Stígandi - 01.10.1944, Side 21

Stígandi - 01.10.1944, Side 21
STÍGANDI BENEDIKT JÓNSSON Á AUÐNUM 259 að hann hafi talið sér hægt að ná jörðinni handa Benedikt, ef hann vildi. En hvað sem um það er að segja, reisti Benedikt bú á Auðnnm, næstu jörð við æskuheimili sitt, og ltjó þar allmörg ár við lftil efni og vaxandi skuldavandræði, sem að lokum áttu mik- inn þátt í því, að liann flutti til Húsavíkur. Er líklegt, að hann hafi ekki séð mikið eftir búskapnum, því að hugur hans var meira bundinn við annað. En í Laxárdal mun hann þó hafa kunnað bezt við sig og verið nauðugt að hverfa þaðan. Aðaláhugaefni Benedikts voru fyrr og síðar menntamál í víð- tækasta skilningi. í æsku mun hann hafa liaft rnikinn áhuga á söngmenntum og verið listhneigður að fleira leyti. En er hann eltist, hneig hugur hans æ meira og meira að þjóðmegunarfræði og umbótum á kjörum almennings. Þegar ég kynntist honum fyrst rúmlega fertugum, hneigðist hann talsvert að sósíalisma og var af mörgum álitinn eindreginn ,,jafnaðarmaður“. En hitt var þó sannara, að hann var þá fyrst og fremst leitandi maður í þeim efnum og nokktið reikandi. Og skömmu síðar hneigðist hann eindregið að kenningum Ameríkumannsins Henry George (1839 —’97). Bækur eftir H. G. voru þá lesnar mikið af nokkrum mönn- um hér í Þingeyjarsýslu. Og Benedikt hafði lengi síðan samband við danska félagið „Henry G. Forening" og fékk frá því tímaritið ,,Ret“, sem íslenzka tímaritið Réttur er heitið eftir og stofnað var upphaflega fyrir atbeina Benedikts. Benedikt átti jafnan mikinn þátt í málefnum Kaupfél. Þing- eyinga og einkum vörupöntunum þess, á meðan það hafði bein viðskipti við útlönd, áður en S. í. S. kom til sögunnar. Naut félagið þar málakunnáttu hans og verzlunarþekkingar. Ég hefi áður getið þess, að K. Þ. hafi verið Benedikt ástfólgið á líkan hátt og eigið eftirlætisbarn. Og sjálfur leit ég svo á, að sú hneigð kynni sér ekki alltaf nauðsynlegt hóf hjá honunr og fleiri ráða- mönnum félagsins; leiddi þá út í rneiri samkeppni við kaupmenn og meiri verzlun en heppilegt væri fjárhagslegri getu þess. En jafnan mun Benedikts verða minnzt sem eins af allra fremstu mönnum félagsins. F.n það, sem lengst nmn halda nafni hans á lofti, er þó þátttaka hans í lestrarfélaginu Ó. S. F. og Bókasafni Snður-Þingeyinga. Benedikt Jónsson var óvenjulega bjartsýnn maður, bjartsýnn á lífið. Hann var að vissu leyti mikill trúmaður. Eu kirkjulega sinnaður var hann ekki. F.inu sinni, á okkar fyrri fundum, minnt- ist hann nokkuð á trúna á annað líf eftir dauðann og vék að því, * 17*

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.