Stígandi - 01.04.1945, Page 25

Stígandi - 01.04.1945, Page 25
STÍGANDl ÆSKUMINNÍN GAR í 19 ekki til. Hins vegar var mér ljóst, að spurning prestsins var grund- völluð á fullyrðingu um slíka tilveru og að heimtað var svar í samræmi við það. Ég hafði búizt við spurningunni, kviðið fyrir Irenni og beðið guð um hjálp til að svara lienni rétt. En hjálpin kom ekki. Annað svar en það, sem presturinn vildi hafa, var ég ekki maður til að gefa. En mér fannst það algerlega rangt. Fannst það vera lygi og stórsynd — sem guð liefði ekki hjálpað mér til að greiða úr á réttan hátt — þrátt fyrir bæn af öllum huga. Það setti að mér ofsagrát — í heyranda iiljóði — sem ég réð ekkert við. Mér fannst þetta allt verða mér til stórkostlegrar, óbætanlegrar sví- virðingar. Fannst ég hafa afneitað sjálfum mér fyrst og fremst, sannleiksást minni og drengskap. Og fannst h'ka, að guð hefði yfirgefið mig í ýtrustu neyð — og að líkindum ekki vera til. Næstu árin eftir þetta, 2—3, eru í minningum mínum gleðilítill og gróðrarlítill tími, sem fann þó aftur vor sitt við vaxandi þroska. — Ein af afleiðingum fermingarinnar varð síðar sú, að ég hafnaði því, að fá kirkjunni börn mín í hendur, á sínum tíma. Sú upp- eldisaðferð nútímans, sem annars vegar er tengd við sannleiksleit vísindanna — svonefndu — og hins vegar vafasamar, umdeildar trúarbragðakenningar, þar senr eitt kemur einatt í bága við annað, er ekki ákjósanlega til þess fallið að ala upp sjálfstætt, þroskað fólk. Með þessu er ekki sagt, að trúarbrögð hafi ekkert menningar- gildi. Hitt mun sönnu nær, að mannkynið geti ekki án trúar- bragða verið. Ekki að svo stöddu að minnsta kosti. Maðurinn er langt frá því að vera fullkominn og það er tiltölulega lítið, senr hann veit. Trú er ekki vissa — og sannleikur sagna beztur. Meðan lrann er ekki fundinn í einu og öðru, er leitin — sannleiksleitin — það, senr öruggast stefnir að þróun mannanna.

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.