Stígandi - 01.04.1945, Síða 49

Stígandi - 01.04.1945, Síða 49
STÍGANDI ÓLAFUR í KÁLFAGERÐI 143 lotinn og þreytulegur í útliti. Ekki var liann þrekmikill að sjá, en undarlega seigur að þola vosbúð og kulda í vetrarferðum. Einu sinni villtist hann að heiman í hríðarveðri að kveldi og lá úti um nótt. Þá var hann korninn á sextugsaldur. Hann ætlaði að láta inn hrossin, því að hríð var að bresta á, en fann þau ekki, þar sem hann átti von á þeim. Þetta var á útmánuðum og lítill snjór á jörðu, en dimmt af hríð og nótt. Ráfaði hann nú lengra og lengra og vissi loks ekki, hvar Iiann var staddur. Varð honum það til lífs, að hann datt niður í þurra gróf, sem vatn hafði grafið fyrir löngu. Jarðbrú var yfir henni að nokkru. Þar var því skjól, Jrótt ekki væri Jrað álitlegur næturstaður. Þarna lét Olafur fyrir- berast. Að morgni var svo bjart, að sá til fjalla. Sá Ólafur þá, að liann var konrinn langt út úr landareign sinni og hafði stefnt til fjalls. Hélt hann nú heimleiðis og kom þangað liress og ókalinn í birtingu um morguninn, áður en nokkrar ráðstafanir voru gerð- ar til Jress að leita hans. Lítið mun Iiafa verið sofið í kotinu þessa nótt. Þar var ekki annað fólk en kona Ólafs og fósturdóttir ung, fóstra hans háöldruð og smaladrengur, sem þær Jrorðu ekki að senda frá bænum. Ólafur var hinn lnessasti og kvaðst hann liafa kveðið rímur alla nóttina til þess að halda frá sér kulda og svefni. Gaman þótti Olafi að bragða vín í kaupstaðarferðum. Varð hann Jrá sem annar rnaður, öll feimni livarf. Hann varð ör og opinskár, skrafhreifinn og léttur í máli. En alltaf hélt hann góð- lyndi sínu. Fór hann þá stundum að segja atburði frá æskuárum sínum og viðskiptum þeirra fóstra hans. Kom þá í ljós, að hann bjó yfir kalalausri kímni og einkennilega skringilegum frásagnar- liæfileika. Eg man eftir Olafi frá því að hann var rúmlega miðaldra maður. Kálfagerði er næsti bær við æskuheimili mitt og örskammt á milli. Hann var tíður gestur á heimili foreldra minna. Faðir minn var nokkrum árum yngri en Ólafur, en Jreir Væru kunnugir frá barnæsku og vinir til æviloka. Leitaði hann jafnan til föður míns með öll sín vandamál. Sátu Jreir oft lengi og ræddu saman. Okkur krökkunum þótti vænt um Ólaf. Hann hafði smíðað hesta handa mér og systur minni, sem var lítið eitt yngri, og liann hafði læknað þá, er þeir fótbrotnuðu af ógætilegri meðferð okkar. Hesturinn minn var rauður, en hinn rauðskjóttur. Þeir voru báðir prýðilegir klárar, en eru nú úr sögunni fyrir löngu. Svo mun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.