Stígandi - 01.04.1945, Síða 57

Stígandi - 01.04.1945, Síða 57
STÍGANDI FYRSTU GÖNGURNAR MÍNAR 151 Og það glaðnaði yfir mér, og mér fannst birta í kringum mig. Nú var sjálfsagt að bíða, því að hér á sínum gamla náttstað myndu þeir gista. Hér var eini staðurinn, senr þeir gátu komið liestum sínuin niður í dalinn. Eftir hálftíma hlaut ég að hitta þá. Og ég beið, — fyrst þolinmóður, síðan með óþreyju og loks í \ onleysi. Mér fannst ég bíða óra lengi. En enginn kom. Og hund- urinn gelti ekki lengur. Þetta hafa þá ekki verið þeir. Og þó var þetta engin misheyrn. Ég var viss um það. Hvernig gat þá legið í þessu? — Skyldi þá sögnin um Runu-Flekk vera sönn? En Runu-Flekkur var hundur, sem samkvæmt gömlum munnmælum átti að hafa verið vakinn upp og magnaður til að granda sauðfé búandans á bænum, sem ég átti lreima á, og hafðist við þarna inn í dalsbotninum. Að vísu lagði enginn trúnað á þetta lengur, þó að munnmælin væru enn ógleymd, og ég hafði heldur ekki gert það. En hvað er það, sem ekki getur komið fyrir ;i dimmri liaustnótt í lnakviðri innst uppi í afdölum, þar sem 10 ára gamall drengur er einn á ferð?- Eg kaus ekki að hafa lengri dvöl þarna, heldur lágði nestis- pokann á bak mitt, óð austur yfir ána, og þrannnaði síðan í nátt- myrkrinu og slagviðrinu út dalinn, yfir þær torfærur, sem ég hafði sneitt hjá um daginn á suðurleiðinni, og mun hafa kornið heim nokkru eftir miðnætti. Þar nteð var lokið þátttöku minni í þessum göngum, fyrstu göngunum minum. En það er af gangnamönnunum að segja, að þeir, sem leita skyldu Vesturpartinn, dvöldu við náttstað sinn, sem var skannnt sunnan við byggð, fram eftir mánudeginum, og er þeir sáu, að ekkert gat orðið úr göngum sakir dimmviðris, héldu þeir til bæja undir kvöldið og gistu um nóttina að heimili mínu. Nátt- staður hinna var langt inni á öræfum, eins og fyrr er getið. Þeir skiptu göngum að morgni eins og venja var, þó í síðara lagi, og leituðu svæðið sunnan frá Jökli og norður undir daladrög, eftir því sem við varð komið. En sakir dimmviðris og ófærðar, seink- aði för þeirra mjög, og urðu þeir langt á eftir áætlun. Munu þeir tveir, sem ég átti að mæta, hafa komið á stöðvar mínar, laust eftir að ég yfirgaf þær. En þeir voru með margt fé og rakst það sein- lega norður brúnina, og fóru þeir því miklu hægar en ég. Þeir ráku féð niður í dalinn á sama stað og ég hafði farið niður. Og þá var það, sent hundar þeirra geltu. Hestum sínum slepptu þeir og þar niður í hlíðina. En sjálfir komu þeir aldrei niður í dalinn,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.