Stígandi - 01.04.1945, Side 14

Stígandi - 01.04.1945, Side 14
108 INDRIÐI EINARSSON STÍGANDI sem skapar þjóð, er sameiginleg tunga. Ekkert annað getur gert það. Konráð gróf auð máls vors úr gleymsku, og til þess var ijár- sjóðurinn fundinn, að hann skylcii vera geymdur. Það var mikill fengur fyrir Indriða Einarsson að fá að kynnast Nestor íslenzkra málvísindamanna, sem þá var, og Perikles ís- lands á stjórnmálasviðinu, en þeirrar gæfu varð hann aðnjótandi í Kaupmannahöfn í viðskiptum sínum t ið Konráð Gíslason og Jón Sigurðsson. Eg var 10 ára, þegar ég sá Indriða Einarsson í fyrsta sinn. Hann kom á heimili mitt, Geldingaholt í Skagafirði, að sumarlagi. Ég ntan, þegar hann og frændur lians og vinir, margir saman, þeystu í hlaðið sunnan traðirnar. Mér varð starsýnt á hann. Indriði var Jrá fimmtugur, vetri fátt í, maður á bezta skeiði: Teinréttur, tæp- lega meðalmaður á hæð, snar og léttur í lireyfingum, eins og stál- fjöður, vel búinn, með rnikið hár, er talsvert var tekið að grána, vel farinn í andliti, nefið hátt, hafið upp að framan, augun grá, svipurinn góðmannlegur, herðibreiður og miðmjór. Hreyfingarn- ar báru með sér, að hann hafði stæltan líkama og fiman. Hann var líka æfður skylmingamaður og æfði nokkuð sund. Gekk fremur stuttum, afmældum skrefum, eins og hann hefði verið taminn á hergöngu. Hermennskan heillaði hann alltaf. Hann gat lýst fylkingaskipun í orustum, bæði ins gamla og nýja tíma. Skraf- hreyfinn var hann og glaður í viðmóti. Röddin var mjúk, en ekki mikil. Skapmikill var hann og lét eigi misbjóða sér órefsað, gat þá verið langrækinn, en að jafnaði var fljótt úr honum, Jró að liann reiddist, ef hann gekk úr skugga um, að um smáræði var að tefla og illt bjó ekki undir. — Indriði var maður undirhyggju- laus. Háttprýði lians var viðbrugðið. Kunni hann manna bezt að vera með hefðarmeyjum og tignum mönnum, en sá var mun- urinn á lionum og sumurn öðrum, er Jretta kunna, að liann sýndi öllum að fyrra bragði ina sömu kurteisi. Hann var það, sem kallað var á 18. og 19. öldinni með frönsku orði grand seigneur, en slíkur maður er riddarinn án ótta og ámælis. Inn sanni höfð- ingsskapur er honum í blóð borinn. Hann er alúðlegur við hvern sem er, en ber Jtó af um umgengnisgáfur. Indriði var fágaður í framgöngu, snyrtimenni eitt ið mesta í klæðaburði, sem ég liefi séð. Þegar ég spurði liann 85 ára gantlan, hvernig stæði á því, að liann héldi sér svona ungum, svaraði hann, að það væri af því:

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.