Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 74
74
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
plankaparket
Verðdæmi:
190 mm Eik Rustik burstuð
mattlökkuð 7990.- m2
JÓLAtónleikar
Bergljót Friðriksdóttir
beggo@mbl.is
A
ðventan er svo skemmti-
legur tími, ég hef alltaf
verið mikil jólastelpa og
hlakka til þess að stíga á
sviðið í Hörpu, ásamt öllu þessu
frábæra tónlistarfólki,“ segir Sig-
ríður Beinteinsdóttir söngkona sem
heldur jólatónleika sína, Á hátíðleg-
um nótum, sjötta árið í röð í Eld-
borgarsal Hörpu, laugardaginn 6.
desember næstkomandi.
„Ég er stolt að kynna gesta-
söngvarana. Diddú og Guðrún
Gunnarsdóttir hafa áður komið
fram á jólatónleikum mínum og það
er auðvitað alltaf fengur að þeim.
Garðar Thór Cortes syngur hins
vegar með mér í fyrsta sinn og það
er mikið gleðiefni. Í gegnum árin
hef ég nokkrum sinnum reynt að fá
Garðar Thór til liðs við mig á Á há-
tíðlegum nótum en hans dagskrá er
mjög þéttskipuð, það gekk loksins
upp núna.“
Full þakklætis
Sigríður hélt sína fyrstu jóla-
tónleika á aðventunni 2009 og við-
tökurnar komu henni að sögn
skemmtilega á óvart. „Ég hafði
auðvitað sungið með öðrum og á
böllum í fjöldamörg ár, en aldrei
haldið sólótónleika. Ég hafði lengi
gælt við þá hugmynd, að prófa að
stíga ein á sviðið, og lét loks verða
af því með jólatónleikum í Grafar-
vogskirkju fyrir fimm árum. Það
gekk svo vel að ég endurtók leikinn
næstu jól og síðan hafa jóla-
tónleikarnir verið árlegur við-
burður.“
Tónleikarnir Á hátíðlegum nótum
hafið vaxið jafnt og þétt með ár-
unum; 2010 voru þeir færðir yfir í
Háskólabíó, í fyrra varð úr að halda
þar tvenna tónleika vegna mikillar
eftirspurnar og nú er það tónlistar-
húsið Harpa. Aðspurð segist Sigríð-
ur vera full þakklætis og gleði yfir
þessum góðu viðtökum. „Eldborg-
arsalur tekur um 1.500 gesti í sæti
og það er að verða uppselt á tón-
leikana. Ég reikna því fastlega með
að halda þar tvenna jólatónleika að
ári.“
Ó helga nótt
Hljóðfæraleikarar á tónleikunum
í Hörpu eru Friðrik Karlsson,
Benedikt Brynleifsson, Karl Ol-
geirsson, Róbert Þórhallsson og
Stefán Örn Gunnlaugsson. „Það má
eiginlega kalla þá landsliðið,“ segir
Sigríður. „Þeir eru yndislegir allir
og frábærir tónlistarmenn. Alma
Rut Kristjánsdóttir, Gísli Magna
Sigríðarson og Ína Valgerður Pét-
ursdóttir sjá svo um bakraddir.
Þetta er allt mikið fagfólk sem
kemur fram með mér á tónleik-
unum, sem gott er að vinna með og
vera nálægt, og ég hlakka mikið til
æfinganna framundan.“
Spurð út í lagavalið segir hún
dagskrána góða blöndu af hátíðleg-
um klassískum jólalögum og lögum
í léttari kantinum, bæði íslenskum
og erlendum. „Ég syng yfirleitt allt
á íslensku og er enn að reyna að
ákveða lagalistann, það er erfitt að
velja, ég hef sungið svo margt fal-
legt í gegnum tíðina.
Sumt breytist þó aldrei og er
órjúfanlegur hluti af jólatónleik-
unum mínum; Ó helga nótt, Ave
María og Lof eftir Bach verða til
dæmis á sínum stað. Diddú, Garðar
Thór og Guðrún stíga á sviðið hvert
með sín lög og syngja svo dúetta
með mér. Þetta verður hátíðlegt
hjá okkur en þó með léttu ívafi og
vonandi falleg og ánægjuleg upp-
lifun fyrir alla tónleikagesti.“
Jólaföndur barnanna
Aðspurð segist Sigríður ríghalda
í jólabarnið í sér, hún hafi alltaf
beðið spennt eftir jólunum, og sú
tilfinning hafi orðið enn sterkari
eftir að hún eignaðist tvíbura fyrir
þremur og hálfu ári. „Jólin eru
rosalega skemmtilegur tími, mér
líður alltaf svo vel á þessum árs-
tíma. Falleg birtan af jólaljósunum
sem lýsa upp skammdegið, kertin
og allt sem tilheyrir aðventunni og
jólunum. Það er þessi hátíðlega, fal-
lega, notalega tilfinning sem hellist
yfir mig, þannig að mér hlýnar í
hjartanu.
Ég hlakka mikið til þessara jóla
með tvíburunum, þeir eru nýbyrj-
aðir að tala um Grýlu og jólasvein-
ana og þeirra upplifun er svo ein-
læg og falleg, það er ekki hægt
annað en hrífast með þeim. Það
verður spennandi að sjá jólaskreyt-
ingarnar sem þau eiga eftir að búa
til í leikskólanum og koma með
heim. Það verður allt haft uppi við
og handgerða jólaskrautið þeirra
fær auðvitað undantekningarlaust
að hanga á jólatrénu.“
Litlu jólin
Aðventan er sannarlega anna-
samur tími hjá Sigríði, sem auk
söngkennslu í Söngstúdíói Siggu
Beinteins kemur fram á ýmsum
jólauppákomum, að ógleymdum
jólatrésskemmtunum vítt og breitt
um borgina.
„Það er margt framundan hjá
mér næstu vikurnar,“ segir hún.
„Föstudaginn 24. október kem ég
fram með Jóni Ólafssyni á tón-
leikum hans Af fingrum fram í
Salnum. Jóladagskráin tekur svo
við upp úr miðjum nóvember þar
sem ég verð meðal annars í Perl-
unni, ásamt Grétari Örvarssyni, og
syng fyrir matargesti öll fimmtu-
dags- og sunnudagskvöld fram að
jólum. Um helgar eru það fyrst og
fremst Litlu jólin – jólatrés-
skemmtanir hjá fyrirtækjum, þar
sem ég geng í kringum jólatréð
með spenntum börnum og hrekkj-
óttum jólasveinum og fæ að upplifa
skemmtilega jólastemningu með
þeim.“
Úr kirkju í höll
Sigríður Beinteinsdóttir söngkona hélt fyrstu jólatónleika sína, Á hátíðlegum nótum, í Grafarvogskirkju á að-
ventunni 2009 Úr varð árlegur viðburður sem hefur vaxið jafnt og þétt og nú, fimm árum síðar, dugar ekkert
minna en Eldborgarsalur Hörpu Rígheldur í jólabarnið í sér en hlakkar meira til eftir að tvíburarnir fæddust
Morgunblaðið/RAX
Gestasöngvarar „Diddú og Guðrún Gunnarsdóttir hafa áður komið fram á jólatónleikum mínum og er auðvitað
alltaf fengur að þeim, en Garðar Thor Cortes syngur nú með mér í fyrsta sinn og er það mikið gleðiefni,“ segir Sig-
ríður Beinteinsdóttir um jólatónleikana í ár sem haldnir verða í Hörpu.
Morgunblaðið/Ómar
Það er þessi hátíðlega,
fallega, notalega tilfinn-
ing sem hellist yfir mig,
þannig að mér hlýnar í
hjartanu.
Tónleikar Úr
Eldborgarsal
Hörpu.