Stígandi - 01.01.1945, Síða 29

Stígandi - 01.01.1945, Síða 29
STÍGANDI BLYSFÖR OG GREINARGERÐ 19 í „koti og höllu“ andans, líkt og Einar Benediktsson kvað („Gam- alt lag“). Eg drep á örfá kvæði, þessari fullyrðingu til stuðnings og skýr- ingar. Arið 1922 birtist önnur kvæðabók skáldsinS, „Kvæði“. Hafði skáldið þá gerzt Rómferill, og sjást merki þess í binni nýju kvæðabók. Einar Benediktsson hafði áður sótt yrkisefni til Italíu. Einkennir það þessi nýju kvæði skálds vors, að þar skiptist á er- lent og innlent, efnin sótt í norður og suður, efnið fjölbreytt og sundurleitt, en þó í sambandi. Þar koma kvæði, runnin beint úr „nautnanna glóð“. Þar eru bænasálmar til beilagrar Maríu, guðs inóður, þar sem skáldið játar syndir sínar, en ákallar liana að lireinsa bjarta sitt, „veita sér að kveljast með þeim köldu og þjáðu, kyssa þá smáðu“. Þar eru langir ljóðbálkar, „Gamla höllin“ og „Með lestinni". í „Gömlu böllinni" sést, hve skáldið er sam- líft draugasögum vorum, svipum þeirra og ófreskjum. Að sumu leyti rninnir kvæði þetta með mælsku sinni, bragleikni og Ijóð- fjöri á séra Matthías, en er þó gagnþrungnara sýnum úr ríki drauga og dáinna en títt er í kvæðum bans. í aðra röndina minnir kvæðið, bæði að bragarhætti, kynlegu efni, þjóðsagnasýnum og skáldskap, á „Hrafninn“ eftir Poe. Þá er kvæðið, „Með lestinni“ bið merkilegasta, bæði af sjálfu sér, í bókmenntasögu vorri og í ljóðagerð Davíðs Stefánssonar. Þar gerist bann raunsæisskáld. Eg hygg, að Georg Brandes befði, að ýmsu leyti, likað vel sá ljóð- flokkur. Þar færir skáld vort bókmenntum vors járnbrautarlausa lands járnbrautarhraðann, hávaða járnbrautarlesta og járnbraut- arstöðva, ys og þys, ósköp og ólæti, sköll og skrölt. Eg ætla, að Einar Hjörleifsson (seinna Einar Kvaran) hafi fyrstur — eða einna fyrstur — íslenzkra skálda lýst járnbrautarferð og hraðlesta-þjót- anda á vora tungu (í byrjuninni á hinni ágætu smásögu „Vonum“, sem samin er í álfu hraðans, Ameríku). Merkileg lýsing á járn- brautarferð er í „Á ferð og flugi“ Stephans G. Stephanssonar, blandin magni mikils persónuleiks og andagiftar. Einar Bene- diktsson hefir kveðið um vélhraðann í „Tínarsmiðjum", og brunar kvæðið áfram af funa og flughraða. Það má segja um liöfund kvæðabálksins „Með lestinni“, líkt og hann kemst sjálfur að orði í „Gömlu höllinni", að þar hefir eyrað heyrt og augað séð. Og skáldið sýnir það, sem hann sá, skilar því, sem það heyrir, hermir það eftir í orðum, er á járnbrautarstöð lætur í eyrurn sem suð, óhljóð, köll og ýmislegur hávaði, þar sem eigi má giæina orðaskil. Hér sést, að Davíð Stefánsson á í vitum 2*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.