Stígandi - 01.04.1945, Page 64

Stígandi - 01.04.1945, Page 64
158 VEGIR ÖRLAGANNA STÍGANDI lilustaði einnig á býflugurnar suða í blómunum og stundum á söng þrúgnatínslufólksins í hlíðinni." „Já, já“, sagði konungurinn með óþolinmæði, „þér liafið ef til vill hlustað á það, en þér liafið vissulega lilustað á svartþrasta- sönginn. Sungu þeir ekki oft í lundinum?" „Hveigi er söngur þeirra unaðslegri en í Eure-et-Loir. Ég hel'i leitazt við að lýsa söng þeirra í kvæði, sem ég hefi ort.“ „Getið þér farið með kvæðið?“ spurði konungurinn ákafur. „Fyrir löngu síðan hlustaði ég á svartþrestina. Það væri meira virði en lieilt konungsríki að geta skilið söng þeirra réttilega. Og á kvöldin rákuð þér féð heim á kvíaból og settust síðan í friði og ró að kvöldverðinum. Getið þér farið með kvæðið, fjárhirðir?" „bað hljóðar svona, herra,“ sagði Davík virðulega: „Lati hirðir, lömb þ/n vása. Létt er þcim nm stökk og bran. Vindar fara um furuása. Flautuna sína þeytir Pan. Heyr oss kalla af háum greinum. Horfðu á okkur tína ull • af ánum þínum tit um hagann, unz að hreiffrin verffa —“ „Ef yðar hátign þóknast," greip hranaleg rödd frarn í fyrir Davíð, „ætla ég að spyrja þetta leirskákl nokkuri'a spurninga. Tíminn er naumur. Ég bið yður afsökunar, herra, ef áhyggjur mínar um velferð yðar styggja yður.“ „Hertoginn af Aumale hefir svo ótvírætt sýnt og sannað lioll- ustu sína, að ekki er hægt að reiðast lionum,“ mælti konungur- inn. Nú hvíldi móðan aftur yfir áugunum. „Fyrst ætla ég að lesa fyrir yðtir bréfið, sem hann kom með,“ sagði hertoginn. „Kvöldið í kvöld ber upp á jrann dag, sem ríkiserfinginn and- aðist. Ef konungur fer til miðnæturmessu að venju til að biðja fyrir sálu sonar síns, mun fálkinn hremma bráð sína á horninu á Esplanadegötu. Ef Jietta er ætlun konungs, setjið þá rauðan lampa í lierbergið á efri hæð í suðvesturhorni hallarinnar, svo að fálkinn geti verið við öllu búinn.“ „Bóndi, jiér hafið heyrt þessi orð,“ sagði hertoginn hörkulega. „Hver bað yður fyrir bréfið?“

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.