Stígandi - 01.01.1945, Síða 28

Stígandi - 01.01.1945, Síða 28
18 BLYSFÖR OG GREINARGERÐ STÍGANDI maður og hver er fyrirmaður að skáldskapargreind, kann bezt að greina ósvikna list frá svikinni. Lærdómur og mikil þekking hrökkva þar ekki til, þótt mikils virði séu. En liitt er satt, sem sagt var í útvarpinu á Davíðs-messu þess, að vinsæld skálds sannar ekki listsæld hans. Andagift, snilli og djúpsæi skáldskapar verða ekki metin eftir lýðhylli hans. En liins vegar má eigi álykta, að skáldskapur sé lítilsigldur, af því að hann er við alþýðuskap. Eða á að fyrirdæma skáldskap Jónasar Hallgrímssonar af því, að hverju ljóðelsku mannsbarni í landinu eru kvæði hans kær, og hann sjálfur er orðinn og hefir um langan aldur verið ljóðrænn ástgoði þjóðar vorrar? En hitt er satt, að hins æðsta í 1 ist njóta þeir einir fullkomlega, sem hefir hlotnazt mikill andlegur þroski, bæði almennur lífsskilningur og skáldskapar- og listaskilningur, eru fyrirmenn í þvílíkum greinum. Mætti um slíkt hugðarefni rita mikið og margt, en því er sleppt að sinni. En liitt verður að taka skýrt frarn, sem raunar hefir verið innt í hér á undan, að Davíð Stefánsson hefir kveðið mörg kvæði, sem enginn höfð- ingi að skáldskapar- og listaviti — nema hann sé því hlutdræg- ari og skáldinu andsnúnari — fær komizt hjá að njóta og játa um, að séu gerð af fullkominni íþrótt og „vammi firrðri", sem Egill kvað. Undir þvílíkan dóm taka og, að eg ætla, allir skynbærir og dómbærir um þessi rök, þá er „Svartar fjaðrir" og fyrstu kvæða- bækur hans eiga í hlut. En á hinn bóginn virðist mér, meðal sumra menntamanna, hafa kennt nokkurrar tilhneigingar til að neita slíku, er seinustu ljóðmæli lians ber á górna. Fyrir 6—8 árum átti eg tal við mikinn gáfumann, fræðimann og menntamann, ljóðrænan vel og fylginn sér, um seinustu kvæðabók skálds vors. Fannst honum lítið til um hana, hafði, að mér skildist, lauslega rýnt í hana, en ekkert fundið þar, er stóðst gagnrýni-próf hans. Eg las honum þá kvæðin „í ormagarðinum“ og „Lótusblóm". Játaði viðtalandi minn þegar hvoru tveggja, að bæði kvæðin væri góður skáldskapur og sér hefði sézt yfir þau. Eg þykist hafa gilda ástæðu til að ætla, að fleirum menntamönnum vorurn fari svipað og þessum mæta og mikla hæfileikamanni. Játa ber, að skáldinu hefir ekki allt af jafn-vel tekizt í kvæðabókum sínurn, og er slíkt lítil tíðindi. En eg dirfist að staðhæfa, að í öllum kvæðabókum sínum hefir Davíð Stefánsson gefið þjóð sinni verðmæt ljóð og líkleg til langlífis, ef íslendingar halda áfram að unna fögrum kveðskap og þeim tekst að varðveita tungu sína og þjóðerni. Og það er eitt einkenni sumra sí-gildra ljóða hans, að þau eiga heima
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.