristjönu megi rekja til sumarsins 2005 þegar Aðalsteinn gerði texta við tvö af lög- um Sigurðar í því augnamiði að Krist- jana gæti sungið þau á tónleika- ferðalagi þeirra til Japans þá um sumarið. „Það má segja að þáverandi japanski útgefandi minn, Yuka Og- ura, hafi verið ákveðinn örlagavaldur því það var hún sem óskaði eftir þess- um sungnu lögum á sínum tíma sem svo leiddi af sér þetta frjóa samstarf. Því í framhaldinu fórum við Að- alsteinn að rugla meira saman reyt- um með þeim afrakstri að til varð tvö- faldi geisladiskurinn Hvar er tunglið,“ segir Sigurður og tekur fram að hann hafi aldrei verið sérlega hófsamur í því sem hann taki sér fyrir hendur. „Eftir að Hvar er tunglið? kom út gat ég hreinlega ekki hætt. Ég hélt því áfram að grufla í ljóða- bókum vinar míns, bæði gömlum og nýjum, og lögin urðu til eitt af öðru,“ segir Sigurður og tekur fram að Kristjana flytji lögin á óaðfinn- anlegan hátt. „Hún er náttúrlega frá- bær.“ Í nótttinni inniheldur alls 14 ný djasslög Sigurðar við ljóð Aðalsteins frá 34 ára tímabili. „Það er skemmti- leg tilviljun að lögin sem enduðu á þessa plötu eru við ljóð sem spanna nánast allan feril skáldsins,“ segir Sigurður og líkir ljóðavalinu við skyndimynd af skáldi sem tekin sé án vitneskju módelsins. „Því ég valdi ljóðin sjálfur, ekki hann.“ Schumann og Schubert fyr- irmyndir í nálgun við ljóðið Aðspurður hvort stemning ljóð- anna liti tónsmíðar hans svarar Sig- urður því játandi. „Ég velti fyrir mér heildarstemningunni í hverju ljóði og stundum pæli ég jafnvel í hverju ein- stöku orði. Ég horfi til meistara ljóða- tónlistar á borð við Schumann og Schubert sem mála myndir með tón- list sinni sem styður algjörlega við ljóðatextann og búa til drama í músík og orðum. Og þótt ég sé að fást við allt annars konar tónlist í allt annars konar stíl tek ég mér þá til fyr- irmyndar í því hvernig músíkin nálg- ast textann og er þjónn ljóðsins, en meginmarkmiðið er þó alltaf að búa til sterka stemningu.“ Samhliða útgáfu geisladisksins kemur út nótnahefti með lögunum af diskinum. „Við Aðalsteinn höfum áhuga á því að þetta efni sé aðgengi- legt þannig að aðrir geti notað það,“ segir Sigurður og rifjar upp að þegar Hvar er tunglið? kom út hafi sam- hliða þeim diski líka komið út nótna- hefti. „Það hefti hefur verið notað talsvert í tónlistarskólum af söng- nemendum á djass- og poppsviði,“ segir Sigurður og tekur fram að það gleðji sig ávallt þegar hann heyri lög sín flutt af öðrum. Þess má að lokum geta að Í nóttinni verður fagnað með útgáfutónleikum í Fríkirkjunni við Tjörnina í kvöld kl. 20 og er aðgangur ókeypis. Morgunblaðið/Einar Falur Samstillt Sigurður Flosason og Kristjana Stefánsdóttir stilla saman strengi sína á nýútkominni djassplötu sem samin er við texta Aðalsteins Ásbergs. Skyndimynd af skáldi  Í nóttinni fagnað á útgáfutónleikum í kvöld kl. 20  Sigurður Flosason samdi við ljóð Aðalsteins Ásbergs Vefsíðan Albumm.is verður opnuð í dag og verður á henni fjallað um ís- lenska tónlist og snjó- og hjóla- brettamenningu og reiðhjól. Stofn- endur síðunnar eru Steinar Fjeld- sted, sem margir kannast við úr hljómsveitinni Quarashi, og Sigrún Guðjohnsen og leggur fjöldi fólks þeim lið, m.a. Addi Intro Beats sem sér um myndbönd fyrir vefinn. Steinar segir í tilkynningu að á vefn- um verði hægt að horfa á alls konar myndbönd sem tengjast tónlist og „urban culture“ eða borgarmenn- ingu. Mikið verður lagt í ljósmyndir á síðunni og mun Ómar Smith taka flestallar þeirra. „Okkur fannst vera tími til kom- inn að það kæmi miðill sem fjallar um íslenska tónlist, hjólabretti, snjó- bretti og hjól. Það er mjög margt áhugavert að gerast að gerast í þess- um geirum og við hjá Albumm.is munum fjalla ítarlega um þessi mál- efni,“ segir Steinar í tilkynningu. Á vefnum verði að finna fjölda viðtala, greina, frétta og myndbanda og því verði hann afar lifandi miðill enda sé af nógu að taka. Á vefnum verði ein- göngu fjallað um íslenska listamenn og áhugaverða hluti. Til að byrja með verður Albumm- .is á íslensku en til stendur að hafa efni líka á ensku. „Albumm.is er fyr- ir alla sem hafa áhuga á íslenskri tónlist, skate, snow og bike en við munum fjalla um þetta í mjög víðum skilningi,“ segir Steinar. Vefur Steini úr Quarashi, er annar tveggja stofnenda vefjarins Albumm.is. Íslensk tónlist, hjóla- og snjóbretti og hjól Handunnir íslenskir skartgripir úr silfri LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Verð 25.500,- Verð 25.600,-Verð 14.800,- Verð 34.900,- Verð 29.900,- Verð 25.700,- Verð 25.700,- Verð 17.900,- Verð 17.900,- Verð 18.900,- Verð 17.900,- Verð 25.700,- Verð 19.900,- Verð 14.800,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.