Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 41
engan formála, þar sem segir frá því, hvenær landið var fundið
og byggt, hverjir það fundu og könnuðu og hvernig þeim reiddi
af og hvernig landið fékk nafn sitt, og hann byrjaði frásögnina
ekki þar, sem fyrsti landnámsmaðurinn hafði setzt að, heldur við
næstu fjórðungaskil á undan. Að undantekinni ættfræði — sem
mér virðist liafa verið í mestu metum hjá honum — nálgast frá-
sögn hans tóma upptalningu á landnámunum í óslitinni rcið eftir
legu þeirra. Hann sleppir víðast samhenginu, sem er milli tveggja
eða fleiri landnámsmanna eða landnáma, og telur miklu fleiri
menn sjálfstæða landnámsmenn en hinir höfundarnir.
Þetta kemur í skinnbókarbrotunum fram á ýmsan hátt. Þar er
Ulfar kappi á Úlfarsfelli sjálfur látinn nema land sitt, meðan
hinar gerðirnar og eins Eyrbyggja saga segja, að lionum hafi gefið
það Geirröður á Eyri. Sturlubók og Hauksbók skýra frá því, að
Geirmundur heljarskinn, Úlfur hinn skjálgi, Steinólfur hinn lági
og Þrándur mjóbeinn komu saman til landsins. Melabók getur
þess ekki og segir aðeins frá hverjum fyrir sig. Hún nefnir ekki
heldur, að bæði Geirmundur og Steinólfur námu land ekki ein-
göngu á Skarðsströnd, heldur einnig á öðrum stöðum, og sleppir
Þrándi, sem nam eyjarnar utarlega á Breiðafirði, alveg. Það hefði
spillt réttu röðinni, ef allt þetta hefði verið nefnt, þar sem skýrt
er frá landnámi þar á ströndinni. Það er þó ekki heldur sagt frá
því seinna — nema þá ef til vill frá landi og búum Geirmundar
heljarskinns á Hornströndum —. Höfundurinn mun hafa gleymt
því eða ekki hirt um að nefna það. Sturlubók og Hauksbók telja
Saurbæinn með landnámi Steinólfs og segja, að Sléttu-Björn liafi
nurnið hluta þess með lians ráði. En Melabók eignar Steinólfi
aðeins landið milli Búðardalsár og Tjaldaness og segir, að Þjóð-
rekur sonur Sléttu-Bjarnar hafi numið Saurbæinn. Sama sagan er
með Nesja-Knjúk og Geirstein kjálka í Þverfjörðunum.
Hjá Geirröði á Eyri, Steinólfi hinum lága og Nesja-Knjúki er
líkt á komið og þar, sem Skallagrímur og Grímur Þórisson eru:
Sturla og Haukur eigna þeim stærra landnám en Melamaðurinn
og telja aðra menn hafa numið hluta af þeirra landi með Jreirra
leyfi eða þegið Jiá að gjöf, meðan Melabók telur Jressa menn alveg
sjálfstæða landnámsmenn á sínum hluta landsins.
I brotum Melabókar er hvergi sagt, að maður liafi eignað sér
land í landnámi annars manns, og aðeins á einum stað, að maður
liafi numið land að ráði annars. Það er Þórólfur Asksson, sem nam
land við Markarfljót að ráði Ásgerðar systur sinnar. En Jjar er um
STÍGANDI 111