Stígandi - 01.01.1945, Blaðsíða 98

Stígandi - 01.01.1945, Blaðsíða 98
88 SMÁVEGIS UM ÆTT BALDVINS SKÁLDA STÍGANDI Þessi umrædda stúlka, móðir Baldvinu, hét Guðrún Björns- dóttir. Var hún fædd í Aðalreykjadal og alin þar upp. Flytzt hún úr fæðingarhreppi sínum vinnukona inn að Víðigerði árið 1860. Er hún þar vinnukona í tvö ár, fyrra árið hjá Kristjáni Kristjáns- syni og hið síðara hjá Ara Jónssyni, er síðar bjó á Þverá. Það ár varð kynning þeirra Baldvins, og mun Baldvina fædd árið 1862—3. Guðrún flutti með barnið ársgamalt á fæðingarhrepp sinn, austur í Aðaldal, en ekki til foreldra sinna, heldur í vist til vandalausra, því að móðir hennar var dáin og hjá föður sínum átti hún ekkert athvarf. Þess má geta hér til fróðleiks, að meðan Baldvina dvelur á vegum móður sinnar þar eystra, þá er telpan skrifuð Baldína. Ekkert verður þó um það sagt, hvor nafnmyndin var upphaflega gefin barninu, því að sú heimild er ekki tiltæk. Svo er skýrt frá fráfalli Baldvins í áðurnefndri grein, að hann liefði verið á ferð „ekki langt frá æskustöðvum sínum“, er hann veiktist og dó eftir fáa daga. Þessar upplýsingar eru í óljósasta lagi, ekki sízt þegar svo stendur á sem hér, — að æskustöðvar þessa athvarfssnauða lausingja, er var þó glæsimenni að gáfum og ásýnd, voru bæði í Skagafjarðar- og Þingeyjarþingi, eins og áður hefir verið á minnzt. Aðaltilgangur þessarar stuttu athugasemdar átti að vera sá, að vekja athygli manna á því, að nokkur vandi fylgir þessari tegund ritstarfa, ef luin á að fara vel úr hendi. Menn verða að kunna að gera greinarmun á því, sem í eðli sínu er munnmæli eða er orðið það sökum tímafjarlægðar og heimildaskorts; — og hinu, sem sök- um nálægðar sinnar við nútíðina eða vegna fjölþættra heimilda verður sannprófað eða afsannað og fær af því gildi sitt. [Um leið og Stígandi þakkar Indriða Indriðasyni upplýsingar þær, sem að framan eru birtar um ætt Baldvins Jónssonar skálda, ber að geta þess, að hvorki frú Kristín Sigfúsdóttir né við, sem að ritinu stöndum, liöfum litið svo á, að þættir þeir, sem hún hefir góðfúslega látið okkur fá til birtingar og notið hafa mikilla vinsælda, væru óyggjandi sann- eða sagnfræði. Þvert á móti hefir frú Kristín tekið það oftar en einu sinni fram við ritstjóra Stíganda, að hún hafi ekki nægileg gögn í höndum eða aðgang að ýmsum nauðsynlegum heimildum, til þess að ekki kunni sums staðar að skorta á ítarlega frásögn eða í einstökum atriðum annað sannara að reynast. En eins og tilfærð orð úr grein frú Kristínar, Baldvina Baldvinsdóttir, í athugasemd Indriða Indriðasonar sýna, er þar einmitt nær alls staðar kveðið þannig að orði um atriði, sem frúin telur sig skorta heimildir fyrir, að auðsær er þar. að baki hugsunarháttur hins spaka Islendings: En hvatki er missagt er í fræðum þessum, þá er skylt að hafa það heldur, er sannara reynist. — Ritstj.]
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.