Stígandi - 01.04.1945, Page 72

Stígandi - 01.04.1945, Page 72
BUENDATAL SANDS I AÐALDAL Eftir INDRIÐA ÞÓRKELSSON [Þáttur sá, er hér fylgir, var skrifaður fyrir fáum árum síðan og átti að seiulast frænda og jafnaldra Indriða, Guðmundi bónda og skáldi á Sandi, til fróðleiks og skemmtunar; — en af því mun þó aldrei hafa orðið. Þátturinn var saminn eins og áður segir, kunnugum samsveitunga höfundarins til dægradvalar, cn ekki ætlaður til þess að birtast á prenti sem fræðileg ritgerð. Gætir þessa á stöku stað, en ekki svo að það skipti máli. Er þátturinn að mestu eins og höfundur gekk frá honum að öðru leyti en því, að sums staðar hefi ég bætt inn í orðum og setningum til almennrar skýringar fyrir lesendur. Einnig hefi ég bætt inn í fáuin viðaukum, og eru þeir innan sviga. Upphaflega var engin grein gerð fyrir feðrum þeirra Indriða og Guðmundar, er báðir koma við bændatal Sands; en þvi bætti hann síðar við eftir beiðni minni. Þessi pistill er allgott sýnishorn af einuin þætti af fræðastarfi höfundar. Hann itafði safnað drögum að sluttorðri greinargerð um hverja einstaka jörð i Þing- eyjarsýslum og samið fullkomið bændatal yfir allar sömu jarðir, eftir því sem skil- ríki greina. Einnig hafði hann víða gert grein fyrir búendum á svipaðan liátt og gert er í þessum þætti. Það var þó að mestu lagt á hillu hin síðustu ár vegna undirbúnings að Kvnþáttatali Þingeyinga, er átti að fela í sér þennan fróðleik á fyllri og kerfisbundnari hátt, í ættrakningu kynþáttanna. — Indriði Indriðason.] I. Eigendur Sands. SANDUR í AÐALDAL mun vera gamalt býli. Hefir jörðin lengi framan af verið bændaeign. Er hennar fyrst getið í skjölum um miðja 15. öld. Af skjölum þessurn má sjá, að urn 1400 hefir Þorgrímur nokkur Magnússon átt Sand og selt hann Arna bónda Einarssyni í Djúpadal í Eyjafirði, en hann mun hafa átt liana skamrna hríð. Þá kemst hún í eigu Rafns lögmanns Guð- mundssonar í Rauðuskriðu og átti hann jörðina a. m. k. nær þrem tugum ára. Þá eignaðist Þórkell Guðbjartsson, hinn göldrótti Laufás-klerkur, Sand. Óvíst er, hve lengi þau eignarráð stóðu, en það mun hafa verið stutt. En 11. okt. 1447 fer frarn kaupsamn- ingur milli Þórkels prests og Gottskálks Hólabiskups. Selur biskup presti Neslönd hvorttveggi við Mývatn og Brettingsstaði í Laxárdal fyrir Sand í Aðaldal, Brekkur (Brekknakot síðar kallað) í Reykjahverfi, og rekapart austan Fljóts-ósa, er fylgt hefir Bjarga- landi,og Þórkell prestur hafði keypt undan Björgum.

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.