Stígandi - 01.04.1945, Side 36

Stígandi - 01.04.1945, Side 36
130 VEÐMÁLIÐ STÍGANDI er svo hrædd um, að hann sé búinn að eyðileggja allt fyrir sér með þessu. Við sjáum ti), sagði ég hughreystandi. Gæti þetta ekki orðið allt saman gott aftur frá þinni hálfu, ef iiægt væri að uppræta þessar grillur úr liöfðinu á lionurn? Ég veit ekki, anzaði Jakobína í öngum sínum. Jú, áreiðanlega, ef ég gæti verið viss um, að J^etta kæmi ekki fyrir aftur. Mér finnst svo skammarlegt, að Jaetta skidi vera konrið svona í hundana. Ég er viss um, að ég get ekki horft framan í nokkra lifandi manneskju í langan, langan tíma. Nú skaltu herða upp hugann og vona hið bezta, sagði ég. Ég ætla að fara og tala við Níels. Ég trúi ekki öðru en ég geti komið þessu í lag aftur. Ég var þó ekki eins bjartsýnn og ég lét í veðri vaka. Og satt að segja var ég Jregar farinn að efast um, hvort Jrað væri rétt af mér að láta til mín taka með einkamál Jreirra Níelsar og Jakobínu. En eins og sakir stóðu fannst mér ég ekki geta annað. Það yrði svo að ráða úrslitum, hvernig Níels sjálfur liti á málin. Ég fylgdi Jakobínu heim og liélt síðan til Níelsar. Ekki var ljós í gluggum lijá lionum, en ég drap samt á dyr. Enginn svaraði. Ég tók í liandfangið á hurðinni, hún var ólæst og opnaðist Jregar. Ég kveikti og litaðist um. Jú, heima var hann, pilturinn. Hann sat í djúpum stól og fól andlitið í höndum sér. Svaf hann, eða var hann fullur? Nilli, Níels. Hann hvorki leit upp eða svaraði, en ég sá, að hann hreyfði sig ofurlítið. Ég gekk til hans og tók í öxlina á honum. Nilli, Níels minn. Líttu upp og talaðu við mig. Hann hóf upp höfuðið ofurliægt, svo að ég gat séð framan í hann. Mér Imykkti við, er ég sá, hversu svipur lians var orðinn torkennilegtir og markaður þjáningum. Níels, sagði ég. Ég veit, hvernig komið er. Ég var að koma frá því að tala við Bínu. Mannaðu Jjig upp, og svo skulurn við ræða málin. Hann gaf fyrst frá sér hljóð, sem átti helzt að líkjast hlátri. Það ætti að vera nóg, sagði hann svo. Ég geng út frá því, að hún hafi ekki sagt annað en sannleikann. Því miður, sagði ég. Hún sagði mér, að Jaað væri allt búið að vera á milli ykkar. Því vil ég ekki trúa fyrr en ég tek á. Er þetta satt?

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.