Stígandi - 01.04.1945, Page 19

Stígandi - 01.04.1945, Page 19
STÍGANDI BRYNJAN 113 Nú íannst honum allt það eitt íónýtispróf, sem fyrir þó lífinu hætti 'ann, er fallinn úr valnum sinn fóstbróður hóf, sem fá mundi aldrei sér bættan. Þá birtist hún óvænt, hans örlagadís: „Hin ítrasta manngildis raunin hún krafði þig alls, og því áttu nú vís, og afhent þau skulu þér, launin!" Svo yfir hann skínandi brynju hún brá, hún beygðist sem silki að liðum. Og glóherta stálhringa stirndi þar á, en stirðleiks ei gætti í sniðum. „Á stálofnum brynserk fær brand eigi fest, ei bítur þig frost eða eldur, né sækir þig mæði, er sókn herðir mest, ef samur þú stefnunni heldur. En baki við hugsjón ef heitrofi snýrð, ef hik sezt að stríðsgeði snjöllu, ef bilar þig hugur, svo hopar og flýrð, þér haldlaus mun brynjan að öllu!" 8

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.