Stígandi - 01.04.1945, Síða 77

Stígandi - 01.04.1945, Síða 77
STÍGANDI BÚENDATAL SANDS í AÐALDAL 171 Þessi Þórður Helgason, er býr á öllum Sandi 1703 með konu sinni, stálpaðri dóttur og íjórum vinnukonum, er án efa sá hinn fyrri Þórður á Sandi, er Þorlákur Jónsson á að hafa talað um, að vitni Jóns Árnasonar og Halldórs Þorgiímssonar, þ. e. sá maður, er átti að hafa búið þar ncestur Arnþóri. Nú er liann 44 ára 1703. Má því ætla, að hann hafi verið við búskap um 20 ár. Hafi hann nú byrjað búskap á Sandi og tekið við jörðinni af Arnþóri, gæti það hafa verið um 1683 í fyrsta lagi, en fullt svo líklegt er, að það hafi veiið heldur seinna, um 1686, með hliðsjón þess, að Vil- borg, einbirni Jieirra hjóna, fæðist ekki fyrr en nm 1690. Ætti því að mega staðhæfa, með skírskotun til frásagnar Þorláks Jóns- sonar, að Arnþór hafi á Sandi búið til 1683—86, livort sem hann hefir fallið frá um þær nrundir eða lifað lengur, þótt dáinn væri hann 1703. Þegar hér er komið sögu, berst mér í hendur í Narfastaðaskjöl- um tíundarlisti Helgastaðahrepps, skrásettur um krossmessu haustið 1688. Dýrmætt plagg! Hér er búendaskrá alls hreppsins, 15 árum eldri en hið almenna manntal 1703. Sé nú litast um hjá systkinum þeim, er hér liafa einkum verið gerð að umtals- efni, Elínu og Arnþóri, kemur í ljós, að á Fjalli býr Helgi Illuga- son, en konu hans getur vitanlega ekki. Á Sandi grípur maður enn í tómt, livað Arnþór snertir. Þar búa Þórður og Tómas. Þetta eru án alls efa bræðurnir Helgasynir, Þórður, sem fyrr getur, og Tómas, er býr á Sílalæk 1703, þá 39 ára og því 5 árum yngri en Þórður. Árið 1688, er þeir búa saman á Sandi, er því Tómas að- eins 24 ára og Þórður 29 ára, sennilega nýteknir við jörðinni af Arnþóri. Er hér sönnun þess, að Þórður muni hafa búið á Sandi frá öndverðu, því að hér er fengin vissa fyrir 15 áruin af þeim 20, er hæfilegt þótti að áætla, að hann hefði \ ið búskap fengizt fyrir 1703. „Þá er eftir þyngst livað er“ — á metunum. í Árnasafni í Kaup- mannahöfn fannst fyrir stuttu skjal nokkurt, sem sarnið er á Héðinshöfða 24. maí 1680.1) Það er undirritað af 16 mönnum, lærðum og leikum, án þess þó að stöðu eða heimilisfangs nokk- urs þeirra sé getið. Leikmennirnir munu vera í röð betri bænda. Af þeim eru að minnsta kosti 4 úr Helgastaðahreppi, allir úr Aðaldal. Þeir eru þessir: 1) Þessar upplýsingar eru frá Braga Sveinssyni ættfræðingi, er mun hafa Lekið afrit af þessu skjali. I. I.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.