Stígandi - 01.01.1945, Blaðsíða 36

Stígandi - 01.01.1945, Blaðsíða 36
26 BLYSFÖR OG GREINARGERÐ STÍGANDI „Yfir grænu grasi hvíldi hin guðdómlega ró. Allt söng — og þagði þó, en þögnin andann dró“. Slíkt er skáldskapur að marki. Tilfinning vor skynjar hann fremur en hugsun vor fái greint hann. Hér mælir skáldið „huldu- mál“, sem hann kveður líf vort stöðugt tala, þótt vér fáum sjaldan skilið hulduraddir þess og söng, þar sem hinn þögli og liljóðláti söngvari fer, ef til vill, aldrei „út af laginu“. Lýsingin á skaphöfn kerlingar er og í senn skýr og gagnorð. Hún er ger á hlutrænan hátt og listrænan, myndin af þrálæti hennar og þrásækni, kvenlegri þrautseigju hennar og viljafesti, sem enginn bratti fær bugað, engin bylta né torleiði fá unnið á. Ólíklegt er, að slík gersemi góðlátlegrar gamansemi sem þetta kvæði fyrnist fljótt. Davíð Stefánsson liefir verið vel fyrir kall- aður, er hann orti það. Þarna leikur hann sér, hér er list hans leikur. Það er eins og liann sér hér almáttugur, fullvaldi og al- valdur í skemmtilegu ríki, þar sem tunga Islands, stefjahreimar hennar, hendingar og stuðlar eru þjónar lians, lúta óskum lians og skáldmóði. Það er hið brosandi orkufjör, smekkvísi og létt- leikur í bragarglímu, sem ljá kvæðinu laðan þess og seið, sem ekkert listaverk fær lengi lifað án, hversu auðugt og þróttmikið sem það að öðru leyti er. Þótt skólameistaralegt sé, — eða ef til vill af því, að óhugnan- legur skólameistari er runninn mér í merg og bein — fæ eg eigi orða bundizt um, að hæpið er, að Jóni bónda hafi, að öllu leyti, verið hlíft, og ekki hafi þurft að brenna úr honum synd og sora fyrir innan „helgar grindur" og slíkt hafi gerzt sárindalaust. Það sýnist óeðlilegt, að Jón bóndi liafi sloppið inn fyrir hlið himna- ríkis án þess að leggja á sig sjálfsafneitun, erfiði og áreynslu til sjálfs sín endurbótar, að kona hans hafi, með mannkostum sínum og manndómi, getað gert „annan eins bófa í bak og fyrir“ sálu- liólpinn, án sjálfs hans umbótavilja og sjálfs hans orkuraunar til betrunar. Slíkt væri hvorki réttlátt né vænlegt til mannbóta. Hitt er skemmtileg hugsun, að engu sé, að lokum, algerlega kastað á glæ, hve „guðlaust sem það er“. Veðraskipti eru tíð í kvæðum skálds vors. Þar er í sania ljóði snögglega breytt hugblæ og geðhrifum, eins og eitt tónskáld vort hefir bent mér á. Þar skipta^t á sælunautnir, sárindi og synda- kennd og „bandi bundið á milli“. „Variatio delectat“ eða fjöl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.