Stígandi - 01.01.1945, Blaðsíða 25

Stígandi - 01.01.1945, Blaðsíða 25
STÍGANDI BLYSFÖR OG GREINARGERÐ 15 Eg nefni hér nokkur kvæði í „Svörtum fjöðrum", er mér virð- ast vænleg til langlífis. Krumma-kvæðis er nvgetið. „Myndhöggv- arinn“ verður þar fyrst á leið minni, kveðinn af fjöri og flughraða undir hinum skemmtilegasta bragarhætti. Vel sögð er mikil saga í þessu erindi: „Þá hjó hann í æði í hinn harða stein, sinn himneska clraum og sárasta kvein, hver tilfinning hans, hver einasta ein, fór eldi um steininn kalda og geymist um aldir alda." Lífvænleg kvæði eru og „Hrafnamóðirin" og „Á Dökkumið- um“, eitt hið frumlegasta kvæði skálds vors, kveðið í senn af ein- faldleik og anda, bw yfir gátum og kveikir gTun. Verður það og ekki raulað við íslenzk börn, ljúflingsljóðið litla, „Mamma ætlar að sofna“, meðan íslenzkar mæður gæla við íslenzk börn, stundað er að kenna þeim íslenzkar vísur og brot úr íslenzkum þulum og brögum? Þessi þýðu stef eru kveðin af barnslegri biíðu og barns- legri nærgætni, sem grunar eða getur til um raunir móður sinnar, þreytu liennar, vökur og þrár, sem aldrei verður fullnægt. Hér, í fyrsta kvæði fyrstu bókar sinnar, knýr skáldið þrár-strengina, sem liann síðar knúði oft á. „Sumir eiga sorgir, og sumir eiga þrá, sem aðeins í draumheimum uppfyllast má.“ „Svartar fjaðrir" eru allar í þessu erindi. Þetta litla ljóð er ná- skyit dönsum og þjóðkvæðum, einkum brotum þeirra og við- lögum, sem orðið hafa alþjóðareign. Það logar sem þau af tilfinn- ingu og varma, bjargar sér og skáldlegum áhrifum sínum án venjulegra ljóðtækja og ljóðrænna tilfæra, mynda, hálfmynda og dýrra hátta, en hrífur þó unaðslega sem mjúkur fiðluhljómur. Það er sem ósýnilegar eldsglæður leggi þar frá „hjarta til lijarta". Þetta kvæði er ekki brot, ekki sundurlaust, heldur fullkomin heild. Hlýleikur þess minnir mig á yl einstöku góðra manna og göfugra kvenna, sem er ekki tjáður í máli né orðum, lieldur finnst í handtaki eða sést á svipbrigðum og ásjónu. Þessi stef verða að kallast raunsæleg. F.n skáldleg fegurð birtist í margvíslegu gervi. Af þessum lofs- yrðum mínum um þetta kvæði, — sem eg vona, að séu í alla staði makleg —, má ekki leiða þá ályktun, að þess konar kveðskapur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.