Stígandi - 01.04.1945, Side 18

Stígandi - 01.04.1945, Side 18
BRYNJAN (Sbr. sögnina nin skyrtu Örvar-Odds.) Eftir SIGURÐ JÓNSSON, Arnarvatni • 0 * Að baki lá æskan, það vaxtarins vor, með vandþreytta fimleika keppni, sem magnaði krafta og mjúkleik og þor og máttuga afreka heppni. Gegn forneskju rammri og forlagatrú sig fullhuginn einstæður reisti. Og útþráin valfrjáls var eldkveikja sú, sem átthagafjötrana leysti. Og hamingjumikil var heimanför gjör, því hugur stóð allur að máli. Og frægðarorð barst af hans Bjarmalandsför svo bjart eins og sindur af stáli. Svo áfram til frægðar og frama var þreytt, og fóstbræður göfugir valdir. Og saman þeir áttu sér sjónarmið eitt, en sigrarnir urðu ei taldir. Til framgangs og ágætis hugsjónum hans var hreysti og snillinni fórnað, og sigurför raktri frá landi til lands af leiðtoga markvissum stjórnað. * # * # Nú svall honum móður. Af harmi og heift því hjarta 'hans bölþrungið stundi. Svo dýrt hafði 'ann sigurinn síðasta keypt, að seint honum fyrnast það mundi.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.