Stígandi - 01.04.1945, Síða 56

Stígandi - 01.04.1945, Síða 56
150 FYRSTU GÖNGURNAR MÍNAR STÍGANDI árangurslaust. Ég reyndi að halda á mér hita með því að hreyfa mig ofurlítið um. Ef til vill hafði ekkert getað orðið af göngum vegna dimm- veðurs, og mennirnir lialdið kyrru fyrir við kofa sinn, sem ég vissi, að var einhvers staðar lengra inn á afréttinni. Þá er ég hugði skammt til rökkurs, réð ég það af að bíða ekki lengur. Hélt ég af stað heimleiðis, vonsvikinn og kaldur. Þegar tæpur þriðjungur leiðarinnar var að baki, vissi ég, að nokkrir þeirra manna, sem ganga skyldu vesturpartinn, áttu að hafa náttstað niðri í dalnum, vestan megin árinnar, ef af göngum liafði orðið. Þar skyldu og einnig hafast við nætursakir þeir menn, sem ég átti að mæta, og ég að sjálfsögðu líka. Ekkert skýli var þar þó, og enginn hafði tjald með sér, svo að búast rnátti við kaldri gistingu. Ég t ildi nú vita, hvort þarna myndi ekki ein- hverja menn að hitta, og fór því niður í dalinn, sem orðinn er all- djúpur þarna. En til að komast á náttstaðinn varð að fara yfir tvær ár, fyrst þá, sem fellur eftir dalnum, og síðan aðra, sem kernur þar suðvestan af öræfum og sameinast þær rétt norðar. Ég var fyrst í nokkrum vafa um, hvort ég ætti að fara vestur yfir. En ég var rennvotur livort sem var, og þar sem ég áleit ána mitt meðfæri, þá lagði ég í liana, þar sem mér sýndist hún væðilegust, og gekk það vel. Þegar ég kom að hinni ánni, þá virtist mér hún ekki eins auðveld yfirferða. Svo dinnnt var nú orðið, að ég gat ekki greint, hvort nokkrir menn væru vestan árinnar. En er ég fékk ekkert svar eftir að liafa kallað, þóttist ég þess vís, að þar mundu engir vera. Hætti ég því við að vaða vestari ána. Nú settist ég að þarna í tanganum á milli ánna, ég held án þess að liafa nokkra áætlun í huga. Ég var eiginlega ekki hrædd- ur, en einhver ónota geigur var þó í mér. Mér var hálfkalt, enda nær holdvotur, því að á þessunt tínia var minni völ vatnsheldra hlífðarfata en nú er orðið, og lirkoman var alltaf hin sama. Ég var líka orðinn hálfþreyttur. En ég var ekki svangur, því að ég hafði nógan mat með mér. Næturmyrkrið var nú að skella yfir, kjarkurinn fór minnkandi og vonbrigðin vaxandi. — Ég lagðist fyrir á grasbletti í skjóli fyrir norðanáttinni. Og ég mun fljótt hafa fallið í eitthvert svefnmók. En líklega aðeins stutta stund. Þá hrökk ég upp við eitthvert hljóð. Ég hlustaði. Og nú heyrði ég glöggt að hundur gelti. En ég gat ekki vel áttað mig á, hvaðan geltið kom, en helzt heyrðist það vera suðaustan af fjallsbrúninni. Líklega eru gangnamenn þeir, sem ég átti að mæta, að korna nú.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.