Stígandi - 01.04.1945, Qupperneq 68

Stígandi - 01.04.1945, Qupperneq 68
162 VEGIR ÖRLAGANNA STÍGANDI skáldinu fyrir sjónir, að vanræksla hans hefði það í för með sér, að fjárhópurinn minnkaði, og að hann steypti heimilinu í ógæfu. Davíð réð til sín dreng, sem átti að gæta kindanna, en sjálfur lok- aði hann sig inni í litlu herbergi uppi á lofti og hélt áfram að yrkja. Nýi smalinn var einnig hagyrðingur, en þar sem hann átti ekkert til að skrifa á, svaf liann mest af deginum. Úlfarnir voru ekki lengi að komast að raun um, að skáldskapur og svefn er ná- kvæmlega það sama, svo að fénu fækkaði óðum. Skapvonzka Yv- onnes jókst að sama skapi. Stundum stóð hún úti í garðinum og kallaði skammaryrði upp í loftsgluggann til Davíðs. Það mátti lieyra sóninn alla leið að kastaníutrénu fyrir ofan smiðjuna lians Gruneaus gamla. Góðlátlegi, gáfaði og afskiptasami gamli lögfræðingurinn, hann herra Papineau, hafði veitt þessu athygli. Hann fór til Davíðs, tók duglega í nefið sér til liressingar og mælti: „Kæri vinur, ég setti innsiglið á giftingarvottorðið hans föður þíns. Það mundi hryggja mig mikið að vera neyddur til að stað- festa skjal um gjaldþrot sonar lians. En þú ert á þeirri leið. Ég tala við þig sem gamall vinur. Hlustaðu nú á það, sem ég hefi að segja. Ég hefi tekið eftir því, að ]rú ert allur með hugann við skáldskapinn. í Dreux á ég góðan vin, sem heitir Georg Bril. Það er rétt að hann kemst fyrir í lnisinu sínu fyrir bókum. Hann er lærður nraður, fer til Parísar á hverju ári og hefir sjálfur skrifað bækur. Hann getur sagt þér allt um grafhvelfingar, nöfn stjarn- anna og ýmis einkenni fuglanna. Hann er ekki síður dómbær um þýðingu og form skáldskapar en þú ert um kindurnar þínar. Ég ætla að skrifa honum bréf, sem þú átt að færa honum, og þú skalt taka kvæðin þín með þér og láta hann lesa þau. Þá geturðu fengið að vita, hvort þú átt að halda áfram á sömu braut eða snúa þér að búskapnum." „Skrifaðu bréfið,“ sagði Davíð, „mér þykir leitt, að þú skyldir ekki minnast á þetta fyrr.“ Um sólarupprás morguninn eftir var hann kominn af stað til Dreux með hinn dýrmæta kvæðastranga undir hendinni. Á liádegi þurrkaði hann rykið af fótum sér fyrir utan dyrnar hjá herra Bril. Þessi lærði maður braut innsiglið á bréfi lierra Papineaus og las það. Hann fór með Davíð inn í skrifstofu sína og bauð honurn sæti. Herra Bril var samvizkusamur maður. Hann lagði kvæðastrang- ann á kné sér og byrjaði að lesa. Hann hljóp ekki yfir neitt. Hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.