Stígandi - 01.10.1944, Page 54

Stígandi - 01.10.1944, Page 54
STÍGANDI HELGI VALTÝSSON: HIÐ GULLNA RYK ENDURMINNINGANNA Draumur minn hafði varað aðeins örstutta stund, en þó numið óra-víðáttur himins og jarðar. Ég glaðvaknaði í einu vetfangi. Sál mín var hljómandi harpa með hundrað strengja mál. Og skammdegisnóttin var geislamerluð umhverfis mig og þrungin dulmögnuðum unaði. En tunga mín var þögul og hljóð. Hún á engin orð yfir dýrð þá og dásemdir, sem tengja saman liið eilífa líf himins og jarðar. Svo tómt getur orðið eftir þann, sem heitt hefir verið unnað, að öll tilvera vor og skynheimur liverfi í hið víðfeðma djúp auðnarinnar, og myrkur saknaðarins grúfi ægi-þungt og órofa yfir djúpunum. En andi guðs svífur einnig yfir svartahafi sorgarinnar. Og sjá: Það verður ljós. Bros guðs breiðist yfir víðgelmi einmanaleikans og tendrar hin björtu blys dýrðar sinnar og kærleika í niðamyrkri mannssálarinnar. Og geislar þeirra og logaskær Ijómi smjúga gegnum hverja minnstu ögn jarðneskrar tilveru, svo að sjálft moldarundrið glitrar og grær. Og augu vor verða skyggn og skynja hina eilífu verund lífsins. Slík ævintýr gerast öðru hVoru umhverfis oss. En vér sjáum þau sjaldan. Augu vor eru sljó í forsælu jarðar. Og dýrð liimn- anna er þeim hulin. En í draumum vorum verða þau skyggn. Þá sjáum vér himnana opnast og dýrð drottins drjúpa sem gullið regn til jarðar og streyma um lífsins æðar allar. Og sál vor breiðir út blöð sín og hlær og skelfur í yndisþrungnum unaði við frjó- magni hins gullna regns í sólbláma-brosi sumarhimins guðs dýrðar. Og sjá: Allt er orðið nýtt. Nýr himinn og ný jörð. Sál vor lítur nýjum sjónunr yfir haf og hauður. Og lífið allt fær nýtt viðhorf og merkingu.

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.