Stígandi - 01.01.1945, Blaðsíða 41

Stígandi - 01.01.1945, Blaðsíða 41
STÍGANDI BERSÖGLISMÁL 31 þessum tíma. En hitt hefir meir legið í þagnargildi, að fyrir hundrað árum hófst í kyrrþey barátta hinna vinnandi stétta fyrir auknum afrakstri vinnu sinnar og því að ná á eigin hendur sem mestum arði hennar. Fyrstu verzlunarfélög alþýðunnar voru þá stofnuð, og fyrstu búnaðarfélögin skömmu fyrr. Ég hygg, að þessi frjálsi félagsskapur eigi ekki minni þátt í framförum þessara hundrað ára en starf hinna lærðu stjórnmálamanna og rithöfunda. Búnaðarfélögin, samvinnufélögin, verkalýðsfélögin, ungmenna- félög, íþróttafélög, lestrarfélög o. s. frv. hafa eigi aðeins unnið beint að marki sínu til menningar og hagsældar. Uppeldismáttur þeirra hefir eigi verið minna virði. Arið 1916 urðu straumhvörf í stjórnmálum landsins. Hin frjálsu félög alþýðunnar standa fyrir nýrri flokkaskipan. Þeir, sem fengið höfðu þroska sinn og mótað lífsskoðun í ungmennafélög- um og samvinnufélögum, mynduðu Framsóknarflokkinn, en menn úr verkalýðsfélögunum Alþýðuflokkinn. Nú gjörskipti um innanlandsmálin, réttur þegnanna innbyrðis skipti flokkum í stað ófrjórra deilna um réttarsókn á hendur Dönum. Þessir menn ,,frá árunum og orfinu“ stóðu saman og vannst mikið á. Aldrei hafa orðið rneiri framfarir á landinu en næstu tuttugu árin eftir 1916. Framleiðslan til lands og sjávar óx hröðurn skrefum, og kjör almennings bötnuðu. Skattar hækkuðu, meiru var varið til al- menningsþarfa, samgöngubóta, menningar alþýðu o. s. frv. — „Flokkar hinna vinnandi stétta“ áttu mikinn þátt í stjórn landsins og settu sinn svip á öll stjórnmálin allt þetta tímabil. III. Mac Donald var fremstur allra enskra verkalýðsleiðtoga á sinni tíð og í fyrstu mjög röggsamur um forystu málefna alþýðunnar. Hann var forsætisráðherra eftir fyrra stríð. En mestri frægð hetn hann náð fyrir hamskipti sín. í stjórnarsessi var hann bókstaflega talað að fara í föt hástéttarinnar og taka upp hætti hennar. Þessum ytri háttum ,,sló inn“. Áður en varði var hinn gamli verkalýðsfor- ingi farinn að hugsa sem hástéttarmaður, sambræddur auðvaldinu enska og fær um að vera ráðherra íhaldsins þar. Ef litið er inn í þingsalina við Austurvöll á því herrans ári 1944 og þingmenn athugaðir, kemur Mac Donald oft í hug. Flokkur frjálslyndra bænda, Framsóknarflokkurinn, Alþýðuflokkurinn og Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn liafa allir um-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.