Stígandi - 01.10.1944, Page 56

Stígandi - 01.10.1944, Page 56
294 HIÐ GULLNA RYK ENDURMINNINGANNA STÍGANDI eilífar og óhagganlegar. En ívafið er vorar eigin þrár og kenndir og óþrotleg leit að lífinu sjálfu, fyllingu þess og tilgangi. Hjá sumum verður vefur þessi svo traustur, að lífið sjálft megnar eigi að slíta honuni út. Þannig var um lífsveg þinn, frænka mín góð. C)g enn er hann óslitinn beggja megin landamæra tilveru vorrar. — Ást í meinum var hið reginsterka ívaf vefjar þíns. Fyrst í hinu framandi landi. í hrirígiðu stórborgarinnar hittir þú fyrir þá iieiðríkju manns- hugans, hjartans friðsælu kyrrð og unaðsró, er lielzt minnti þig á lilýja og heiðbjarta öræfanótt heima á íslandi. Þú fannst þar allt það, er þú liafðir saknað, án þess að gera þér J)að ijóst. Slíkt mannshjarta var eigi runnið úr fjölmenni og eiiðarleysi stórrar borgar. Langt að var það komið. Norðan úr friðsælli sveitakyrrð og víðsýni í fögru landi og fjarlægu. Og þú fluttist á ný, til lands þessa, og dvaldir Jrar til æviloka. Á litlu býli í af- skekktri sveit. I fámennu nábýli við lítilsiglt alþýðufólk, en greiðvikið og góðviljað. Þar varst þú bæði ambátt og drottning. Elskuð og hötuð. En þó mest elskuð og dýrkuð í ást Jjeirri, sem aldrei var nefnd opinberlega, en brann þó sem falinn eldur til æviloka. Ég varð hennar að vísu var í æsku, en skynjaði liana eigi né skildi til fulls fyrr en löngu síðar, er við tveir, — hann og ég, — vöktum yfir [rér fyrir dauðans dyrum. Þá opnuðust augu mín, og mér skildist í einni svipan hinn reginsterki og töfrumslungni vefur örlaga Jrinna. Að Jressu sinni vann ástin sigur. Lífið liélt velli. Dauðinn liörf- aði undan um hríð. Og enn liðu mörg ár.--------- Ég var langt fjarri, þegar þú andaðist, frænka mín. Og síðan eru liðin full þrjátíu ár. Hugur minn var víðsfjarri þér um óra- löng ár og erfið. Minnig þína hafði fennt í huga mínum, og ég hafði gleymt þér með öllu. — Þangað til í nótt. Þá var ég skyndi- lega og óvænt gestur í gullinhofi minningar þinnar. Og heim- sókn sú verður mér héðan af ógleymanleg. Ég var kominn inn í litlu stofurnar tvær, sem hýst hafa svo margar beztu æskuminningar mínar. Þar var allt tómt. Galtómt. Vinnuvélarnar og verkfærafjöldinn glæsilegi, byssurnar allar, verðlaunariffillinn, — allt það, er ég handlék í æsku með aðdáun og lærði að beita. — Allt var á brott. Auðn ein og tóm eftir. Langt út yfir takmörk vistarveru þessarar. Þ\ í að þú varst löngu horfin, frænka mín. Og með þér hvarf allt. Ég vissi það áður, að svo

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.