Stígandi - 01.10.1944, Page 17

Stígandi - 01.10.1944, Page 17
STÍGANDI BENEDIKT JÓNSSON Á AUÐNUM 255 áthugull, sannsýnn og góðviljaður; fíngerður í lund, viðkvæmur og gerðist nokkuð vanstilltur í skapi, er á ævina leið, en var jafnan traustur í raun. Á fyrstu kynningarárum okkar áttum við einu sinni tal saman um traust á mönnum og liélt Pétur því þá fram, að heppilegast væri að fulltreysta hverjum manni, meðan ekkert viðsjált væri af honum reynt, ])ví að svo reyndist hver maður bezt, að honum væri treyst til góðs. Þá sögu heyrði ég einu sinni í Reykjavík, að Pétur myndi leysa jtar vandræði hvers manns úr Þingeyjarsýslu, er til hans leitaði, og mun mikið hafa verið hæft í því. En var varð ég þess á síðari árum lians, að ekki var traust hans á mönnum jafn-öruggt og áður hafði verið — og mun það ekki hafa stafað sízt af hinni svonefndu „pólitík". — Sjálfur taldi Pétur sig „sósíalista" í skoðunum, en „aristókrat" í tilfinningum. Þeir Pétur Jónsson, Benedikt á Auðnum og Jón í Múla voru

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.