Stígandi - 01.04.1945, Page 50

Stígandi - 01.04.1945, Page 50
144 ÓLAFUR í KÁLFAGERÐI STÍGANDI hafa farið um alla þessa gripi, því að þeir voru oft hart leiknir af óvitahöndum. Stundum komum við með ýsubein til Ólafs og báðum liann að tálga eitthvað úr því. Hann brosti við og fór að skoða beinið: „Ég lield, að ég geti ekki átt við það núna,“ sagði hann stundum, en tók þó vasahnífinn sinn og byrjaði að skera það til. Forvitin barnsaugu fylgdu hverri hreyfingu hans. Það var einkennilegt að sjá, hvernig svipur lians breyttist. Hann starði á beinið eins og liann sæi eitthvað í því. Léttur roði kom frarn í kinnarnar og aug- un Ijómuðu af áhuga. Mér fannst hann yngjast og fríkka. Eftir skamma stund var hann búinn að leysa út úr beininu æðarfugl eða önd með unga á baki, rjúpu eða hrafn, hvert með sínum ein- kennum, eða lítinn, hnellinn hund með hringaða rófu og sperrt eyru, alveg eins og hann ætlaði að stökkva af stað og gelta. Á efri árum fékk Ólafur eitt sinn stóra sendingu af ýsubeinum frá konu af dönskum ættum, sem búsett var á Akureyri. Hafði hún heyrt getið um hagleik hans og ætlaði að senda þessi leikföng frændsystkinum sínum í Kaupmannahöfn. Þann vetur vann Olafur mikið að þessu í tómstundum, en hann kvartaði um þreytu. Áhugi hans var Jrá farinn að dofna. Ég fékk að skoða þetta safn, áður en hann sendi Jrað frá sér. Þar kenndi margra grasa. Þar voru brúðhjón. Konan í íslenzkum búningi og prestur í hempu með kraga. Þar voru rnargs konar dýr, fuglar og ferfætl- ingar. Margt var Jrarna vel gert, en þó var eins og eitthvað vantaði af því lífi, sem einkenndi smíðisgripi Ólafs frá fyrri árum. Þá sagðist hann heldur ekki leggja út í svona smíði aftur, fingurnir orðnir stirðir og örðugra að festa hugann við Jrað en áður. Ekki veit ég, hvernig þessir íslenzku gripir liafa fallið í geð þeim, sem aðeins þekktu gljábrennd og máluð verksmiðjuleik- föng, en lítið mun Ólafi liafa orðið úr þeirri vetrarvinnu. Ólafur var hraustur maður alla ævi og varð gamall. Svo var og um Friðrik fóstra hans og Friðriku fóstru lians. Sá ekki á, að heimilishættir í kotinu hefðu orðið neinu þeirra að meini. Ólafur dó 1914. „Hann hefði getað orðið listamaður," sögðu sumir um Ólaf, Jregar hann var gamall og hættur að smíða. Og lítill vafi er á því, að hann bjó yfir ríkri listhneigð, sem þroskaðist framan af ævi lians, og þrátt fyrir örbirgð og einangrun og þrátt fyrir seigdrep- andi strit og skilningsleysi samtíðarinnar yfirgaf hún hann aldrei með öllu. I

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.