Stígandi - 01.04.1945, Side 24

Stígandi - 01.04.1945, Side 24
118 ÆSKUMINNINGAR STÍGANDI raun í rímnagerð — sem löngu síðar átti þátt í rímu Helga kon- ungs Hálfdanarsonar. Litlu síðar en þetta var, mun það hafa verið, að ég byrjaði að læra barnalærdómskverið — og fannst það leiðinlegt verk. En ekki var það þó nndantekningarlaust. Ymislegt í siðalærdóminum festi rætur í huga mínum. En sumir trúarlærdómarnir vöktn snennna lijá mér efa — og einkum útskúfunarkenningin. Bernskutrú sú, er ég hefi minnzt á áður, stafaði einkuni af móðurmissi mínum og trúuðu kvenfólki á heimilinu. Njólu Björns Gunnlaugssonar kynntist ég um sama leyti og kverinu og hafði sú kynning ýnrisleg álnif á mig í gagnstæða átt við kverkennslnna. Og líku máli var að gegna um bók Magnúsar guðfræðings Eiríkssonar „Um Jóhann- esar guðspjall ', sem ég kynntist líka ungur, en nokkru síðar en kverinu. Eg hefi áður tekið það fram, að hræðsla mín við „djöfulinn" hvarf að vissu leyti og mestu leyti í ósjálfráðum draumórum. En hitt varð líka furðu snemma, að kenning kirkjunnar um andskota guðs strandaði í huga mínum á náttúrlegri rökleiðslu og er lík- legt, að það hafi stafað af Njólu Björns Gunnlaugssonar, að ein- hverju leyti. Samkvæmt kenningu kirkjunnar er „djöfullinn" skapaður af guði — eins og allt annað og nteð því innræti sem honum — þ. e. „djöflinum“ — er talið eiginlegt. En ætla verður, að alvitrunt guði hafi verið auðvelt að sjá fyrirfram hvers konar afleiðingar yrðu af nefndu innræti og algóðum guði eiginlegast og almáttugum guði auðvelt að afstýra þeim. Og liafi það ekki verið gert — á hverj um er þá ábyrgðin? Á mönnunum eða hvað — sem ólíklega hef'ðu verið því vaxnir? Á þeim, er upphafinu olli, skaparanum, eða hvað? En er það ekki í bága við þá eiginleika, sem honum eru tileinkaðir? — Myndi ekki vera næst sanni, að kenning þessi sé öll grundvölluð á lítilli þekkingu? Hugleiðingar þær, sem hér eru látnar í ljós, höfðu lítil áhrif á „barnatrú" mína, önnur en þau að afneita trúnni á „djöfulinn“. Sonarafstaða mín til guðshugmyndarinnar var söm og áður, að sinni. En með fermingu minni urðu þáttaskipti í sálarlífi mínu, sem nú verður kornið að. Ein af spurningum þeim, sem presturinn lagði fyrir mig á kirkjugólfi fermingardaginn og í áheyrn almennings, var svohljóð- andi: „Afneitar þú af öllu hjarta djöflinum, öllum lians verkunt og öllu lians athæfi?“ Nú hafði ég komizt að þeirri niðurstöðu, svo sem fyrr er sagt, að djöfull — í kirkjulegum skilningi — væri

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.