Stígandi - 01.01.1945, Blaðsíða 105

Stígandi - 01.01.1945, Blaðsíða 105
STIGANDI BÓKAFRÉTTIR 95 á síðum og leturmagus. Þýðandi telur sjálfur, að hann hafi fyrst og fremst liugsað um að ná heildarsvip og heildar- l)lae verksins, og hygg ég, að það hafi all- vel tekizt, en þegar svo kunn skáldverk eru þýdd, tel ég rétt að gera kröfur til allmikillar nákvæmni, a. m. k. þeirrar, sem ekkert virðist skaða heildarsvipinn, og í þýðingu þessari hefi ég rekizt á all- mörg dæmi þess, að inn í er aukið, en færri um, að nokkru sé sleppt, þótt fyrir komi einnig, t. d. í 24. kap., þar sem um % kaflans er sleppt, en að skaðlitlu fyrir efnið, iná kannske segja. Hitt er verra, |)egar talsverðu er aukið inn i, svo að frásögnin nálgast það að vera „yfirdrifin" í þýðingunni, þar sem meir er stillt í hóf í frumtextanum, t. d. í niðurlagi 21. kap. Þcgar þessu sleppir, er flest gott um þýðiuguna að segja. Mál- far er víðast gott, þótt reka megi hornin í sumt, eins og t. d.: „Margir hrundu í sjóinn" (kann ekki við að talað sé um, að menn hrynji af skipum í sjóinn). En þegar Kristófer á Mýri siglir Kóp sínum, hygg ég, að þeir séu ekki margir, sem orða þá lýsingu hetur á íslenzku en Steindór gerir, og víðar fer homun svo. Grein þýðandans um höfundinn og bókina er alllöng og talsvert fróðleg, en heldur laus í reipum sums staðar, hefði mátt vera allmiklu styttri án sakar, t. d. finnst mér skotið yfir markið, að íslenzka menntamanninum og „tir- skýrandanum", þar sem fáir munu nú minnast dóms hans um Johan Bojer. En hver lítur sínum augum á silfrið, og eiga bæði þýðandi og útgefandi beztu þakkir skyldar fyrir bókina. Br. S. Guttormur J. Guttormsson: Hun- angsflugur. 1944. Columbia Press Limitcd. Winnipeg. Þessi nýja ljóðabók er um 124 bls. í fremur litlu broti, en kvæði hennar og lausavísur eru margar. Nafn bókarinnar kemur manni dálítið kynlega fyrir sjónir, en það mun ciga að tákna, að kvæðin og vísurnar geti stungið. Nú er því svo farið með sting hunangsflugunnar, að hann getur skilið eftir eitur í sárinu, svo að nokkur óþæg- indi geta hlotizt af; því er þá heldur ekki að neita, að undan kvæðum og vfsum G. J. G. getur viðkvæma menu sviðið, en naumast svo að því verði líkt við sting hunangsflugunnar. Er ekki ó- líklega til getið, þó sagt sé, að vænta hefði mátt bókarheitis frá þessum liöf- undi, sem hitt hefði enn betur í mark það, sem til er skotið, en honum er einnig mjög tiltæk önnur tegund skáld- skapar. Hér koma tvö síðustu erindin af kvæðinu Upprisan. Kvaddur er ég til kvæðafórnar, á heimshljóma háaltari, með frumskógaflautum og flúðahörpum, vinda belgpípum og vatnabumbum. Leik ég á lýrii'. Lágir eru tónar, en kynngi slungnir og kunna að eiga þátt í lífssöngva lögum nýjum við himinhnatta háttalykla. Þetta er ágætlega sagt og með glögg- um skilningi á sínu köllunarverki. Sumt er það í kvæðum G. J. G., hæði eldri og yngri útgáfum, sem lesendum austan hafsins mun finnast torskilið. Kemur þar fram hið andlega ættarmót með honum og öðru vestur-íslenzku skáldi, Kristjáni N. Júlíusi Jónssyni (K. N.). Skal látið ósagt, að hvað miklu leyti þetta ættarmót má rekja til er- lernlra áhrifa, fyndni þeirra horfir í tvo heimana, annan í austri, hinn í vestri, og trattðlega munu heildarútgáf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.