Stígandi - 01.01.1945, Blaðsíða 16

Stígandi - 01.01.1945, Blaðsíða 16
6 BLYSFÖR OG GREINARGERÐ STÍGANDI Eg hefi að hugsuðu ráði ekki verið myrkur í máli. Vera má, að bókmenntamönnum síðari tíma þyki fengur í frásögn af viðhorfi stöku bæjarbúa við blysför þessari, áður en þeir sáu kyndla-ljóm- ann, fegurð hans og birtu á götunum. Það er algerlega réttmætt, að hver landsbúi, sem áhuga hefir á heilsusamlegri menningu þjóðar vorrar, láti sig það nokkru varða, hverjum landsstjórn og ríkisstofnanir veita sérstaka virðing og vegsemd. Ekki má falsa verðmæti, hvorki í hagsömum athöfn- um, þjóðfélagslegri baráttu, listum né vísindum. Virðing hverrar stofnunar á og hér nokkuð í húfi. Ef virðingarmerki hennar, hvort sem þau eru nafnbætur, heiðursgjafir eða blysför, lenda á ómak- legum, breytast þau í háðsmerki, rýra virðing þess, er veitir óverð- ugum virðing. Eg er þess vís, að slíkt er ljóst þeim menntastofn- unum, sem á þjóðsýnilega vísu hafa gert Davíð skáldi Stefánssyni sæmd á fimmtugs-afmæli hans. Sæmdin er skáldinu veitt af heilum hug og af ábyrgum hug. Gera verður ráð fyrir, að hver mikils háttar menntastofnun skilji, að því aðeins lieiðrar hún þegn eða skáld, að hún heiðri sjálfa sig um leið. Mér er ókunnugt, hversu margar blysfarir hafa verið farnar til íslenzkra rithöfunda og skálda. En eg hygg þær skjót-taldar. Á átt- ræðis-afmæli Benedikts Gröndals fóru stúdentar í Reykjavík blys- för til hans. Sá atburður gerðist fyrir næstum 40 árum, 6. október 1906, tæpu ári fyrir andlát skáldsins, 2. ágúst 1907. Engan hefi eg heyrt vefengja, að hið fjölmennta og óhófs-fjölgefna skáld hafi átt slíkan sóma í alla staði skilið. í blysför þessari var sungið kvæði til hins háaldraða rithöfundar eftir Þorstein Gíslason, er byrjar svo: „Hátt skal það óma: upp yfir drunga tímanna lýst hefir ljósvöndur þinn." Slíkt er réttmæli og sannmæli. Á þessum blysfarardegi var Gröndal að vísu 30 árum eldri en Davíð Stefánsson, er Mennta- skólinn á Akureyri fór með fagur-logandi kyndla til hans. En það getur ekki orkað tvímælis, meðal ljóðglöggra og bókmenntafróðra, að Davíð Stefánsson hefir fimmtugur gefið þjóð sinni stórum fleiri „lífvæn ljóð“ en Gröndal áttræður, og er hér ekki óvarlega mælt. Því má raunar ekki gleyma, að Gröndal er höfundur hinnar mjög skemmtandi furðu-bókar, „Heljarslóðarorrustu", og var nærfellt hálfa öld „gosbrunnur fyndninnar“ — eins og mig minn- ir, að Jón Ólafsson kallaði hann einhvern tíma —, skaut yfir hlát-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.