Stígandi - 01.04.1945, Qupperneq 29
STÍGANDI
VEÐMÁLIÐ
123
heldur, fullyrti Níels sigurviss að vanda. Ég þori að veðja við þig
hverju sem vera skal, að þetta er leikur einn.
Þú mundir ekki halda út í viku, ekki í þrjá daga.
Viltu veðja?
Mér er illa við öll veðmál.
Þorirðu ekki að veðja?
Þori víst. Ég vil bara ekki gera þig þeim krónunum fátækari.
Ég legg hundrað krónur að veði fyrir því, að í heila viku skal
ég segja sannleikann, blákaldan sannleikann, hvernig sem á stend-
ur og hver sem í hlut á, sagði Níels.
Þú getur alveg eins borgað mér þessar hundrað krónur strax,
sagði ég. Þetta er blátt áfrarn heimskulegt.
Ætlarðu að veðja, eða ætlarðu ekki að veðja?
Gott og vel. Ef þú endilega vilt verða af með þessar hundrað
krónur, skal ekki standa á mér. Þú heldur það ekki út í þrjá
daga.
í heila viku, lýsti Níels yfir. Og þú skalt strax fara að reyta
saman í lmndrað kallinn, því að það verður þú, sem færð að verða
af með hann.
Við sjáum til, sannleikspostuli, sagði ég. Sá hlær bezt, sem síðast
lilær.
Ég byrja strax á rnorgun.
Bezt er illu aflokið. Mikið mattu verða feginn, þegar vikan er
liðin.
Já, til þess að geta sýnt þér og sannað, að þetta er framkvæman-
legt.
Ég skyldi sannarlega samgleðjast þér, ef svo færi, að þú ynnir,
þó að það kosti mig hundrað kall. Að borga hundrað krónur fyrir
sjálfan sannleikann er í rauninni gjafverð.
Þú steinheldur kjafti um þetta, sagði Níels. Það má alls ekki
vitnast, að þetta sé veðmál. Það getur eyðilagt allt saman.
Ekki gerðum við neinar skriflegar skuldbindingar, til þess
þekktumst við of vel. Þetta var á miðvikudagskvöld. Fimmtudagar
eru góðir dagar. Það skyldi þó aldrei fara svo, að ég að viku lið-
inni yrði hundrað krónunt fátækari?
Kvöldið eftir kom Níels til mín. Ég sá það strax á honum, að
byrjunin hafði ekki verið alls kostar hagstæð.
Hvað segir sannleikspostulinn í fréttum?
Það er eftir því, hvernig á það er litið, anzaði vinur minn og
gerði sig borginmannlegan í tali.