Stígandi - 01.04.1945, Page 53

Stígandi - 01.04.1945, Page 53
STÍGANDI FYRSTU GÖNGURNAR MÍNAR 147 fróðari en þá er ég fór af stað. Og vissulega voru göngurnar — og eru enn — einn liður í þroskaferli íslenzkra sveitapilta. Að göngum loknum komu svo réttirnar, og þar þótti öllum gaman að vera, ungum sem öldruðum.------- Það atvikaðist nú svo jneð mig, að ég var ungur, þegar ég lagði af stað í fyrstu göngurnar mínar, alveg óvenjulega ungur að ég segi. Ég er sem sé fæddur á gangnasunnudaginn. Og það skeði fyrir 55 árum. Að vísu mun hún hafa verið stutt ganga mín í það sinn, eða aðeins frá móðurskauti í vögguna. Og sjálfsagt liefi ég ekki farið þann spöl að venjulegum gangnamannahætti, gangandi eða ríðandi. Þó man ég það nú ekki! En hvað sem því líður, á gangnasunnudag var það, sem ég fór fyrst að brölta, óháður öðr- um. Og mér hefir alltaf fundizt það einkennileg tilviljun, að ég skyldi fæðast einmitt þann dag, sem síðar um langt skeið varð minn mesti uppáhaldsdagur ársins, af óskyldum ástæðum. En þó að sleppt sé öllu gamni og bollaleggingum, þá var ég samt ekki gamall, þegar ég lagði fyrst af stað í verulegar göngur, eða aðeins 10 ára, og þó 5 dögum fátt í, ef talið er eftir almanak- inu. Og það eru þær göngur, sem ég ætla að segja ofurlítið frá hér á eftir. Eins og fyrr segir, var bær sá, sem ég átti heima á um þetta leyti, innstur í byggðum dal. En dalur sá var eigi þrotinn þar, Iieldur náði langt suður í óbyggðir, svo að talin var um 4 klukkustunda gangur fyrir fullfrískan mann að enda hans frá heimili mínu. Var það heimaland jarðarinnar. En sú kvöð hvíldi á ábúandanum að leggja til mann endurgjaldslaust til smölunar heimalandsins í hverjum haustgöngum. Voru þessar göngur samt nokkru lengri, enda hófust þær hálfum degi fyrr en hinna svonefndu mótmanna, og voru þó þeirra göngur metnar til verðs að hálfu á móts við aðalgöngur. Nú skyldi ég fara í þessa heimalandsgöngu, því að húsbóndi minn fór í aðalgöngurnar, og var þá ekki um annan að ræða á heimilinu. Ég hlakkaði auðvitað ósköp til þessa, og beið með mikilli eftir- væntingu eftir gangnasunnudeginum. Hvernig skyldi nú veðrið verða? Það er hin örlagaríka spurning, sem svo oft brennur á vör- um íslendinga. Vér eigum svo margt undir veðrið að sækja. Á- kvarðanir og atliafnir standa oft eða falla með því. Það var fagurt og gott í fyrra um göngurnar, og því skyldi það ekki verða eins nú, mun ég hafa hugsað. Loks rann upp gangnasunnudagurinn 1899. Og hvílík von- 10»

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.