Stígandi - 01.04.1945, Side 13

Stígandi - 01.04.1945, Side 13
STIGANDI INDRIÐI EINARSSON 107 greint frá störfum Stjórnarráðs íslands. — Auðvitað hefði Indriði Einarsson verið sjálfkjörinn til forstöðu við þessa stofnun, ef liann liefði þá ekki verið orðinn skrifstofustjóri í Stjórnarráðinu, því að liann hafði skapað það, senr heitir hagskýrslur íslands. Einu sinni var hann kjörinn á þing, en það vildi svo til, að hann sat ekki nema á einu þingi. Þar flutti hann þó mál, sem var mikil nýlunda á löggjafarsviðinu, frumvarp til laga um bruna- tryggingu í íslenzkum kaupstöðum o. fl. Var því máli þunglega tekið, eins og oft vill verða um merkustu nýjungarnar, og ekki gekk málið fram fyrr en löngu seinna, en viðurkenndur brautryðj- andi þess á Alþingi er Indriði Einarsson. — Um bankamál skrifaði fiann einnig rnikið, og var líka einn inna fáu manna hér á landi, sem hafði vit á þeim málum, þar sem hann var landsins eini lærði hagfræðingur í þann tíma, en landar hans þóttust hafa efni á því að hafa þennan sérfróða og fjölmenntaða mann utan þingsalanna, nenra eitt einasta ár. Auk feiknavinnu við embættisstörf, talsverð ritstörf um þjóð- mál, forustu stærsta félags í landinu á sínum tínra unr sex ára skeið, *) fékk Indriði Einarsson þó tínra til að fást við leikritagerð. Hann var brautryðjandi á sviði leiklistarinnar á síðara lrluta 19. aldar hér á landi. En þrátt fyrir öll þessi afköst, fór því svo fjarri, að hann yrði ,,þurrpunrpulegur“ og ófrjór skrifstofumaður, að lrann Irélt sér andlega frjóunr til æviloka, las rnikið og skrifaði allra nranna skemmtilegast. Taflmaður var lrann góður og ágætur dans- og göngumaður. — Það, senr nú lrefir verið sagt, sannar, að Iiann hefir verið afkastamaður mikill, og það senr nreira er um vert, frjór afkastamaður. Hann lrafði meira að segja lag á því að skrifa landslragsskýrslurnar svo, að þær voru skemmtilegar aflestr- ar. — Sagnalist Gísla afa Irans Konráðssonar gekk að erfðum til hans, en hún lagðist í annan farveg lrjá lronunr. Hann var skáld. Hvenær senr lrann stakk niður penna, konr skáldið í ljós. A lráskólaárum sínunr lrafði Indriði Einarsson kynnzt Jóni Sig- urðssyni, og all-lrandgenginn var hann nróðurbróður sínum, Kon- ráði Gíslasyni, Fjölnismanninum, senr fyrstur íslenzkra mennta- nranna á 19. öld kvaddi sér hljóðs á opinberum vettvangi til þess að brýna fyrir íslendingum gildi tslenzkrar tungu, og varð rnerkis- nraður þjóðernisstefnunnar meðal íslendinga á 19. öld. — Konráð Gíslason nrarkaði stefnuna d undan Jóni Sigurðssyni: „Vér viljunr vernda nrál vort og Jrjóðerni.“ Það var mergurinn málsins. Það, 1) Stórstiiku íslands (1897—1903).

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.