Stígandi - 01.04.1945, Page 47

Stígandi - 01.04.1945, Page 47
STÍGANDI ÓLAFUR í KÁLFAGERÐI 141 var lág og þröng, var fyllt með skepnum á Iiaustin, svo að varla var hægt að ganga um hana. Var þetta gert til hlýinda, og svo höfðu þau gaman af því. Þau voru dýravinir. Hundarnir sváfu í rúm- unum og sleiktu öll matarílát. Þóttust þau gera þetta sér til heilsu- bótar, því að hundstungan væri svo holl. Nærri má geta, að ekki liefir Ólafur gengið þess dulinn, að margir hliðruðu sér hjá því að þiggja greiða og gistingu þarna. Voru þau feðgin þó ekki mat- sár, þegar eitthvað var fyrir liendi. Líklegt er einnig, að það liafi aukið á vanmáttarkennd hans að koma til þeirra, sem bjuggu við aðra heimilishætti. Aldrei mun Ólafur hafa verið að leikjum með öðrum ungling- um. Helzta dægrastytting hans í tómstundum var að tálga dýra- og mannamyndir úr tré og ýsubeini. Enginn mun liafa hvatt hann til þess og ekki liafði hann önnur tæki til Jress en lélegan vasahníf. Þegar hann var gamall orðinn, sagði hann eitt sinn frá því, að þegar hann var drengur, hefði hann oft setið úti og föndrað við Jjetta smíði sitt. Kom Jrá einhverju sinni ókunnugur maður til hans og horfði á hann um stund. „Þú hefir ekki góðan hníf, dreng- ur minn,“ sagði hann. Síðan tók hann upp hníf og gaf Ólafi. Sagð- ist Ólafur aldrei hafa eignazt annan eins, því að ávallt hefði liann bitið eins og honum væri brugðið í vatn. Brátt vöktu Jressir smíð- isgripir athygli þeirra, er sáu. Þeir þóttu svo haglega gerðir. Keyptu margir þá til Jiess að gefa börnum sínum að leikfangi. Einkum voru Jrað hestar, telgdir úr brennibútum. Þeir voru mál- aðir ýmist skjóttir eða einlitir. Hver vöðvi var skýrt mótaður og hvergi sást tálgufar. Ekkert gleymdist, ekki einu sinni hóftungan. Eaxið var klofið í miðju og lokkaskiptin sáust greinilega á því og taglinu. Þessir hestar kostuðu eina krónu, þegar Olafur lagði til efnið, en 50 aura, Jaegar kaupandinn lagði það til. Þætti Jrað ekki dýrt leikfang nú á dögum. Margir dáðust að karli og konu, sem Ólafur hafði srníðað í æsku. Bæði voru þau á hestbaki. Konan sat í söðli, karlmaðurinn í hnakk. Bæði voru þau í reiðfötum með hatt á höfði og á baki konunnar lágu langar hárfléttur í lykkjum. Það þótti mönnum einkennilegast, að þessi maður, sem fáu virtist gefa gætur, hafði mótað fyrir hverjum saumi á fötunum eins og Jrá var í tízku. Litla fræðslu mun Ólafur hafa fengið í æsku, eins og flestir á Jjeim dögum. Þó voru Jxui sæmilega læs feðginin, en bækur voru víst ekki aðrar í kotinu en húslestrarbækurnar og eitthvað af göml- um rímum. Aldrei sást Ólafur með bók eða blað og hugðu sumir,

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.