Stígandi - 01.04.1945, Page 20

Stígandi - 01.04.1945, Page 20
ÆSKUMINNINGAR Eftir SIGURJÓN FRIÐJÓNSSON AÐ, sem ég man fyrst í lífi mínu, ætla ég að liafi verið fugla- sr söngur á vorcfegi. Ég er fæddur að Sílalæk í Suður-Þingeyjar- sýslu 22. sept. 1867 og fluttist með foreldrum mínurn að Sandi vorið 1873 — á 6. ári. Mér er enn í ljósu minni ýmislegt, sem bar við þetta vor og árið áður. Og fuglakliðurinn af vatninu við Síla- lækjarbæinn, fyrst og fremst. Bæirnir Sandur og Sílalækur standa fyrir botni Skjálfandaflóa og eru ásamt Hraunkoti, er stendur nokkru sunnar, einangraðir frá aðalbyggð sveitarinnar af mikilli hraunbreiðu, sem liggur þvert yfir Aðal-Reykjadal milli Laxár og Skjálfandafljóts. Nær hraunið þvínær til sjávar að austanverðu, en að vestan — við Skjálfandafljót — er alllangt frá hrauninu til liafs, og á því svæði mýrlendi, vatn, sem nefnt er Miklavatn, og sandar með nokkrum gróðri milli vatnsins og hafsins. A mýrlendinu norðan við hraunið eru bæirnir Sandur og Sílalækur; Sandur vestar og rétt við jaðar hraunsins, Sílalækur austar og lengra frá hrauninu, nálægt Mikla- vatni. — Hraunkot er í hrauninu suður frá Sandi og þeir bæir báðir skammt frá Skjálfandafljóti. í björtu sumarveðri er mikið og fagurt útsýni á þessum bæj- um og einkum frá Sandi. Til norðurs sér yfir allan Skjálfanda- flóa og norður til Grímseyjar, þegar skyggni er bezt. Til suðurs sér yfir Aðaldalshraun — sem víða er með allmiklu skógarkjarri — daladrög, heiðalönd, fell og fjöll langt inn til öræfa. í austri blasa við fjallgarðar Reykjaheiðar og í vestri Kinnarfjöll, há og tíguleg. Með suðaustlægum hlývindum — en þau veður verða fegurst í Þingeyjarsýslu — sendir Laxá einatt mjúka, milda tóna niður yfir Aðaldalshraun. Með hásunnanvindum berst þungur dynur frá Goðafossi. Og í Kinnarfjöllum hrynja straumharðar smáár alla daga, sumar og vetur. En þegar haustar og vetrar að — og reyndar ósjaldan á sumrin líka — verður þarna oft drunga- legt, rigningasamt og snjóasamt. Brimasamt haust og vetur. Og ofsahvassir útsynningar standa þar oft af Kinnarfjöllum. En dásemdir lífsins eru það, sem fyrst segja til sín í skýjarofum

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.