Stígandi - 01.01.1945, Blaðsíða 21

Stígandi - 01.01.1945, Blaðsíða 21
STÍGANDI BLYSFÖR OG GREINARGERÐ 11 hreim. Mér finnst norðlenzkt frost og norðlenzk hreinviðri í stíl- fari skáldsins og málfari. Hitt efa ég mikillega, að mál hans á „Svörtum fjöðrum" og beztu kvæðum hans verði kallað alþýð- legt. Á hinni fagurlega ritnu byrjun á Sóloni Islandusi, sýn þrunginni eða sýnugri („visionær",), virðist mér fremur fyrir- mannsbragur en alþýðusnið. Að vísu á skáldið það til að bölva og ragna, ef til vill, flestum ljóðskáldum vorum fremur. En fleiri blóta en alþýðumenn. Alþýðumönnum hefir ekki verið veittur einkaréttur á nafni hins forna og sí-unga óvinar né að ákalla hann í geðshræringum og ákafa. En landamerki alþýðlegs og óal- þýðlegs máls eru óskýr. Vera má, að sums staðar megi kalla málið á Sóloni alþýðlegt, en ekki nema sums staðar. Það einkenni bar og hátt í „Svörtum fjöðrum“, að skáldið var hagur myndasmiður, sem var lagið að handleika — eða öllu held- ur hugleika — myndina, samræma hana og samstilla. Ef til vill væri réttara að kveða þannig að orði um þennan þátt íþróttar skálds vors, að það er sem myndirnar yrki sjálfar. Sýn getur nýja sýn, mynd getur aðra mynd. Það er og merkilegt, hve mörg kvæði skáldsins eru hófsamleg. Skáldið beitir ekki „stjórnlausu“ í „byr óðum“, eins og Hávamál kveða að orði um eina tegund mennskra kvenna. Kvæði lians eru vel afmörkuð, jafnvel þótt hver sýnin reki aðra. En í þeirri grein virðist mér sumum skáldum vorum — og það höfuðskáldum vorum — stundum bregðast braglistin eða — öllu heldur — skáldlistin. í þessu efni minnti Davíð Stefáns- son mig á sænska stórskáldið Gustaf Fröding, einn hinn mesta snilling, sem kveðið hefir á norrænar tungur. „Svartar fjaðrir" voru og, sem eg gat, auðugar að lífsreynslu, bæði sárri og sælli, ekki sízt ef gætt er aldurs höfundar. í einu kvæði sínu („Vetrarnótt“) kveðst skáldið hafa skrifað beztu ástar- ljóð sín úr blóði sínu. Og í öðru Ijóði („Sumarmálum") vegsamar skáldið fegurð þess, að rita „með blóði sínu ljóðin sín á baðm og blað“. Máttarvöld lífs vors eru meinsöm og dýrseld. Flest skáld komast að því fullkeyptu, að kveða veigamikil kvæði. Og það listarverð eða þau skáldalaun eru greidd fyrir fram. Georg Brandes hefir það eftir frakkneskum rithöfundi, að enginn viti, hvað lífið sé, og hvað það sé, að vera maður, nema hann hafi staðið á barmi vitfirringar eða á sjálfsmorðsins brún. Eigi veit ég, hversu tæpt skáld vort hefir staðið á þvílíkum eggjum. En enginn hefir getað kveðið sum kvæðin í „Svörtum fjöðrum" nerna sá, er í fyrsta lagi hafði sætt hinum gagnstæðustu skynhrifum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.