Stígandi - 01.01.1945, Side 30

Stígandi - 01.01.1945, Side 30
20 BLYSFÖR OG GREINARGERÐ STÍGANDI sínum sömu listfimina sem Hannes Hafstein, að líkja eftir hljóð- um, svo að lesandinn skynjar, hvað gerist í heyrnarheimi. í „Buldi við bestur“ heyrist snarkið í logunum, eins og það lieyrist vopna- brakið í Höfuðlausn Egils Skallagrímssonar. Heyrið, hvernig kvæðið byrjar: „Ys á stöðinni. Ys á stöðinni. Öskur, köll og hróp. Burðarkarlarnir brjótast í gegnum brjálaðra manna hóp. Fólkið þyrpist í unnvörpum inn. Einn, ... tveir, ... þrir, tugir, ... hundruð, hraðlestin bíður, horfir — og reyknum spýr. Ríkir og snattðir, ríkir og snauðir ryðjast með farangur sinn. Stjak, stjak og stímabrak," o. s. frv. Eg held, að hver, sem lent hefir í þrengslum, ös og troðningi á stórri járnbrautarstöð, hljóti að játa, að hér sé lýst og ort af list, af sannorðri list, raunsærri list, en þó á áhrifasterkan hátt. Og er slíkt ekki jafnan hin mesta skáldskapar- og braglistarraun? Og hún er sízt slakari, lýsingin á lestarferðinni, hraða hennar og „hjólanna söng“, á lífi og farþegum í vögnunum. Stéttamunur mannlegs félags sést þarna í lestinni, liinn rangláti og ógæfu- þrungni mismunur á mannlegum kjörum. Kvæðið á vídd og mannlegt inntak, sterkt lífs-inntak. Hugur og grunur skáldsins leitar í djúpin og duldar veraldir, þar sem örlög vor og ráð eru ráðin, ævibraut vor lögð eða stikuð. Kvæðið, lestarferðin verður livort tveggja táknrænt, ímynd lífs vors. „Vagnstjórinn ræður, vagnstjórinn ræður!“, kveður við í kvæðinu. Og enn ávarpar skáldið: ,,Eg veit það, veit, að þú, vagnstjóri, ert voldugri en eg. Þú ert eimlestarandinn, hin alráða konungssál, sem hugsar einn fyrir alla," o. s. frv. Og enn kveður skáldið: „Lestin rennur sem lífið sinn lagða, ákveðna veg“. Þér heyrið, að nokkur undiralda vaggar hér ljóðfleyi skálds vors. Ef ég væri höfundi þessa kvæðis með öllu ókunnur, hefði eg sennilega gizkað á, að það væri eftir roskinn mann og reyndan,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.