Stígandi - 01.04.1945, Page 60

Stígandi - 01.04.1945, Page 60
VEGIR ORLAGANNA Eftir O'HENRY — Maja Baldvins þýddi (Framh.) K\7ÖLD nokkurt sátu tveir menn og ein kona \ ið borð í her- bergi á þriðjn hæð í sarna húsi. Það var ekkert annað í her- berginu en þrír stólar, borðið og logandi kerti, sem stóð á borð- inu. Annar maðurinn var svartklæddur, mikill vexti. Svipur hans bar vott um hroka. Broddarnir á uppsnúnu yfirskegginu náðu næstum því upp að augunum, sem loguðu af liáði. Koiian var ung og fögur, með augu, sem gátu verið stór og sakleysisleg eins og í flökkustúlku, en nú voru þau hvöss og áfergjuleg eins og í hverjum öðrum samsærismanni. Hinn maðurinn bar það með sér, að liann var athafnasamur, mikill bardagamaður, óþolin- móður og djarfur til allra framkvæmda. Svartklæddi maðurinn og konan nefndu hann Desrolles höfuðsmann. Þessi maður barði hnefanum í borðið og sagði með niðurbæld- uin ofsa: ,,í kvöld. í kvöld, þegar hann fer til miðnæturmessu. Ég er orðinn þreyttur á öllu þessu ráðabruggi, sem aldrei verður neitt úr. Eg er búinn að fá skömm á öllum þessum bendingum, leyniletri og leynifundum. Við skulum lieldur vera heiðarlegir svikarar. Ef Frakkland á að losna r ið hann, skulum \ ið heldur drepa iiann heiðarlega, en ekki reyna að veiða hann í gildru. í kvöld, segi ég. Ég stend við orð mín. Ég skal sjálfur vinna verkið. í kvöld, þegar hann fer til messunnar." Konan leit alúðlega til hans. Enda þótt kona, sem er með í slíku samsæri, sé ýmsu vön, getur hún ekki annað en dáðst að slíkri fífldirfsku. Stórvaxni maðurinn strauk uppsnúna yfir- skeggið. „Kæri höfuðsmaður," sagði hann með drynjandi röddu, sem var fáguð og þjálfuð, ,,í þetta sinn er ég yður algerlega sammála. Ekkert er unnið við að bíða lengur. Nægilega margir af hallar- vörðunum eru á okkar bandi, til að tryggt sé, að allt fari eftir áætlun.“ ,,í k\()ld,“ endurtók Desrolles höfuðsmaður og barði aftur í borðið. „Þér heyrðuð, hvað ég sagði, markgreifi. Ég ætla að vinna verkið.“

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.