Stígandi - 01.04.1945, Side 65

Stígandi - 01.04.1945, Side 65
STÍGANDI VEGIR ÖRLAGANNA 159 „Göfugi hertogi," sagði Davíð í mestu einlægni, „ég skal segja yður það. Tigin kona bað mig fyrir það. Hi'n sagði, að móðir sín væri veik og að bréfið væri til móðurbróður síns til að biðja hann að koma heim til móður hennar. Ég skil ekki það, sem í bréfinu stendur, en ég er reiðubúinn að sverja, að stúlkan er bæði góð og fögur.“ „Lýsið konunni," sagði hertoginn í skipunartón, „og segið mér, hvernig þér urðuð ginningarfífl hennar“. „Lýsa henni!“ sagði Davíð og brosti blíðlega. „Það væri krafta- verk, ef orð fengju lýst henni. Hún er eins og sólskin og svartur skuggi. Hún er grannvaxin eins og elri, og ekki síður yndisleg í limaburði. Ef horft er í augu henni, breytast þau án afláts. Stund- um eru þau stór, stundum liálflokuð, svipað því þegar sólin gæg- ist milli skýjanna. Þegar hún kemur, er himnaríki í kringum liana. Þegar hún fer, er ekkert eftir nema óró og angan af hag- þornsblómum. Hún kom til mín í Contigötu númer tnttugu og níu.“ „Það er einmitt húsið, sem við höfum haft gætur á,“ sagði hertoginn og sneri sér að konnnginnm. „Það má jrakka tungu skáldsins, að við jækkjum nú hina illræmdu greifafrú Quebe- daux.“ „Herra, ég vona, að fátækleg orð mín hafi ekki valdið neinnm misskilningi," mælti Davíð alvarlega. „Ég hefi horfzt í augu við Jressa konu. Ég Jiori að leggja líf mitt að veði, að hún er engill, hvað sem öllum bréfum líður.“ Hertoginn horfði fast á hann. „Eg ætla að, láta yður sanna vitnisburð yðar,“ sagði hann seinlega. „Þér skuluð sjálfur, klædd- ur sem konungurinn, aka í vagiii lians til messunnar á miðnætti. Þorið þér að reyna jDað?“ Davíð brosti: „Ég hefi horfzt í augu við hana,“ sagði hann. „Það er mín sönnun. Þér getið fengið sannanir yðar á livern liátt, sem yður lízt.“ Hálfri stundu fyrir miðnætti setti hertoginn af Anmale sjálfur rauðan lampa í suðvesturglugga á höllinni. Tíu mínútum fyrir klukkan tólf studdi hann Davíð, er var klæddur eins og konung- urinn, út úr herbergjum konungs og að vagninum, er beið fyrir utan. Hertoginn hjálpaði honum inn í vagninn og lokaði lmrð- inni. Vagninn rann hratt af stað í áttina til dómkirkjunnar. Á horninu á Esplanadegötu var Tetreau höfuðsmaður með

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.