Stígandi - 01.10.1944, Síða 51

Stígandi - 01.10.1944, Síða 51
STÍGANDI HÁSKÓLANÁM í BANDARÍKJUNUM 289 aflað sér þekkingar í skyldum efnum, t. d. getur sagnfræðistúdent samhliða sérnámi sínu lagt stund á þau atriði mannfræði, stjórn- skipunarfræði og landafræði, sem liann lystir, og hagnýtt sér þau við sagnfræðinámið. í sumum deildum eru menn þó að mestu bundnir einu aðal-aukafagi, sem þá nefnist minor. Námið er mælt í sérstökum einingum (units). Einingar þessar eru í rauninni miðaðar við, hve mikinn tíma álitið er að stúdent- inn þurfi að verja til námsins. Þó má segja, að alltjend séu mönn- um veittar 3 námseiningar í lok missiris fyrir námsskeið, þar sem verið liafa 3 fyrirlestrar á viku. Algengt er, að teknar séu 15 ein- ingar á missiri, en þó er hægt að taka dálítið minna eða meira, eftir því sem á stendur og liver telur sér fært. I lok hvers missiris taka menn próf í hverju námsskeiði, sem þeir hafa sótt. Þó er Jnað oft, að ritgerðir, reistar á niðurstöðum tilrauna eða rannsókna, eru látnar koma í stað prófa Jjessara. Þegar lokið er námi, sem svarar að minnsta kosti 120 náms- einingum, öðlast menn nafnbótina Bachelor of Arts (A.B.) eða Bachelor of Science (B.S.), eftir því, hvaða fag þeir hafa stundað. Veiting nafnbótar Jaessarar er að mestu leyti byggð á lokaprófum missiranna, en stundum jmrfa menn að taka próf í sérgrein sinni, og nær það yfir flest, sem þeir liafa í henni lesið. Allur Jaorri þeirra, er ameríska háskóla sækja, láta sér nægja A.B. eða B.S. próf, þó að hægt sé að komast tveimur þrepum hærra í liinum akademiska stiga. Þeir sem lilotið hafa A.B. gráðu nefnast graduate students, og geta, ef svo býður við að horfa, haldið áfram námi og tekið Master of Arts (M.A.) eða meistarapróf. Stendur það nám yfir í eitt eða tvö ár, og er veiting meistararéttinda oftast byggð á skriflegum prófum og ritgerðum um sérstök rannsóknarefni. Við suma am- eríska háskóla eru einnig hafðar munnlegar yfirheyrslur. Meist- araprófsnámið er að miklu leyti fólgið í allsjálfstæðum rannsókn- um, en hver graduate student nýtur þó leiðbeininga og ráða á- kveðins prófessors, sem liefir eftirlit með verkinu. Hæsta próf, sem amerískir liáskólar veita, er doktorspróf og nefnt á enskunni Doctor of Philosopliy (Ph.D.). Eins og við Norðurálfuháskóla, þá er gráða slík veitt fyrir sérstaka vísinda- lega og fræðilega ritgerð, er kandidatinn hefir samið, og liann leggur fyrir dómnefnd prófessora. Ef ritgerðin þykir tæk, fara fram umræður um efni hennar milli prófessora og doktorsefnis. Við það tækifæri er kandidatinn ýtarlega yfirheyrður í fræðigrein 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.