Stígandi - 01.04.1945, Qupperneq 82
176
UM BÆKUR
STÍGANDI
Halldór hefir hér dregið upp a£ Sn.e-
fríði fslandssól. Hitt er annað mál, hvfO' t
lík kona hafi fyrirfundizt eða finnist í
lifanda lífi. Jón Hreggviðsson stendt.r
okkur hér aftur lifandi fyrir hugskots-
sjónum, eftir að hafa sagt eina cða tvær
setningar, dómkirkjupresturinn í Skál-
liolli og jungkærinn í Bræðratungu eru
heldur engar þokupersónur hjá höf.,
Jjótt ekki geti þær kallazt aðlaðandi.
Margir lesendur halda þvi fram, að
Kiljan hafi enga samúð með sögupersón-
um sínum, honum sé alveg sama „hvern-
ig hann velti þeitn upp úr skitnum'.
Þetta tel ég alrangt. Kiljan er enginn
mannhatari. Þvert á móti finnst mér
víðast kenna djúprar samúðar hans,
einkutn í seinni bókum hans. En þessa
samúð felur hann að nokkru undir
hrjúfri og stundum lirárri frásögn, cg
það er þessi „stráksskapur" lians, sem
varnar því, að inaðttr geti óárcittur not-
ið bóka hans sem heilsteyptra listaverka,
jafnvel þótt við finnum hlýtt og mann-
legt hjarta slá undir. En með sprettum
skrifar hann líka svo, að lesandinn get-
ur notið frásagnar lians eins og fagur.-
ljóðs, sem hægt er að lesa aftur og aftui
og njóta með nýjum hætti í hvert sin i.
Og þá kem ég að því, sem er einleniii-
legt við frásagnarstíl Kiljans: Það er eins
og hann sé samtvinnaður úr þrautfág-
aðri ljóðlist öðrum þræði — svo ljóð-
rænn getur hann verið — en hinum úr
þeim „beinbrota"-stíl nýtízku-myndlist-
armanna, sem verið er að reyna að
kenna íslenzkum almenningi að „meta",
en gengur erfiðlega. Það er engum heigli
lient að samþýða þessar tvær andstæður
og enn hefir Kiljan ekki tekizt það. En
engum hleypidómalausum lesanda dylst,
að þessa höfundar mun lengi getið í is-
lenzkri bókmenntasögu, þótt ekki verði
þá nema fyrir suma kafla bóka sinna.
Kiljan er enn á léttasta skeiði og á
þroskabraut, það sýnir þessi síðasta bók
hans ótvírætt. Enn er ósýnt, hverju hann
fær afrckað, ef við lesendurnir veiturn
okkur ekki áfram þann „luxus" að reyna
að smækka hann með þeirri smá-
mennsku okkar að þegja við bókum
lians, lofa þær skefjalaust eða lasta nið-
ii r fyrir allar hellur. Honum, eins og
hverjum öðrum, mun það hollast, að 'il
lians séu gerðar sanngjarnar kröfur, og
því meiri sem honum er til meira treyst.
Br. S.