Stígandi - 01.04.1945, Page 44

Stígandi - 01.04.1945, Page 44
ÞITT SKOHLJOÐ HVERFUR Eftir SVERRI ÁSKELSSON Mitt hjarta titrar klökkt af þrá til þín, * sem þungur brimgnýr fylli huga minn, sem gráti ástvin horfinn hinzta sinn, sem hylji dauðans fölvi bjarta kinn, mitt hjarta titrar klökkt af þrá til þín. Er vorsins bros á bleikum himni skein, þú beiðst mín ein við hraunið svart og grett, með reyrsins mýkt í spori, ljós og létt, sem lítið fjallablóm við eyðiklett, er vorsins bros á bleikan himin skein. I skauti þínu fann ég upphaf alls. Hvert æðaslag, hver þrá, er feimin beið, hvert faðmlag þrungið þúsund alda seið hjá þér og mér, allt benti sömu leið. í skauti þínu fann ég upphaf alls. Þitt skóhljóð hverfur hægt í húmsins nótt, svo hljótt, svo rótt er allt að baki þér, og eldur sá, er brann í brjósti mér, er bliknuð glóð, sem lengur enginn sér. Þitt skóhljóð hverfur hægt í húmsins nótt. \ t

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.